Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Síða 4
Helgarblað 7.–10. október 20164 Fréttir
Höfði verður
friðarsetur
Í dag, föstudag, verður HÖFÐI
Friðarsetur Reykjavíkurborgar
og Háskóla Íslands opnað við
hátíðlega athöfn í Höfða. Dag-
ur B. Eggertsson borgarstjóri
og Jón Atli Benediktsson,
rektor Háskóla Íslands, munu
undirrita stofnsamninginn.
Í tilkynningu frá Reykja-
víkurborg kemur fram að
HÖFÐI friðarsetur dragi nafn
sitt af Höfða en setrið starfar
innan Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands. Er því ætlað
að verða vettvangur fyrir þver-
faglegt og alþjóðlegt samstarf
með áherslu á hlutverk borga,
smáríkja og almennra borgara
í að stuðla að friði.
Forsvarsmenn Thorsil munu
ljúka söfnun á þrettán milljarða
króna hlutafé síðar í þessum mánuði
með samningum við fjóra lífeyris-
sjóði, bandarískan fjárfesti og inn-
lenda fag- og einkafjárfesta. Sam-
kvæmt heimildum DV er verið að
ganga frá samningum við lífeyris-
sjóðina sem eiga að tryggja tæpa
fjóra milljarða króna og þá ætlar
bandaríski fjárfestirinn að leggja um
40 milljónir dala, jafnvirði 4,5 millj-
arða, til verkefnisins.
Eigendur Thorsil og aðrir íslensk-
ir fjárfestar hafa skuldbundið sig fyrir
því hlutafé sem upp á vantar og búið
er að ganga frá lánasamningum við
Arion banka, Íslandsbanka og einn
erlendan banka. Kísilmálmverk-
smiðja Thorsil, sem byggja á í Helgu-
vík fyrir alls 31 milljarð króna, verði
þá fullfjármögnuð.
Stórir sjóðir
Sjóðirnir sem um ræðir eru Lífeyris-
sjóður verslunarmanna, LSR, Al-
menni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi líf-
eyrissjóðurinn. Væntanlegir eigendur
að verksmiðjunni munu leggja til
samtals um 116 milljónir dala í hluta-
fé, jafnvirði 13,2 milljarða króna mið-
að við núverandi gengi, en heildar-
fjárfesting verksmiðjunnar nemur
hins vegar 275 milljónum dala. Verð-
bréfafyrirtækið Arctica Finance hefur
verið ráðgjafi Thorsil við fjármögnun
á verkefninu.
Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóð-
irnir reiði fram um 25 til 30 prósent
hlutafjárins eða aðeins undir fjór-
um milljörðum króna. DV hefur
ekki fengið upplýsingar um hvern-
ig þeirri upphæð verður skipt nið-
ur á sjóðina fjóra en í frétt Fréttatím-
ans í ágúst síðastliðnum var fullyrt
að Almenni lífeyrissjóðurinn hefði
ákveðið að setja þrjár milljónir dala,
um 343 milljónir króna, í verkefnið
sem þýðir að hlutur sjóðsins verð-
ur um 2,6%. Kom þar einnig fram að
Sameinaði lífeyris sjóðurinn og Stafir
lífeyrissjóður, sem hafa nú verið sam-
einaðir undir nafninu Birta, og Stapi
lífeyrissjóður ætli ekki að vera með.
Lá þá ekki fyrir ákvörðun Gildis líf-
eyrissjóðs, þriðja stærsta lífeyrissjóðs
landsins á eftir Lífeyrissjóði verslun-
armanna og LSR, en samkvæmt upp-
lýsingum DV verður hann ekki með.
Strokkur með 10%
Núverandi eigendur Thorsil eru
Northsil ehf. með 61% eignarhlut
og Strokkur Silicon ehf. með 39%.
Northsil er aftur í eigu John Fenger,
stjórnarformanns Thorsil, Hákonar
Björnssonar, forstjóra fyrirtækis-
ins, Einars Sveinssonar, fjárfestis og
föðurbróður Bjarna Benediktssonar
fjármálaráðherra, og Þorsteins
Más Baldvinssonar, forstjóra Sam-
herja. Strokkur er í eigu fjárfestis-
ins Harðar Jónssonar en Eyþór Arn-
alds, fjárfestir og fyrrverandi oddviti
Sjálfstæðismanna í Árborg, er fram-
kvæmdastjóri félagsins og stjórnar-
maður í Thorsil.
Samkvæmt upplýsingum DV hafa
núverandi eigendur Thorsil tekið
ákvörðun um að þeir muni, ásamt
öðrum, leggja til það hlutafé sem upp
á vantar. Þar af ætli Strokkur Silicon
að eiga um 10% hlut í verksmiðjunni.
Taka ber fram að samkvæmt hlutafé-
lagaskrá Ríkisskattstjóra hafa eigend-
ur Thorsil nú þegar lagt fyrirtækinu
til 852 milljónir króna í hlutafé.
