Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Page 2
Helgarblað 7.–10. október 20162 Fréttir Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn Í búar í flestum landshlutum hafa ekki farið varhluta af roki og rign- ingu sem einkennt hefur veðrið í vikunni. Víðáttumikil hæð yfir Skandinavíu hefur valdið því að lægðir á Norður-Atlantshafi komast ekki til Evrópu heldur fara í stríðum straumum beina til Íslands. Þetta kom fram í pistli á vef Veðurstofu Íslands á fimmtudag. Hinn hái þrýstingur í hæðinni og þrýstimunur milli hæðarinnar og lægðanna er talsverður sem kemur fram sem mikill vindstyrkur. Að sögn veðurfræðings náði slæma veðrið hámarki á miðviku- dag þó allhvasst og talsverð rign- ing hafi verið víða um landið í gær, fimmtudag. Í dag, föstudag, verð- ur allhvöss eða hvöss suðaustan- átt sunnanlands og dálítil væta með. Veðrið verður öllu skaplegra norðan lands þar sem má búast við hægum vindi og sól. Um og upp úr helgi verða suðlægar áttir áfram ríkj- andi með vætu sunnan- og vestan- lands, án þess þó að neinn ofsi verði í veðrinu. n Lægðirnar að baki í bili Skaplegt veður um helgina M agnús Guðmundsson, Sig- urður Einarsson og Ólafur Ólafsson sem hlutu þunga dóma í Al-Thani-málinu eru lausir af Vernd. Af- plána þeir eftirstöðvar dóma sinna undir rafrænu eftirliti og er gert að vera með ökklaband. Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson hófu afplánun í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg snemma í fyrra. Í Al-Thani-málinu hlutu Ólafur og Magnús fjögurra og hálfs árs dóm, Sigurður fjögurra ára dóm og Hreiðar Már fimm og hálfs árs dóm. Í febrúar 2015 greindi DV frá því að Ólafur Ólafs- son væri kominn á Kvíabryggju og var hann sá fyrsti af fjór- menningunum til að hefja af- plánun. Smám saman tíndust hinir þrír inn í Grundarfjörð og komu sér fyrir á Kvía- bryggju. Af stað fór um- ræða þar sem hópur fólks sagði Kvía- bryggju of góð- an stað fyrir þá félaga og köll- uðu það lúxus- hótel. Á Kvía- bryggju mega fangar ganga með síma. Þegar ekki er vinna í boði er þeim frjálst að fara í langa göngu- túra frá fangelsinu, þá er golfvöllur á svæðinu og ýmis önnur leiktæki til að stytta þeim stundir. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, gagnrýndi þær umræður og sagði: „Þegar fólk talar um Kvíabryggju sem lúxushótel getur aðeins tvennt komið til greina, það hefur ekki stigið fæti á lúxushótel um ævina eða aldrei farið á Kvía- bryggju. Ætti ekki mark- mið fang- elsisvistar að vera betrun? Oft og tíðum má greina háværar raddir í þjóðfélaginu sem virðast ekki sammála því. Mál- flutningur þess hóps einkennist af mikilli heift og oft er ekki annað að sjá en að einlægur vilji sé fyrir því að fangar þjáist, eða að minnsta kosti hafi það sem verst.“ Umdeild lagabreyting Á meðan Kaupþingsmennirnir af- plánuðu á Kvíabryggju var laga- breyting um fullnustu refs- inga samþykkt á Alþingi. Þann 7. apríl greindi DV frá því að fjórmenn- ingarnir væru lausir úr haldi og hefðu haf- ið afplánun á Vernd. Engin algild formúla er til um hvenær fangar fá að hefja afplánun á Vernd. Stundin hélt fram að lagabreyting allsherjar nefndar, sem varð að lögum þann 23. mars og fól í sér að heimild fyr- ir rafrænu eftir- liti var rýmkuð, væri sérsniðin