Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 28
Helgarblað 7.–10. október 201624 Fólk Viðtal
sem eigið heimili veitti okkur,“ segir
Sylvana. Bættar aðstæður mæðgn-
anna urðu til þess að máli hennar hjá
barnavernd var lokað og áhyggjurn-
ar virtust vera að baki.
Gleðin var skammvinn. Fljótlega
fór að bera á veikindum hjá mæðg-
unum. „Við vorum alltaf slappar og
með flensueinkenni. Anastasía Rós
fékk í eyrun og fljótlega fór mig að
gruna að ekki væri allt með felldu.“
Hún hringdi í Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkurborgar sem kom á vett-
vang. Úrskurður stofnunarinnar var
sá að íbúðin væri óíbúðarhæf. „Það
reyndist vera sprunga á útvegg sem
gerði að verkum að raki myndaðist
inni í íbúðinni. Myglusveppurinn
er fljótur að myndast við slíkar að-
stæður. Eigandinn hafði ekki hug-
mynd um þetta ástand og því
kenni ég honum alls ekki um,“
segir hún. Mæðgurnar urðu að yfir-
gefa íbúðina í september. Skömmu
áður hafði Anastasía Rós hafið leik-
skólagöngu sína í ungabarnaleik-
skóla í Grafarvogi. Í tæpan mánuð
hafa mæðgurnar því ekki átt fastan
samastað og gist til skiptis hjá vin-
konum Sylvönu og móður hennar.
Leigusalinn krafðist aukagjalds
„Ég flutti inn til mömmu í nokkra
daga. Hún leigir litla íbúð í
Breiðholti og þar er lítið pláss fyrir
okkur Anastasíu.“ Skömmu eftir
að mæðgurnar fluttu inn fór þó
að bera á ósanngjörnum kröfum
leigusala móðurinnar. „Eigandi
íbúðarinnar fór fram á að mamma
borgaði 50 þúsund krónur auka-
lega því fleiri deildu íbúðinni. Ef
ég hefði verið út septembermánuð
þá átti gjaldið að vera 100 þúsund
krónur,“ segir Sylvana. Hún leitaði
ráða á Facebook-síðunni „Leiga“
og óhætt er að segja að innleggið
hafi vakið mikla reiði og hneykslan.
„Leigusalinn gekk ansi hart fram
varðandi greiðslu gjaldsins og
sendi mömmu ítrekuð skilaboð.
Sem betur fer þá barst okkur hjálp
og vinafólk móður minnar ræddi
við hann sem varð til þess að hann
lét af þessari hegðun sinni,“ segir
Sylvana. Uppákoman varð til þess
að henni líður ekkert sérstaklega
vel í íbúð móður sinnar.
Atvinnuleit óhugsandi
í húsnæðisleysinu
„Staða mín í dag er ekki góð og ég
get ekki komið fótunum almenni-
lega undir mig á meðan ég er hús-
næðislaus,“ segir Sylvana. Hún starf-
aði við afgreiðslustörf áður en hún
eignaðist dóttur sína og þráir að
komast aftur út á vinnumarkaðinn.
„Það er fullt starf að leita sér að íbúð
og ég get ekki byrjað að vinna á með-
an ástandið er svona. Það leggst illa
í mig því ég er ekki týpa sem hangir
heima í iðjuleysi. Ég vil vinna og fara
að sjá fyrir mér og dóttur minni. Ég
hringi daglega í Félagsmálastofnun
til þess að láta vita af mér og setja
smá pressu á þau að hjálpa mér úr
þessum aðstæðum. Viðkvæðið þar
er alltaf hið sama – að ég eigi að
halda áfram að leita að íbúð,“ seg-
ir hún.
Það gerir Sylvana svo sannar-
lega. Ef íbúð er auglýst til leigu
sem hún hefur ráð á þá er hún
ein sú fyrsta sem sendir fyrir-
spurn. „Framboðið er ekki mikið.
Til dæmis hafa engar nýjar íbúðir
verið auglýstar á vefsíðum undan-
farna þrjá daga og þá get ég lítið
gert annað en að bíða,“ segir hún.
Aðstæðurnar hafa tekið sinn toll og
í sumar fór að bera á kvíða og þung-
lyndi hjá Sylvönu. „Húsnæðis leysið
étur mann gjörsamlega að innan.
Mér leið mjög illa í sumar og leitaði
mér hjálpar. Frá því í júlí hef ég
verið á kvíða- og þunglyndislyfjum.
Lyfin gera þessa baráttu aðeins við-
ráðanlegri.“ n
„Þetta var
skárra en að
vera á götunni. Við
deildum eldhúsi
og baðherbergi
með 10 öðrum
leigjendum, allt
karlmönnum
M
y
n
d
S
ig
tr
y
g
g
u
r
A
r
i
viltu
upplifa!?
Hafðu samband
( 899 7748
info@HotelvatnsHolt.is
Nýr veitingastaður þar sem allir sitja í myrkri að
snæðingi og þjónað til borðs með nætursjónauka.
Þetta er óvissuferð frá upphafi til enda!