Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 26.–29. ágúst 2016 Fréttir 11 Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Níu ísleNdiNgar í haldi í erleNdum faNgelsum n Flestir í haldi vegna smygls á fíkniefnum n Íslenskir fangar sitja inni í Banda- ríkjunum, Brasilíu, Ástralíu, Þýskalandi, Spáni og Noregi Staður: Ríó de Janeiro Land: Brasilía Nafn: Sverrir Þór Gunnarsson Lengd dóms: 22 ára fangelsi n Hinn 2. júlí 2012 var hinn fertugi Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, handtekinn á kaffihúsi í Ipanema-hverfi Ríó de Janeiro ásamt brasilískum félaga sínum. Það var eftir ábendingu 26 ára gamallar brasilískrar konu sem handtekin var með 46 þúsund e-töflur á Tom Jobim-flugvellinum í brasilísku borginni. Hún var að koma til landsins frá Lissabon í Portúgal. Um var að ræða mesta magn slíkra eiturlyfja sem lögreglan hafði lagt hald á á um- ræddum flugvelli. Burðardýrið ætlaði að hitta Sverri Þór og félaga hans, sem reyndist vera kærasti hennar, á kaffihúsinu og afhenda þeim fenginn. Þess í stað fór lögreglan til móts við tvímenningana og handtók þá. Við handtökuna reyndi Sverrir Þór að villa á sér heimildir með því að segjast vera annar íslenskur maður en allt kom fyrir ekki. Við leit á hótelherbergi hans fannst hass sem lögreglan taldi að Sverrir Þór hefði smyglað inn í landið í sama flugi frá Portúgal og burðardýrið. Í lok nóvember 2012 var Sverrir dæmdur í 22 ára fangelsi vegna málsins. Sverrir Þór á langan afbrotaferil að baki og meðal annars var hann einn af höfuðpaurunum í Stóra fíkniefnamálinu. Hann var dæmdur í 7 og hálfs árs fangelsi vegna málsins í febrúar 2001 og gerðar voru upptækar rúmar 20 milljónir í hans vörslu. Beið eftir 46 þúsund e-töflum frá Portúgal Staður: Melbourne Land: Ástralía Nafn: Siguringi Hólmgrímsson Lengd dóms: Sjö ára fangelsi n Hinn 29. maí 2015 var Siguringi Hólmgrímsson, þá 26 ára gamall, dæmdur í sjö ára fangelsi í Melbourne fyrir smygl á fíkniefnum. Tæpum tveimur árum fyrr, þann 20. ágúst 2013, var hann handtekinn ásamt félaga sínum og fundust 1,2 kíló af hreinu kókaíni í tösku Siguringa en tæpt eitt kíló í tösku félaga hans. Siguringi játaði sekt sína en hann samþykkti að smygla fíkniefnunum til að gera upp fíkniefnaskuld upp á 2,2 milljónir hérlendis. Hann gaf eiðsvarna yfirlýsingu um að félagi hans hafi ekki vitað af fíkniefnunum í tösku sinni. Siguringi hafði boðið manninum í ókeypis frí til Ástralíu og lagt til ferðatösku þar sem efnin voru falin. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi þarf að lágmarki að sitja inni í fimm ár að frádregnum þeim 647 dögum sem hann hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Því má gera ráð fyrir að Siguringi losni úr haldi haustið 2018. Kom saklausum félaga sínum í gæsluvarðhald Staður: Stavanger Land: Noregur Nafn: Kaj Anton Arnarson Lengd dóms: 2 ára og 2 mánaða fangelsi n Hinn 13. júní síðastliðinn var Kaj Anton dæmdur í 28 mánaða fangelsi fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára dreng hrottalega. Árásirnar áttu sér stað um tveggja daga skeið í október á síðasta ári. Áverkar drengsins líktust helst því að hann hefði lent í bílslysi. Hann var tvíhandleggs- brotinn, með heilahristing og áverka um allan líkamann. Kaj Anton hafði nýlega endurnýjað kynni sín við móður drengsins og var gestkomandi á heimili mæðginanna í Stavanger. Móðir drengsins hafði nýverið fengið vinnu í bænum og bauðst Kaj Anton til þess að gæta drengsins heima við. Það traust misnotaði hann gróflega. Kaj Anton afplánar dóminn í sérstöku fangelsi fyrir barnaníðinga. Beitti tveggja ára gamlan dreng hrottalegu ofbeldi Staður: Valle Land: Noregur Nafn: Ámundi Reyr Jóhannsson Lengd dóms: Ellefu ára fangelsi n Hinn 4. júlí 2014 var Ámundi, 42 ára, dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir morðið á norska útvarps- manninum Helge Dahle. Voðaverkið átti sér stað í einkasamkvæmi í Valle í Noregi að morgni 26. maí 2013. Í umfjöllun norska blaðsins VG var haft eftir sjónarvotti að Ámundi hefði drukkið ótæpilega um kvöldið. Um nóttina hafi hann svo í ölæði lýst því yfir að félagi hans, sem var með honum í samkvæminu, hefði níu líf. Í kjölfarið tók hann upp hníf og gerði sig líklegan til að sanna orð sín. Helge reyndi að stöðva Ámunda, að sögn sjónarvottsins, með þeim afleiðingum að hann var stunginn þrisvar sinnum í bakið og einu sinni í kviðinn. Héraðsdómari taldi það ljóst að Helge Dahle, sem var dáður útvarpsmaður, hafi dáið hetjudauða í tilraun til að bjarga hinum óþekkta veislugesti. Ámundi var handtekinn á vettvangi glæpsins og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Honum var gert að greiða aðstandendum Helge um ellefu milljónir króna í miskabætur. Myrti norskan útvarpsmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.