Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 26.–29. ágúst 20166 Fréttir FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Landsbankinn hafnaði hærra kauptilboðinu n Seldi einbýlishús á undirverði n Kaupandinn leiddi Borgunarhópinn L andsbankinn féllst í janúar á kauptilboð í einbýlishús í Hafnarfirði sem var 2,5 millj­ ónum króna lægra en ann­ að tilboð sem bankanum barst rúmum mánuði áður. Bank­ inn seldi einbýlishúsið án þess að hafa aftur samband við tilboðsgjaf­ ann sem átti hærra boðið. Verkferl­ um um sölu íbúðarhúsnæðis í eigu fyrirtækisins var í kjölfarið breytt og tilboðsgjafinn beðinn afsökun­ ar. Húsið var selt Magnúsi Magn­ ússyni, fjárfesti og forsvarsmanni Eignarhaldsfélagsins Borgunar, og eiginkonu hans. „Þykir þetta afar leitt“ Einbýlishúsið, sem er 210 fermetr­ ar að stærð og stendur við götuna Lækjarberg í Hafnarfirði, var í eigu Hamla, dótturfélags Landsbankans sem sér um umsýslu og sölu eigna sem ríkisbankinn leysir til sín vegna fullnustu krafna. Húsið var auglýst til sölu þann 14. desember 2015 og var ásett verð 69,8 milljónir króna. Sex fasteignasölur tóku eignina til sölumeðferðar og þremur dögum síðar barst fyrsta boð upp á 64 millj­ ónir króna. Tilboðsgjafinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við DV að hann og eigin­ kona hans hefðu haft augastað á húsinu í mörg ár og áður gert tilboð í það árið 2010. Bankinn hafnaði tilboðinu og gerði gagntilboð upp á 67,5 millj­ ónir. Tilboðsgjafinn sætti sig ekki við það verð og í kjölfarið bárust bankanum lægri tilboð, sem öll voru undir 60 milljónum króna, frá öðrum áhugasömum aðilum. Þann 21. janúar síðastliðinn, rúmum mánuði eftir að bankanum barst 64 milljóna tilboðið, samþykkti hann kauptilboð Magnúsar Magnússon­ ar og Brynhildar Helgadóttur, eig­ inkonu hans. Hljóðaði það upp á 61,5 milljónir. Kaupsamningur um eignina var svo undirritaður í byrj­ un apríl. „Bankinn taldi á þessum tíma­ punkti að upphaflegt verðmat hefði verið of hátt og var því tilbú­ inn til að fallast á lægra verð. Því miður var ekki haft samband við þau sem höfðu boðið 64 milljón­ ir króna þann 17. desember 2015 til að kanna hvort þau hefðu áhuga á að endurvekja tilboð sitt. Bank­ anum þykir þetta afar leitt og hef­ ur beðið viðkomandi velvirðingar,“ segir í skriflegu svari Landsbankans við fyrirspurn DV. Verklagi breytt Hjónin sem áttu hærra boðið íhug­ uðu um tíma að fá lögfræðing til að kanna hvort Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu íslenska ríkis­ ins, væri skaðabótaskyldur vegna sölunnar. Í svari Landsbankans við fyrirspurn DV er bent á að fyrir­ tækið hafi í mars síðastliðnum sett sér nýja stefnu um sölu eigna og breytt verkferlum til samræmis við hana. Stefnubreytinguna má rekja til harðrar gagnrýni í kjölfar sölu bankans á 31,2% hlut í kortafyrir­ tækinu Borgun í nóvember 2014. Líkt og frægt er orðið seldi bankinn eignarhlutinn í lokuðu söluferli án þess að gera kröfu um hlutdeild í milljarðagreiðslu sem Borgun barst í júní síðastliðnum vegna yfirtöku Visa Inc. í Bandaríkjunum á Visa Europe. Bankaráð Landsbankans ákvað fyrir tveimur vikum að höfða mál þar sem það telur bankann hafa farið á mis við fjármuni í viðskipt­ unum. Magnús Magnússon leiddi viðræður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. við Landsbankann en félagið keypti 24,96% hlut í kortafyr­ irtækinu. Í því tilviki viðurkenndu stjórnendur bankans, og hörmuðu, einnig mistök við sölu á þeirri eign. „Af því tilefni vill Landsbankinn taka fram að við mat á tilboðum er litið til upphæðar tilboðs, greiðslu­ tilhögunar og slíkra þátta, en ekki er kannað hvaða störfum viðkom­ andi tilboðsgjafi gegnir eða hefur gegnt. Starfsmaður bankans sem sá um sölu viðkomandi fasteignar hafði engar upplýsingar um störf viðkomandi tilboðsgjafa,“ segir í skriflegu svari Landsbankans vegna fyrirspurnar DV um söluna á ein­ býlishúsinu við Lækjarberg. Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á allri eignasölu Landsbank­ ans á árunum 2010–2016 eins og DV greindi frá fyrir viku. Ákveðið var að ráðast í hana vegna beiðna frá einstaka þingmönnum, Lands­ bankanum og Bankasýslu ríkis­ ins um að hún tæki eignasöluna til skoðunar í kjölfar Borgunarmáls­ ins. Niðurstaðan verður send Al­ þingi í nóvember. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Landsbankinn Ríkisbankinn seldi einbýlishús í Hafnarfirði á 61,5 milljónir króna þrátt fyrir að hann hafi rúmum mánuði áður hafnað tilboði upp á 64 milljónir. Mynd SiGtryGGur Ari Bankastjórinn Steinþór Pálsson sagðist í frétt DV fyrir viku ekki eiga von á öðru en að niðurstaða Ríkisendurskoðunar á eignasölu bankans yrði sú að alltaf hafi verið farið eftir reglum og verkferlum bankans. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu í mars síðastliðnum að reglum og verkferlum hefði verið breytt vegna Borgunarmálsins. Mynd LAndSBAnkinn „Bankanum þykir þetta afar leitt og hefur beðið við- komandi velvirðingar. Aðeins tveir skilað uppgjöri Hafa mánuð til að skila fjárhagslegu uppgjöri A ðeins hafa tveir frambjóð­ endur af þeim níu sem buðu sig fram til forseta í sumar skilað fjárhagslegu uppgjöri um kosningabaráttu sína til Ríkis­ endurskoðunar. Þetta eru þær Guð­ rún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Frambjóðendum í kjöri til emb­ ættis forseta Íslands ber að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttu til Ríkisend­ urskoðunar. Séu heildartekjur eða heildarkostnaður yfir 400 þúsund króna ber frambjóðanda að skila uppgjöri. Samkvæmt reglum Rík­ isendurskoðunar skulu frambjóð­ endur skila fjárhagslegu uppgjöri kosningabaráttu sinnar eigi síðar en þremur mánuðum frá því að forseta­ kjör fór fram. Hinir sjö frambjóðend­ urnir, þar á meðal Guðni Th. Jóhann­ esson, forseti Íslands, hafa því um mánuð til stefnu. Þegar uppgjörin hafa verið yf­ irfarin og staðfest af Ríkisendur­ skoðun, verða þau birt á vef stofn­ unarinnar. Í forsetakosningunum 2012 var forsetaframboð Þóru Arn­ órsdóttur það dýrasta, en kostnaður við það nam rúmum 15,6 milljónum króna en tekjur framboðsins námu rúmum 16 milljónum. n mikael@dv.is Eftir að skila Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á ásamt sex öðrum meðfram- bjóðendum sínum til embættis forseta, eftir að skila uppgjöri vegna kosningabaráttu sinnar. Þau hafa mánuð enn til stefnu. Mynd SiGtryGGur Ari Bændur eru æfir Landssamband sauðfjárbænda telur lækkun Sláturfélags Vopn­ firðinga og Norðlenska á afurða­ verði til bænda glórulausa. Norð­ lenska tilkynnti á miðvikudag að það hyggðist greiða bændum 10 prósent minna en áður fyrir lömb en 38 prósent minna fyrir full­ orðið fé. Sláturfélag Vopnfirðinga hefur fylgt í fótspor Norðlenska og boð­ að 12 prósenta lækkun. Lands­ samtök sauðfjárbænda harma ákvörðun Sláturfélags Vopn­ firðinga og „telja hana álíka glóru­ lausa og þá sem Norðlenska kynnti í gær[miðvikudag].“ Þau óttast áhrifin sem lækkunin muni hafa á sveitir landsins. „Harkaleg 12% lækkun á lambakjöti sætir furðu á meðan innanlandssala eykst, vext­ ir fara lækkandi, efnahagshorfur eru góðar og heimsmarkaðsverð á lambakjöti er á uppleið,“ segir á sauðfé.is, heimasíðu sambandsins Sambandið, rétt eins og Slátur­ félag Vopnfirðinga, óttast að versl­ unin muni taka til sín lækkunina. Sláturfélag Vopnfirðinga segir í rökstuðningi sínum að útflutning­ ur á hliðarafurðum hafi gengið illa og birgðir safnast upp, rétt eins og Norðlenska. Nafn hins látna Maður inn sem lést í umferðar­ slysi við höfnina á Hvammstanga á miðvikudag hét Vilém Ca­ hel. Hann var tékkneskur en bjó ásamt eftirlifandi sambýliskonu sinni á Hvammstanga. Vilém var á sextugsaldri og hafði búið á Íslandi í talsverðan tíma, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi. Minningarstund var haldin í Hvammstangakirkju á fimmtu­ dagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.