Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 26.–29. ágúst 201628 Skrýtið Sakamál n Sadie fékk draumaprins Söruh n Hið fullkomna morð mundi leysa málið S arah Williams heitir 35 ára kona frá borginni Chest- er í norðvesturhluta Eng- lands. Sarah var hjákona 75 ára „sykurpabba“, Davids Hardwick. Hvað sem því fyrirkomu- lagi leið þá segir sagan að Sarah hafi kolfallið fyrir Ian Johnston, fyrrver- andi slökkviliðsmanni sem hún hitti í Chill Factore, innanhússskíða- brekku í Manchester árið 2012. Samband Söruh og Ians varð skammlíft og Ian batt enda á það eftir að Sarah varð „eigingjörn á hann og erfið“ en hún hélt þó áfram í „óraunhæfa von um draumalíf með hinum fullkomna manni“. Morð skipulagt Ian kynntist Sadie nokkurri Hartley, þau rugluðu saman reytum og hófu sambúð í Helmshore í Lancashire. En Söruh hugnaðist ekki að vita af Ian í örmum annarrar konu. Hún greip til þess ráðs að hafa samband við vinkonu sína, Katrinu Walsh, 56 ára reiðkennara, og þær ákváðu að fremja „hið fullkomna morð“. Í 18 mánuði lögðu þær á ráðin og Katrina skráði öll smáatriði í dagbók sína; Sadie skyldi fyrirkomið í anda „þess sem gerist í njósnasögum“. Rafbyssan notuð Stöllurnar gerðu sér ferð til Þýska- lands í desember 2015 og keyptu rafbyssu og í janúar 2016 setti Katrina blóm við útidyrnar á heim- ili Sadie og Ians. Var verknaðurinn hugsaður sem einhvers konar fyrir- boði þess sem koma skyldi. Þann 14. janúar, daginn eftir að dóttir Sadie trúlofaðist, var dyrabjöllunni heima hjá henni hringt og hún fór til dyra. Fyrir utan stóðu Sarah og Katrina og biðu ekki boðanna. Sadie var lömuð með rafbyssu og síðan stakk Sarah hana og skar með hníf, oftar en 40 sinnum. Sadie var síðan skil- in eftir í blóði sínu í anddyrinu. Síð- ar fannst gaddur úr rafbyssu á kraga blússu hennar. Kynferðisleg skilaboð En, eins og síðar kom í ljós, fór því fjarri að um „fullkomið morð“ væri að ræða og Sarah og Katrina þurftu að svara til saka fyrir dómstólum. Auk þess sem að framan hefur verið reifað kom ýmislegt upp úr kafinu við réttarhöldin. Ian John- ston hafði verið á skíðaferðalagi þegar Sadie var myrt, en hann var ekki allur þar sem hann og Sarah höfðu sent hvort öðru kynferðis- leg skilaboð og myndir allar götur frá því að upp úr slitnaði hjá þeim – nánast allt til þess dags er Sarah lét til skarar skríða gegn Sadie. Sveifst einskis Engu að síður þvertók Ian fyrir að hafa kynt undir tilfinningum Söruh og sagði við rétt- arhöldin að þeirra samband hefði einungis snúist um kynlíf. Í ljósi orða Katrinu Walsh þarf þó enginn að fara í grafgötur um hugmynd- ir Söruh hvað samband hennar og Ians áhrærði: Sarah sveifst einskis til að vera með Ian, hún setti meira að segja GPS-sendi á bifreið hans til að fylgjast með ferðum hans. Myrtu „sér til ánægju“ Dóm- ur lá fyrir 17. ágúst og var dómar- inn ómyrkur í máli þegar þar var komið sögu. Sagði hann að Sarah og Katrina hefðu myrt Sadie „sér til ánægju“: Sarah Williams, í eitt og hálft ár úthugsaðir þú morð á konu sem hafði það eitt sér til sakar unnið að elska manninn sem þú girntist. En við skulum taka af allan vafa; þetta var ekki ástríðuglæpur. Þetta var glæpur hroka, villi- mennsku en fyrst og fremst hrein illska. Og á þessu 18 mánaða tímabili skipulagningar fannstu í Katrinu Walsh hvort tveggja félaga í andanum og viljugan samverka- mann.“ Það tók kviðdóm sjö klukku- stundir og níu mínútur að komast að niðurstöðu. Þegar upp var staðið fékk Sarah Williams dóm upp á 30 ár hið minnsta og Katrina Walsh upp á 25 ár hið minnsta. n Þrjár konur – eitt morð Heltekin Sarah Williams vildi ekki missa draumaprinsinn. Reiðkennari Katrina Walsh var Söruh innanhandar. „Hún setti meira að segja GPS-sendi á bifreið hans til að fylgjast með ferðum hans. Elskaði Ian Sadie Hartley skyldi rutt úr vegi. Komdu þér í form Glæsibæ • www.sportlif.is Stacker 4 Sterkustu brennslutöflur í Evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.