Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Qupperneq 34
Helgarblað 7.–10. október 201630 Skrýtið Sakamál
avis.is
591 4000
Frá
1.650 kr.
á dag
Vissir þú að meðal heimilisbíll er
notaður í eina klukkustund á dag
Langtímaleiga er
þægilegur, sveigjanlegur
og skynsamlegur kostur
Á
R
N
A
S
Y
N
IR NOTAÐU ÞITT FÉ
SKYNSAMLEGA
Það sauð á Jesusu
n Ronnie sló sér upp n Hans fyrrverandi eiginkonu líkaði það ekki
Á
ður en dómarinn kvað upp
dóm upp á 16 ár til lífstíð-
ar yfir Jesusu Tatad, í San
Mateo-sýslu í Kaliforníu í
Bandaríkjunum, 16. maí,
2013, fékk hún að heyra það: hún
væri viðurstyggileg, hatursfull og
eigingjörn voru orðin sem Lilibeth
Estes, frá Ohio, notaði. Lilibeth
sagði enn fremur að Jesusa skyldi
leita til Guðs eftir miskunn.
Lilibeth var systir Ronnies Tatad,
fyrrverandi eiginmanns Jesusu og
föður tveggja barna þeirra. Jesusa
hafði hellt yfir hann sjóðandi vatni
þegar hann var í fastasvefni og hann
þurfti ekki að kemba hærurnar eftir
það.
Skilin en deildu íbúð
Jesusa og Ronnie höfðu reyndar skil-
ið í árslok árið 2007 en deildu þó enn
íbúð í Daly City. Við réttarhöldin
sagði verjandi Jesusu að Ronnie
hefði lofað að kvænast Jesusu á ný,
en í stað þess að efna það loforð
hefði hann farið að dandalast með
öðrum konum.
Jesusa hefði gripið hann glóð-
volgan með annarri konu á heimili
þeirra og það hefði verið kornið sem
fyllti mælinn. Tveimur vikum síðar,
26. nóvember, 2011, hefði hún látið
til skarar skríða og hellt yfir hann
sjóðandi vatni.
Í felum bak við bíl
Ronnie vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið, rauk fram úr og út úr íbúð-
inni, gegndrepa, í mikilli geðshrær-
ingu og hálf nakinn og faldi sig á bak
við bíl nokkrum húsum fjær. Maður-
inn sem fann Ronnie þar skömmu
síðar sagði að Ronnie hfði orðið æst-
ari þegar Jesusa reyndi að nálgast
hann.
Þegar lögreglan kom grátbað
Ronnie hana um að halda Jesusu,
sem viðurkenndi verknað sinn,
fjarri honum, og bað, einhverra
hluta vegna, lögregluna að handtaka
Jesusu ekki.
Eins og körfubolti
Tveimur vikum síðar skildi Ronnie
við á spítala vegna sýkinga í bruna-
sárum, sem þöktu um 55 prósent lík-
ama hans. Höfuð hans var svo bólg-
ið að það líktist „körfubolta“, að sögn
systur hans.
Verjandi Jesusu hafði á orði að
hún hefði banað eina manninum
sem hún hefði nokkurn tímann elsk-
að: „Frú Tatad er ekkert skrímsli.
Hún vildi ekkert frekar en breyta því
sem hún gerði.“
Jesusa laut höfði og grét þegar
dómurinn var kveðinn upp. n
„Höfuð hans
var svo bólg-
ið að það líktist
„körfubolta“, að
sögn systur hans