Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 26.–29. ágúst 2016 Umræða 15
á Íslandi eða í Noregi, en talið er að
yfirgnæfandi meirihluti norrænu
Grænlendinganna hafi búið þar. Á
þessum slóðum eru nú kaupstað-
ir eins og Qaqotoq og Narsarsuaq.
Norðar, en einnig örlítið vestar, var
hin forna Vestribyggð, þar sem nú
er höfuðstaðurinn Nuuk, en þar á
milli var sú byggð sem minnst er
þekkt og var kölluð Miðbyggð, og
þangað hef ég sjálfur áður komið,
þótt langt sé síðan. En ég var semsé
átján ára gamall háseti á íslenska
fraktskipinu Eldvík, hátíðarsumar-
ið 1974, og við sigldum í Miðbyggð-
ina.
Eldvík var gerð út af dugnað-
arfólki sem átti Skipafélagið Vík-
ur, sem nú er ekki lengur til, og
kosturinn við að vera á skipi hjá
litlu kompaníi var sá að hjá þeim
voru ekki fastar rútur, eins og hjá
stærri félögum þar sem oftast er
fylgt nokkurskonar strætókerfi:
hvert skip siglir alltaf á sama stað-
inn eða sömu staðina og svo sömu
leið heim. Þess í stað var á Eldvík-
inni bara farið þaðan sem tilfallandi
farmur beið og þangað sem hann
átti að fara; oft vissum við í áhöfn-
inni ekki hvert yrði siglt næst þegar
við héldum úr einni höfn, og við
fengum semsagt að vita í einhverri
Evrópuhöfninni þetta sumar að
næst lægi leiðin til Ivittuut á Græn-
landi að sækja eitthvert efni sem
kallaðist kríolít og þyrfti að komast
til Kaupmannahafnar. Seinna átt-
um við auðvitað eftir að fræðast um
það að kríolít væri unnið á vissum
stöðum úr grænlensku bergi og væri
mikilvægt og verðmætt fyrir ýmis-
konar iðnað, meðal annars alúm-
iníumframleiðslu; ameríkanar tóku
yfir þessar námur á stríðsárunum
seinni þegar sem mest lá á að búa
til ál fyrir B-25 sprengjuflugvélarnar.
„Þessi fékk það borgað“
Hvað um það, við héldum af stað
yfir mestallt Atlantshafið, þegar við
vorum á vesturleið svona 200 sjó-
mílur fyrir sunnan Ísland náðum
við í gegnum skruðninga að heyra
fréttatímana í Útvarp Reykjavík þar
sem sagt var frá hátíðarhöldum í
veðurblíðu til að fagna 1100 ára af-
mæli byggðar í landinu, og af því
við í áhöfninni þóttumst vera töffar-
ar og harðir naglar sögðum við hver
við annan einhvernveginn á þessa
leið: „djöfull er ég feginn að þurfa
ekki að vera með í þessu rugli!“ þótt
okkur alla langaði ekkert meir en
að vera á Þingvöllum með öllum
hinum. En svo vorum við komn-
ir of vestarlega til að vera í kallfæri
við Rúv gamla og brátt var siglt fyrir
suðurodda Grænlands, Hvarf, og svo
norður með vesturströndinni; þar
voru þokur stórar eins og oft verða á
þeim slóðum og eitthvað tignarlegt
við þetta allt saman, við hásetarn-
ir stóðum vaktir frammi á hvalbak
væddir labbrabbi til að geta fylgst
með ísjökum á reki og gefið viðvar-
anir til skipstjórnenda lengst aftur
í brú, handan lestarlúganna. Loks
var siglt inn í djúpan fjörð, sjálfan
Ivittuutfjörðinn, og það er löng leið
og hlykkjótt, og þar létti þokunni og
sólin skein í miklum stillum eins og
verða í skjólgóðum fjörðum; gerð-
ist heitt og mollulegt, og það ekki
minnst eftir að komið var á leiðar-
enda við flókinn lendingarstað við
endann á mjórri trébryggju með
miklum færiböndum í stálkrönum
fyrir ofan; skipið var bundið í fjórar
áttir í baujur og mikið mál að toga í
landfestar í mollunni.