Búið að selja 82%
Ekki fengust upplýsingar um hvaða
bandaríski fjárfestir kemur inn í hlut-
hafahópinn. Samkvæmt upplýsing-
um DV er þar um að ræða fyrirtæki
með höfuðstöðvar í Chicago. Thorsil
hefur áður gert sölusamning við iðn-
fyrirtækið Hunter Douglas Metals
þar í borg. Í apríl 2014 gerðu þau
samkomulag um sölu og dreifingu
á 45 prósentum af fyrirhugaðri árs-
framleiðslu kísilversins. Verðmæti
þeirra viðskipta var þá sagt nema 67
milljörðum króna og átti samningur-
inn að gilda í átta ár frá upphafi fram-
leiðslu. Nú er hins vegar búið að selja
um 82% framleiðslunnar til tíu ára og
þá einnig til annarra erlendra fyrir-
tækja sem framleiða vörur úr kísil-
málmi.
Ákvörðun bandaríska fjárfestis-
ins um að taka stærri hlut í Thorsil
hafði samkvæmt heimildum DV sitt
að segja í að sannfæra lífeyrissjóð-
ina um að taka þátt og þannig klára
fjármögnun verksmiðjunnar. Einnig
hefði aukin bjartsýni vegna Parísar-
samkomulagsins, sem talið er líklegt
að muni leiða til aukinnar eftirspurn-
ar eftir sólarorku og þar með hærra
kísilverði, haft áhrif.
Fjármögnunin dregist
Fjármögnun Thorsil hefur staðið yfir
lengi og spáði Hákon Björnsson, for-
stjóri fyrirtækisins, því í samtali við
DV í ágúst síðastliðnum að henni lyki
fyrir lok síðasta mánaðar. Upphaflega
stóð til að verksmiðjan risi á iðnað-
arsvæðinu við Bakka á Húsavík en í
janúar 2014 var skrifað undir samn-
ing um hönnun hennar í Helguvík.
Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla
þar hefjist í lok árs 2018 en Thorsil
hefur tryggt sér orku frá Landsvirkj-
un og HS Orku. Kísilverið á að fram-
leiða 54 þúsund tonn af málmi í fyrsta
áfanga en síðar ná ársframleiðslu upp
á 110 þúsund tonn.
DV greindi á þriðjudag frá beiðni
Thorsil til stjórnar Reykjaneshafnar
um að fyrsta gjalddaga fyrirtækisins
á gatnagerðargjöldum yrði seinkað
í áttunda sinn. Thorsil fékk lóðina í
Helguvík í apríl 2014 og átti þá ganga
frá greiðslunni í desember sama ár.
Gjalddaganum var að beiðni fyrirtæk-
isins frestað alls sjö sinnum þangað til
stjórnin samþykkti síðasta mánudag
samkomulag við Thorsil um að hann
yrði nú í október. n
Samningar undirritaðir Thorsil ehf. og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum undirrit-
uðu í maí 2014 samning um sölu og dreifingu á 24.000 tonnum af kísilmálmi á ári í átta ár.
Lífeyrissjóðir og
bandarískt fyrirtæki
fjárfesta í Thorsil
n 13 milljarða hlutafé tryggt n 4 lífeyrissjóðir með samtals um 25 til 30%
Haraldur Guðmundsson
Hörður Ægisson
haraldur@dv.is / hordur@dv.is
Helguvík Thorsil fékk úthlutað lóð í Helguvík vorið 2014 en
verksmiðja fyrirtækisins verður staðsett órfáum metrum frá kísilveri
United Silicon sem nú er nánast fullklárað. Mynd SiGtryGGur Ari
Ein stærsta
framkvæmd
borgarinnar
Fyrsti hluti að nýjum Dalskóla í
Úlfarsárdal var tekinn í notkun
í september, ári eftir að fyrsta
skóflustunga var tekin. Hús-
næðið sem um ræðir er hannað
sem leikskóli Dalskóla en verð-
ur nýtt fyrir grunnskólanem-
endur fyrst um sinn.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg kemur fram að Dalskóli
sé hluti af því sem kallað hefur
verið Miðstöð skóla, menningar
og íþrótta í Úlfarsárdal og er ein
stærsta framkvæmd Reykjavíkur-
borgar. Heildarkostnaður fram-
kvæmda er áætlaður um 10,2
milljarðar króna.
Næsti áfangi framkvæmda er
grunnskólahluti Dalskóla sem
verður um 5.200 fermetrar. Hann
verður tekinn í notkun haustið
2018. Áætlanir gera ráð fyrir að
nemendur Dalskóla verði um 300
haustið 2018, en fullbúinn skóli
mun rúma 500 nemendur.
Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum
Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin
mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður.
Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is
FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS
Þjóðleg
sumarhús sem falla
einstaklega vel að
íslensku landslagi