Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 31
Helgarblað 26.–29. ágúst 2016 Menning 31 Fjarlægir tannstein. Vinnur gegn sýkingu í tannholdi. Berst gegn andfýlu. Náttúrulegt gæludýrafóður og umhirða Pantanir og fyrirspurnir: 8626969 | 8996555 platinum@platinum.is | platinum.is Ekki láta þetta ganga svona langt. OralClean+Care 100 % náttúrulegt Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is Leita eftir ástarsögum íslenskra karla Ástarsögur íslenskra kvenna sló í gegn Framhaldsbók í smíðum H öfundar hinnar vinsælu bókar Ástarsögur íslenskra kvenna leita nú að sönnum ástarsögum íslenskra karla (og þeirra sem upplifa sig innan þess kyngervis) til að fylla sjálfstæða framhaldsbók sem á að koma út í lok árs. Fyrri bókin, sem bar undirtitil- inn „frásagnir úr raunveruleikan- um“, innihélt tæplega 50 ástarsög- ur sem var safnað saman af Maríu Lilju Þrastardóttur og Rósu Björk Bergþórsdóttur. Bókin, sem var gef- in út af Bjarti, var ein vinsælasta bók sumarsins. Nú hefur svo verið tekin ákvörðun um útgáfu sjálf- stæðrar fram- haldsbókar með ástarsögum ís- lenskra karla sem stefnt er á að komi út í árs- lok. „Auðvitað verða karlar líka ástfangnir, auðvitað finna þeir líka fyrir söknuði og ástarsorg og með bókinni langar okkur, aftur, að kveða niður hina hefðbundnu ímynd samfélagsins um kyn og ást,“ segja höfundarnir um verkefnið. Tekið er á móti texta á hvaða formi sem er, ljóðum, sögum, dag- bókarfærslum eða öðru. Þá munu höfundarnir hitta karla og rita nið- ur sögur þeirra, ef þeir treysta þeir sér ekki til að skrifa þær sjálfir. Allar sögurnar í bókinni verða nafnlausar en settar fram í samvinnu við höf- unda og eigendur þeirra. Hægt er að senda ástarsögur á netfangið ast- arsogur@gmail.com. n kristjan@dv.is Söngleikir og sögur úr samtímanum n Þetta segja leikhússtjórarnir Menningarfélag Akureyrar Fyrsta frumsýning ársins á Akureyri verður trúðaleikurinn Helgi magri. „Þetta er kosmísk spunasýning þar sem fjórir trúðar takast á við það sem Matthías Jochumsson kallaði sitt versta verk. Þetta er sögulega leikritið Helgi magri, sem var bara sýnt einu sinni á af- mælishátíð hérna á Eyrinni. Það komu 1.200 manns að sjá þetta, en það þótti ekki gott! “ segir Jón Páll Eyjólfsson, sem hefur sitt annað leikár sem leikhússtjóri á Akureyri. „Hlutverk Menningarfélagsins er ekki bara að framleiða afþreyjandi list heldur að fóstra og næra þá hæfileika sem eru hér í okkar nærumhverfi. Við eigum að gefa ungum höfundum og ungum listamönnum tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur og sitt samfélag. Og gefa þeim sem eru að gera framsækna hluti stefnumót við Norðlendinga,“ segir hann og nefnir til að mynda Listin að lifa, nýtt frumsamið leikrit eftir leikhópinn Næsta leikrit, sem spratt upp úr leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þá nefnir hann brúðuleikhúshópinn Handbendi frá Hvammstanga sem mun sýna tvö verk, en annað þeirra, Tröll, verður frumsýnt á Akureyri. Akureyrsk saga og samfélag koma svo ekki einungis við sögu í trúðsleiknum heldur einnig í heimildaleikhúsinu Elskur, sem er byggt á ástarbréfum Norðlendinga og Borg- arsviðið – leiðsögn þar sem akureyrskar konur af erlendu bergi brotnar veita áhorfend- um leiðsögn um akureyrska menningu. „Það skiptir ekki lengur