fyrir Kaup- þingstoppa. „Mér fannst þessi laga- breyting ekki tíma- bær í ljósi stöðunnar varð- andi þessa til- teknu fanga. Þetta virtist vera smíð- að utan um þá,“ var haft eftir Bjarkey Olsen Gunnars- dóttur, nefndar- manni í allsherjarnefnd og þingmanni VG, og varð uppi fótur og fit á samfélags- miðlum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem samþykkti til- löguna bar það allt til baka og sagði misskilnings gæta í umfjöllun um lagabreytinguna. „Alveg eins og þingmenn geta ekki hagað lögum þannig að tilteknir fangar sleppi fyrr út þá geta þeir held- ur ekki hagað lögum eftir vinsældum tiltekinna fanga.“ Vildu ökklabandið strax Ólafur, Sigurður og Magnús losnuðu af Kvíabryggju þann 7. apríl en Hreið- ar Már þann 2. maí. Allir komu þeir sér fyrir á Vernd. Vernd er eins og áður segir opið úrræði þar sem fangar þurfa að vera í vinnu eða stunda sam- félagsþjónustu. Mega fangar fara út á morgnana en þurfa að skila sér heim klukkan sex að kvöldi og fá að fara aftur út klukkan sjö og eiga að skila sér heim, ekki seinna en klukkan ellefu. Þurfa fangar að greiða 70 þúsund á mánuði í leigu. DV hefur heimildir fyrir því að Kaupþingsmenn hafi verið ósáttir við að fá ekki að afplána strax rafrænt líkt og ný lög kváðu á um. Voru svörin á þá leið að þeir hefðu skrifað undir Verndarpapp- íra hálfum mánuði áður en lög tóku gildi. Þeir héldu því hins vegar fram að þeir hefðu gert það hálfum mánuði eftir að lög voru sam- þykkt og ættu því rétt á að klára sinn dóm undir rafrænu eftirliti. Sleppt fyrir helgi Nú fyrir helgi, þann 30. september, var Kaupþingsmönnum sleppt af Vernd og mega þeir nú dvelja á heim- ili sínu með ökklaband. Samkvæmt heimildum DV hafa Kaupþingsmenn verið vel liðnir á Vernd. Sagði heim- ildarmaður DV að Sigurðar Einars- sonar yrði sérstaklega saknað. Hann hefði verið duglegur að halda húsinu hreinu og skipað mönnum til verka til að halda öllu í röð og reglu. Í um- fjöllun DV um Sigurð Inga Þórðar- son, eða Sigga hakkara, kom fram að rúmlega 150 fangar hafa lokið fang- elsisvist með rafrænu eftirliti. Fer það þannig fram að á heimili viðkom- andi er komið fyrir svoköll- uðu heimatæki, sem minnir á gamalt myndbandstæki. Þá er ökklabandið sett upp og „talar“ það við heima- stöðina og lætur vita ef fanginn skilar sér ekki heim á réttum tíma. Ekki er um GPS- tæki að ræða og veit Fangelsis- málastofnun ekki hvar menn haf- ast við á daginn. Fangar í rafrænu eftirliti stunda sína vinnu, geta farið í sund eða æft aðr- ar íþróttir. Stefna yfir- valda með þessu er að reyna að að- laga menn að sam- félaginu smám saman. Í lög- um segir að fangar megi vera að hámarki eitt ár með ökkla- band. Kaupþings- menn ættu því að geta losað sig við ökklabandið næsta haust. n farnir heim n Magnús, Sigurður og Ólafur komnir með ökklaband n Sigurðar verður saknað Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Ólafur Ólafsson Hegningarhúsið janúar 2015 Kvíabryggja febrúar 2015 Vernd 7. apríl 2016 Ökklaband 29. eða 30. sept. 2016 Sigurður einarsson Hegningarhúsið 29. mars 2015 Kvíabryggja byrjun apríl 2015 Vernd 7. apríl 2016 Ökklaband 29. eða 30. sept. 2016 magnús Guðmundsson Vernd 7. apríl 2016 Ökklaband 29 eða 30. sept. 2016.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.