Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 26.–29. ágúst 201638 Fólk
K
aren er lærður búninga-
hönnuður og hefur starf-
að sem slíkur við hin ýmsu
verk efni og í leikhúsum víða.
Helga Ósk lauk nýlega námi
sem skóhönnuður og starfar nú sem
einn stofnenda „Serious business“,
fyrirtæki sem sérhæfir sig í mörkun
(branding) og hefur höfuðstöðvar í
München.
„Við kynntumst þegar við vor-
um búsettar í London og bjuggum
þar um nokkurra ára skeið. Við erum
báðar alltaf á ferð og flugi þótt hjart-
að sé alltaf á Íslandi. Samstarf okk-
ar hófst úti í London árið 2013 þar
sem við hönnuðum ásamt fleirum
nýtt konsept sem við kölluðum Paper
People, það verkefni er enn í vinnslu
og væntanlegt frá okkur fyrr en varir.“
Byrjuðu á Lunga
Það er augljóst að stelpurnar eru mjög
framkvæmdaglaðar og hrinda auð-
veldlega hugmyndum sínum í fram-
kvæmd.
„Karen er
heilinn á bak
við Skrímslaverk-
smiðjuna, en hún leit
fyrst dagsins ljós á lista-
hátíðinni Lunga á Seyðisfirði 2014 og
var þá ætluð fullorðnum. Hún fékk
mig til liðs við sig í sumar og þá var
boðið upp á Skrímslaverksmiðju fyr-
ir 8–10 ára krakka sem kunni mik-
illi lukku að stýra, bæði fyrir okkur,
þátttakendur og foreldra þeirra,“ seg-
ir Helga Ósk, hugfangin og hrærð yfir
gríðarlega skemmtilegu og vel heppn-
uðu verkefni sumarsins.
Ástríða, gleði og glaumur
Skrímslaverksmiðjan hljómar
sannar lega spennandi, en hvað felst í
þessu fyrirbæri og hvaða hugmynda-
fræði er að baki?
„Hugmyndafræðin var auðvitað
bara að umbreyta börnum í skrímsli
– nei, djók. Okkur langaði bara að
gefa börnum tækifæri til að líta upp
frá skjánum og nota hendurnar. Fá
frelsi til að skapa, sulla, upplifa eitt-
hvað nýtt og uppgötva hversu auð-
velt er að skapa þrívíð form úr nánast
engu. Enn fremur felst svo mikil upp-
lifun í að klæðast búning sem skap-
aður er úr eigin hugarheimi! Í þetta
samtvinnuðust mörg góð gildi, til að
mynda mikilvægi góðrar samvinnu.“
Helga og Karen lögðu áherslu á
lýðræðiskennslu í Skrímslaverksmiðj-
unni og nefna dæmi um að þátttak-
endur sköpuðu sameiginlega plánetu
undir skrímslin sín. Krafðist þetta
bæði samvinnu og umburðarlyndis.
Úr varð nýr og stórkostlegur heimur í
hverri viku.
„Á hverju námskeiði bjuggum
við til plánetu frá grunni þar sem
skrímslin áttu að búa. Við notuðumst
við lýðræðislegar kosningar um það
hvað átti að vera á plánetunni og þar
fengum við smjörþefinn af því hvað
krakkar eru frumlegir og með fjörugt
ímyndunarafl, enda urðu pláneturnar
ansi skrautlegar. Draumar á borð við
rignandi nammi, hoppukastalahús og
fljúgandi einhyrninga sem prumpa
regnboga fengu að verða að veruleika.
Skrímslaverksmiðjunni fylgdi mikil
gleði og glaumur svo ekki sé minnst
á ástríðu. Eðlilegt var að upp kæmi
ágreiningur um lokaútkomu skrímsl-
anna og beittum við skemmtilegum
tólum og tækjum til þess að koma á
sáttum, öllum til gagns og gleði.“
Áhugi meðal fullorðinna
Eins og áður segir voru námskeiðin
upphaflega ætluð fullorðnum og eft-
ir sumarið hafa þær stöllur feng-
ið margar fyrirspurnir frá foreldrum
um að koma á fót aftur skrímslaverk-
smiðju fyrir fullorðna.
„Við sjáum mikla og skemmtilega
möguleika með áframhald Skrímsla-
verksmiðjunnar. Stefnan er að leyfa
bara „Skrímsló” að þróast áfram og
standa til boða fyrir áhugasama, unga
sem aldna, sem eins konar hópefli
fyrir vinahópa, vinnuhópa, bekki,
saumaklúbba, gæsa- og steggjapartí
eða börn og foreldra saman. Við erum
bara opnar fyrir öllu sem fólki dettur
í hug.“
Að lokum benda vinkonurnar á
að best sé að nálgast þær í gegnum
Facebook-síðuna Skrímslaverksmiðj-
an eða á netfangið skrimslaverk-
smidjan@gmail.com, en þar taka þær
við fyrirspurnum og hugmyndum að
frekari útfærslum á þessu skapandi og
skemmtilega verkefni. n
ljúffengur morgunmatur
alla daga
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin
Fljúgandi
einhyrningar
og nammirigning
Vinkonurnar og hönnuðirnir Helga Ósk Hlynsdóttir
og Karen Briem kynntust í London og hafa síðan
brallað saman ýmislegt. Nýjasta verkefni þeirra er
hið svokallaða skrímslaverkstæði þar sem börn fá
tækifæri til þess að hanna sinn eigin skrímslabúning.
Verkefnið vakti mikla lukku og hyggjast þær nú færa
út kvíarnar og bjóða upp á sambærilegt fyrir fullorðna.
Skapandi vinkonur Karen
og Helga Ósk kynntust fyrst í
London. Mynd Sigtryggur Ari
Skrímslabörn Fjölbreytnin
er mikil eins og sjá má á þess-
um skemmtilegu búningum.
Miklir
möguleikar
Vinkonurnar eru rétt að byrja og munu
eflaust aðstoða enn fleiri við að breyta sér í
skrímsli. Mynd Sigtryggur Ari
Út fyrir
kassann
Kristín tómasdóttir
skrifar