bara máli hvaða sögur við segjum á sviðinu, heldur er næsta skrefið að spyrja sig hver segir sögurnar, hver stendur á sviðinu og leikur,“ segir Jón Páll. Eigin frumsýningar Menningarfélagsins verða þrjár auk Helga magra, eru það Hannes og Smári, sem er samstarfsýning með Borgarleikhúsinu, en sýningin byggir á alter-egóum leikkvennanna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar. Þá sýnir Menningarfélagið jólasýninguna Stúfur og stærsta verkefni leikársins er Núnó og Júnía, nýtt íslenskt verk fyrir börn og fjölskyldur. „Það er sama teymi á bakvið þetta og vann Pílu Pínu í fyrra. Þá var brjálæðislega góð miðasala og fullt hús á öllum sýningum,“ segir Jón Páll. „Við beinum meginhluta þess fjármagns sem við fáum í sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Það er skortur á barnaleikhúsi á Íslandi og það hefur verið skortur á því að stóru húsin hafi alltaf sýnt frumkvæði til að framleiða nýtt efni fyrir börn. Það þarf að skrifa og leika nýjar sögur,“ segir hann. Tjarnarbíó Fyrsta frumsýning Tjarnarbíós fór fram í vikunni þegar Stripp eftir Olgu Sonju Thorarensen og leikhópinn Dance For Me var sýnt sem hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody‘s Spectacular. „Hlutverk Tjarnarbíós er að vera vettvangur fyrir alla atvinnusviðslistahópa á Íslandi. Við bjóðum upp á rýmið, tækja- búnað, markaðsþjónustu og samstarf að öllu leyti. Hér koma inn alls konar hópar undir sínu nafni en sameinast í þessu húsi og undir þessi nafni, Tjarnarbíó,“ segir Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Hér er í raun ekki heildar listræn áhersla eins og í stóru leikhúsunum en við erum með ákveðið valferli þar sem stjórn og framkvæmdastjóri fara yfir um- sóknir og velja út frá mjög skýrum „kríteríum“ og tökum verkefni inn í húsið miðað við það. Í ár voru mjög margar umsóknir og við urðum að hafna einhverjum 10 eða 15 umsóknum,“ segir hann. Meðal leikhópa sem sýna verk í ár eru RaTaTam, Kriðpleir, Pörupiltar, Smartlab, Lab Loki og fleiri. Þá leikstýrir Edda Björg Eyjólfsdóttir nýju leikverki um Þórberg Þórðarson og Þorsteinn Bachmann leikstýrir Pulitzer-verðlaunaverk- inu Ayad Akhtar. „Aðsókn í Tjarnarbíó hefur vaxið um 15 til 20 prósent á milli ára frá 2013 þegar við byrjuðum að fá stuðning frá Reykjavíkurborg. Þessar upphæðir hafa skipt sköpum fyrir gróskuna í sviðslistalífinu í Reykja- vík,“ segir Friðrik. Nýjar sýningar: 6 Barnasýningar: 3 Byggt á bók: 0 Frumsamið íslenskt leikrit: 6 Erlend saga/verk: 0 Leikstýrt af konu: 2 Áskriftarkort: 4 viðburðir hjá Menningarfélagi Akureyrar fyrir 19.900 krónur Nýjar sýningar: 14 Barnasýningar: 1 (Að minnsta kosti tvær eldri barnasýningar verða þó einnig sýndar) Byggt á bók: 1 Frumsamið íslenskt leikriti: 12 Erlend saga/verk: 2 Leikstýrt af konu: 9 Áskriftarkort: 4 sýningar fyrir 12.000 krónur Versta verkið Fyrsta frumsýn- ing ársins á Akur- eyri er trúðaleikur byggður á versta verki Matthíasar Jochumsson- ar, sögulega leikritinu Helgi magri. Ögrandi Fyrsta frumsýning leikársins í Tjarnarbíói fór fram á mið- vikudag þegar heimildaleik- ritið Stripp var sýnt. MyNd daNcE For ME / oLga SoNja jón Páll Eyjólfsson Leikhússtjóri Menningar- félags Akureyrar. MyNd Sigtryggur ari Friðrik Friðriksson Fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.