Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 26.–29. ágúst 201610 Fréttir Fæst í öllum helstu apótekum. Þurr augu? Augnheilbrigði Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Nýtt Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við nátt- úrulegu efnin trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar, og hýalúronsýru, sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. án rotvarnarefna Níu ísleNdiNgar í haldi í erleNdum faNgelsum n Flestir í haldi vegna smygls á fíkniefnum n Íslenskir fangar sitja inni í Banda- ríkjunum, Brasilíu, Ástralíu, Þýskalandi, Spáni og Noregi A lls eru níu Íslendingar í varðhaldi eða að afplána fangelsisdóma erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu eru átta einstaklingar í haldi yfir- valda í fimm löndum, þrír afplána dóm í Brasilíu, tveir í Noregi og einn Íslendingur er í haldi í Ástralíu, Þýskalandi og Spáni. Þá greinir DV frá því í dag að íslensk stúlka Sandra Sigrún Fenton, sem einnig er banda- rískur ríkisborgari, var dæmd í 37 ára fangelsi árið 2013 fyrir tvö bankarán í tveimur mismunandi ríkjum Banda- ríkjanna. Áhrifamikið viðtal sem blaðamaðurinn Auður Ösp Guð- mundsdóttir tók við móður Söndru Sigrúnar má lesa á blaðsíðum 18–24 í blaðinu. Engar formlegar tilkynningar Utanríkisráðuneytinu var ekki kunn- ugt um dóm Söndru Sigrúnar og því má leiða að því líkum að fleiri ís- lenskir ríkisborgarar geti verið í haldi erlendra yfirvalda án þess að vit- neskja um það hafi borist til stjórn- valda hér. Íslenskum stjórnvöldum berast ekki formlegar tilkynningar þegar landsmenn eru handtekn- ir erlendis heldur gera aðstand- endur þeirra utanríkisþjónustunni viðvart. Helsta hlutverk utanríkis- þjónustunnar í þessum málum er að hafa eftirlit með því að almennra mannréttinda sé gætt gagnvart ís- lenskum ríkisborgurum í haldi er- lendra ríkja. Þá sitja átta Íslendingar í fang- elsi hérlendis vegna dóma sem þeir hlutu utan landsteinanna. Allir dóm- arnir eru frá Norðurlöndunum en Fangelsismálastofnun vildi ekki gefa frekari upplýsingar um í hvaða lönd- um dómarnir féllu út af persónu- verndarsjónarmiðum. Ekki vitað um tvo DV hefur ekki upplýsingar um hverj- ir tveir af þessum níu föngum eru, sem ekki er fjallað um sérstaklega hér. Fyrir liggur að þessir einstak- lingar sitja í fangelsi í Þýskalandi og á Spáni. Eins og DV greindi frá í október síðastliðnum var 58 ára Ís- lendingur handtekinn fyrir meinta aðild að rekstri stærstu marijúana- verksmiðju Evrópu. Engar upplýs- ingar hafa borist um dóm yfir mann- inum og því er mögulegt að hann sé sá sem er í haldi yfirvalda á Spáni. Það hefur DV ekki fengið staðfest. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sandra Sigrún í 37 ára fangelsi Staður: Virginía Land: Bandaríkin Nafn: Sandra Sigrún Fenton Lengd dóms: 37 ára fangelsi n Sandra Sigrún fékk þyngsta dóm sem Íslendingur hefur hlotið þegar hún var dæmd árið 2014 fyrir tvö bankarán vestan hafs. Ránin áttu sér stað sama dag, 13.ágúst 2013, hið fyrra í borginni Norfolk í Virginíu-ríki og hið síðara í borginni Chesapeake. Sandra Sigrún sá um að ræna útibúin á meðan eiturlyfjasalinn hennar beið úti í bíl. Lesendum er bent á áhrifamikið viðtal við móður Söndru Sigrúnar á öðrum stað í blaðinu. Staður: Fortaleza Land: Brasilía Nafn: Hlynur Kristinn Rúnarsson og Birgitta Gyða Bjarnadóttir Lengd dóms: 5 ár og 20 dagar n Þann 16. júní 2016 voru Hlynur Kristinn og Birgitta Gyða dæmd í rúmlega 5 ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Þau voru gripin með fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum á móteli í brasilísku borginni Fortaleza. Um hreina tilviljun var að ræða því þerna á mótelinu fann lítinn hluta af efninu í snyrtitösku parsins. Kókaínið var falið í þremur ferðatösk- um með fölskum botni. Þau fengu lægstu mögulegu refsingu þar sem um fyrsta brot þeirra í Brasilíu var að ræða. Með góðri hegðun má gera ráð fyrir að þau þurfi að afplána 2–2½ árs dóm en síðan mega þau ekki yfirgefa landið fyrr en dómurinn hefur runnið sitt skeið að fullu. „Þessi stelpa er harðari en allt og er ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt sem á undan er gengið,“ sagði Esther Ósk Estherardóttir, móðir Birgittu, í vor en DV birti myndskeið sem sýndi skelfilegar aðstæður í fangelsinu. Hlynur Kristinn Rúnarsson tjáði sig einnig við DV og greindi frá því að hann hefði ekki fengið borgað fyrir ferðina og hótaði að nafngreina skipuleggjendur smyglsins. Gaf hann þeim vikutíma til að hafa samband við aðstandendur hans. Hlynur sagði um vistina í fangelsinu: „Hér eru ekki mannréttindi. Verðirnir nota táragas, piparúða og barefli hiklaust á fanga sér til skemmtunar.“ Gripin með fjögur kíló af kókaíni í ferðatöskum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.