Urðu menn sveittir og hentu af
sér fötum, berir að ofan var geng-
ið frá öllu, en við sáum að menn í
landi voru með hneppt fram á úln-
lið og þar á ofan hanska og flugnanet
yfir hausnum. Og þeir fræddu okkur
á því að flugurnar sem sveimuðu í
kringum okkur væru moskító, okk-
ur til nokkurrar undrunar, því að við
Íslendingarnir höfðum einhvern-
veginn tengt svo exótísk kvikindi við
heitari staði en Grænlandið kalda.
Þetta er eftirminnilegt vegna þess
að morguninn eftir vöknuðum við
flestir með bitför og nabba, nema
einn úr áhöfninni sem var með of-
næmi fyrir þessu flugnabiti; hann
var skarpleitur og kinnfiskasoginn
að upplagi en kom nú til morgun-
verðar áþekkur japönskum súmó-
glímumanni, augun bara örmjó strik
í útblásnu andlitinu. Honum leið illa
eins og skiljanlegt er og ekki bætti
úr skák að við hinir gátum ekki litið
í átt til hans þennan dag án þess að
springa, kaffibogi og fruss stóðu út
úr mönnum og menn blánuðu af
hlátri, þótt allir reyndu að harka af
sér af tillitssemi við skipsfélagann.
Og ekki er síður eftirminnilegt að
þegar við komum aftur á sama stað
seinna um sumarið var sami mað-
ur búinn að birgja sig upp í millitíð-
inni af allskyns varnarmekanisma
móti flugnaplágunni, smyrslum og
netum, nema nú brá svo við að allt
moskitó var horfið og veður orðið
suddalegt; okkar maður var samt
smurður og dekkaður flugnaneti og
með spaða og barefli, og þegar loks
slæddist ein húsfluga inn í messann
þá kramdi hann hana við vegginn
með svo þungu höggi að skipið
nötraði, og tautaði svo með sjálfum
sér: „Þessi fékk það borgað.“
Leikmyndin bíður
Við kynntumst aðeins köllunum í
Iviittut, starfsmönnum námunnar,
og það voru mest Danir og nokkrir
Færeyingar. Þarna mun hafa verið
ærið einangrað og óvistlegt á vetr-
um, en menn réðu sig að minnsta
kosti til eins árs dvalar, eða hvort
þau voru tvö – sumir höfðu lent í
fjárhagskröggum og því ráðið sig í
þessa einangrun, og ef þeir héldu
út ráðningartímann fengu þeir
mikinn skattabónus, og þarna var
engu hægt að eyða. Við heyrðum
um mikinn einmanaleika og sára
heimþrá; margir voru fjölskyldu-
menn. En ósköp ljúfir náungar og
gaman að kynnast þeim.
Nú er kríólítið uppurið og allri
starfsemi hætt – gríðarstór náman
full af vatni. Ég gekk áðan um þetta
gamla þorp og hugsaði með mér að
hér mætti láta gerast mikla spennu-
eða draugasögu, helst kvikmynd,
leikmyndin bíður í það minnsta.
Það vantar bara handritshöfund og
leikstjóra – maður kannski hugsar
málið. n
„Sumir höfðu lent í
fjárhagskröggum
og því ráðið sig í þessa
einangrun, og ef þeir
héldu út ráðningartímann
fengu þeir mikinn skatta-
bónus, og þarna var engu
hægt að eyða.
Höfundur við Hvalseyjarkirkju „Þetta hefur verið afar falleg kirkja, hvítkölkuð að utan
og kalkið sótt í skeljar sem nóg er af þar í fjörum.“
Guðrúnartúni 4,
105 reykjavík
Sími: 533 3999
www.betraGrip.iS
Opið
virka
daga frá
kl. 8–17
gæða
SmurþjónuSta