Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 26.–29. ágúst 201614 Umræða Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Grænland ár og síð Þ essar línur eru skrifaðar á Grænlandi, eða öllu heldur á siglingu á fjörðum Vest- ur-Grænlands. Í gær var það fjörðurinn kenndur við Eirík þann rauða sem valdi sér bústað þar í Brattahlíð eftir að hafa rannsakað staðhætti í þrjú ár, svo að ætla má að hann hafi talið þenn- an stað bestan af öllum í því landi til að velja sér heimili. Eiríkur þurfti að yfirgefa Ísland eins og menn vita þegar hann var útlægur ger árið 982 og bannað að snúa aftur næstu þrjú árin, og kannski var honum vandi á höndum vegna þess að hann hafði ekki verið velkominn í Noregi held- ur, en þangað héldu helst útlægir menn frá Íslandi ef marka má okkar gömlu bækur. Það má kallast anski kjarkað af Eiríki og hans fólki að hafa haldið til sjós í vesturátt í von um að finna þar byggilegt land, og það þótt Gunnbjörn nokkur hafi áður séð það úr fjarska og kallað því lítilmótlega nafni Gunnbjarnarsker. Eiríkur og hans fólk hefur fyrst kom- ið að landi á austurströndinni og varla fundist sérlega aðlaðandi eða búsældarlegt, með sínum hrikalegu jökultindum og berangurslegu fjöll- um; náttúrufegurð reyndar stór- brotin að mati okkar nútímamanna eins og ég fékk að kynnast í yfir- standandi ferð á frönsku skipi sem er aðallega mannað Ameríkönum, en undirlendi næstum ekkert nema grjótræmur í fjörum. Eiríkur hef- ur þurft að sigla fyrir Hvarf eða þá gegnum sund sem nú er kennt við Danaprins sem eitt sinn var: Prins Kristjánssund, en hvora leiðina sem hann hefur valið þá er það án nokkurs vafa stórum háskasam- legt ókunnugum. En þarna vestur- frá tekur annað og betra við; menn hafa ætíð síðan talið það auglýs- ingabrellu af hálfu Eiríks að kalla landið eftir þeim lit sem hann valdi, en hinu er samt ekki að neita að hér er víða grænt um að litast og svo langt sem augað eygir, líka fjallshlíðarnar. Undirlendi reynd- ar heldur lítið, eins og sést á því að hann valdi sér bústað þar sem eðli- legast var að kenna við bratta hlíð. Kennileitið fræga Þar sem menn telja nú vera staðinn sem Eiríkur byggði eru rústir bæði af húsum og kirkju og allt talið vera rúmlega þúsund ára gamalt, svo að vel getur þetta stemmt. En rúst- ir af húsum hinna norrænu manna í Grænlandi, í sveitum og á strönd- um þar sem þeir bjuggu í næstum fimmhundruð ár, þær eru úti um allt; ekki langt frá Brattahlíð Eiríks er bærinn Garðar þar sem Græn- landsbiskupar sátu á þeirri tíð, og þar hafa verið grafnar upp rúst- ir af fjósi sem gat hýst 160 kýr, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma. Á þessum slóðum er einnig fræg- asta kennileitið eftir norrænu mið- aldamennina, steinkirkjan í Hvals- eyjarfirði, en útveggir hennar standa að mestu enn. Þetta hefur verið afar falleg kirkja, hvítkölkuð að utan og kalkið sótt í skeljar sem nóg er af þar í fjörum. Kalkið er núna horf- ið rétt eins og fólkið sem sótti mess- ur í kirkjunni, en þegar norrænu mennirnir voru horfnir og grunlaus- ir inúítar komu á staðinn þá hefur þeim án efa þótt mikið til þessarar stóru og hvítu yfirgefnu byggingar koma, enda heitir svæðið allt á þeirra tungu eitthvað í átt við Hvíta húsið. Allt þetta sem ég hef getið um er í hinni fornu svokölluðu Eystribyggð, sem var mun betur fallin til land- búnaðar og annars þesskonar hefð- bundins lífs eins og menn höfðu kynnst því í gömlum heimahögum Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Ég gekk áðan um þetta gamla þorp og hugsaði með mér að hér mætti láta ger- ast mikla spennu- eða draugasögu, helst kvik- mynd, leikmyndin bíður í það minnsta. Ivittuut „Þarna mun hafa verið ærið einangrað og óvistlegt á vetrum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.