Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 26.–29. ágúst 201622 Fólk Viðtal eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello Dómur féll að lokum í Ches- apeake: önnur 18,7 ár í fangelsi. „Við þorðum auðvitað aldrei að vera bjartsýn. En okkur datt aldrei í hug að þetta yrði svona svakalega þungur dómur. Einstaklingar hafa fengið styttri dóma fyrir morð.“ Eftir að Sandra hafði verið dreg- in í burtu gátum við enn heyrt öskrin og grátinn í henni fyrir utan dómsalinn. Þetta voru því- lík skaðræðisöskur að það nísti inn að beini. Og maður var algjör- lega vanmáttugur, við gátum ekk- ert gert. Við gengum út í leiðslu og mér fannst eins og ég væri fros- in manneskja, al- gjörlega dof- in. Ég grét ekki einu sinni. Fyr- ir utan hlupu fréttamenn upp að okk- ur en auðvit- að gat ég ekki hugsað mér að segja neitt við þá.“ Í fangelsi með morðingjum og dópsöl- um Síðan dómur féll hefur Sandra setið inni í Fluvanna Correctional Center for Women – ríkisreknu kvennafangelsi sem staðsett er í Troy, rúmlega 90 kílómetra fjar- lægð frá höfuðborginni Richmond. Þar eru hýstir á bilinu 3.500 til 5.000 kvenfangar sem hlotið hafa langtímadóma, sumar fyrir hrotta- lega glæpi á borð við morð og lík- amsárásir. Á tímabili deildi Sandra klefa með ungri konu sem drap yf- irmann sinn, skar líkið í búta og kveikti í. Fyrir þann verknað, sem hún framdi ásamt kærasta sínum, hlaut hún 17 ára dóm. „Það eru tvær manneskjur í hverjum klefa, sem er læstur klukk- an tíu á hverju kvöldi. Á daginn hafast þær við í dagstofu þar sem þær horfa á sjónvarpið og geta svo stundað einhverja vinnu. Sandra fékk starf við að þrífa klef- ana fyrir 30 sent á tím- ann. Hún hefur líka verið að stunda nám í rafvirkjun.“ Fangelsið rukkar fanga um leigu fyr- ir vistina, 30 dollara á mánuði, og þá þurfa fangarnir að greiða auka- lega ef þeir vilja auka nærföt eða undirföt innan und- ir fangabúninginn. Allar nauðsynjavörur á borð við sápu og tannkrem þurfa fangarnir að greiða sjálfir dýru verði. Vinna í fang- elsinu er af skornum skammti og þannig fékk Sandra aðeins 30 sent á tímann fyrir þrif á klefum. Hún þarf því að reiða sig á fjárstuðning utan frá. Minna er um eiturlyfjaneyslu heldur en gengur og gerist almennt í fangelsum enda eftirlitið gífurlegt. Reglulega eru gerðar rassíur þar sem klefum er snúið við og leitað á öllum föngum. Sömuleiðis er föng- um gert að berhátta sig eftir hverja heimsókn sem þeir fá og leitað á líkömum þeirra. Niðurlægingin er mikil. Foreldrar Söndru reyna hvað þeir geta til að gera daga hennar í fangelsinu bærilega, enda lítil af- þreying í boði önnur en sjónvarps- gláp. En þar inni kostar allt peninga „ Sandra er að eðlisfari afskap- lega glettin og skemmtileg og hef- ur gaman af svo mörgu. Hún hefur unun af að teikna og mála þannig að við höfum sent henni peninga svo hún geti keypt tréliti og máln- ingu og hún hefur teiknað mjög skemmtilegar myndir. Hún teiknar mikið á vasaklúta, þar sem hún fær ekki pappír.“ Magga segir fangaverðina mis- jafna í framkomu sinni við fang- ana, á meðan sumir komi fram við þá af virðingu séu aðrir sem leggi sig fram um að gera þeim lífið leitt. Hún segir viðhorf og framkomu fangavarðanna til fang- anna að mestu leyti afar ómannúð- lega. Þeir hiki ekki við að láta reiði sína og gremju bitna á föngunum. Sömuleiðis nýti þeir óspart tæki- færið til að flagga valdi sínu. „Þeir nýta það óspart að taka ýmiss konar réttindi af föngun- um þegar þeir fá tækifæri til þess. Í nokkur skipti sem ég hef hringt og kvartað þá hefur það umsvifalaust verið látið bitna á henni.“ Niðurlægjandi heimsóknir Hún segir fangaverði engu að síð- ar fara ljúfum orðum um Söndru, enda hafi hún reynst þægileg í sam- skiptum og lítið farið fyrir henni. „Þeim finnst ótrúlegt að hún sitji inni fyrir þetta alvarlegt brot. Þeim finnst hún svo blíð og ljúf,“ segir hún og bætir við að þeir eiginleik- ar Söndru séu ef til vill nauðsyn- legir þegar kemur að þeirri miklu stéttaskiptingu sem ríki meðal fanganna. Þar eru margar óskráðar reglur. „Það er alveg augljóst hverj- ir það eru sem ráða. Það er ekki svo mikið um líkamlegt ofbeldi af því að það kemst yfirleitt alltaf upp. En þeir sem ráða beita andlegri kúgun mjög óspart. Sandra á rétt á því að fá þrjár manneskjur í heimsókn einu sinni í viku þar sem gestir og fangar sitja saman í nokkurs konar mat- sal og fangarnir klæðast sérstökum heimsóknarbúning, gallabuxum og skyrtu. Það er þó ekki hlaupið að því að heimsækja hana í fangelsið og kallar það á þriggja tíma keyrslu og heilmikið umstang, það er löng bið auk þess sem leitað er á öllum heimsóknargestum. Á leiðinni út tekur það sama við. „Þetta er viss niðurlæging. Mað- ur reynir að bera höfuðið hátt og gefa til kynna að maður skammist sín ekki fyrir að vera í þessum að- stæðum.“ Magga segir heimsóknirnar verða auðveldari með tímanum, þó svo að aðstæðurnar séu auðvitað alltaf jafn ömurlegar og niðurdrep- andi. Þá sé viðhorf starfsmanna fangelsisins til aðstandenda oft á tíðum mjög niðrandi. „Fólkið sem vinnur þarna lítur svakalega niður á mann. Þú getur séð það í andlitinu á þeim þegar það horfir á þig að það hugsar: „Hvernig barn ólst þú eiginlega upp?“ Þú ert bara skítur í þeirra augum.“ Kemur með að heimsækja mömmu Rylan, fimm ára sonur Söndru, hefur búið hjá ömmu sinni og afa frá fæðingu. Hann kemur með að heimsækja mömmu sína í fang- elsið og leikur sér þá á meðan. Fyrir honum eru heimsóknirn- ar skemmtilegar. Sandra hefur Elskar Ísland Sandra fermdist í Fríkirkjunni í Hafnarfirði árið 2003. „Fólkið sem vinn- ur þarna lítur svakalega nið- ur á mann. Þú ert bara skítur í þeirra augum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.