Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Qupperneq 39
Helgarblað 7.–10. október 2016 Menning 35
Allt fyrir raftækni
Yfir 500.000 vörunúmer
Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636
Murakami
talinn
líklegastur
Eins og nokkur undanfarin ár
telja veðbankar japanska rit-
höfundinn Haruki Murakami
líklegastan til að hljóta Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum, en
tilkynnt verður hver hlýtur verð-
launin 13. október næstkomandi.
Breska veðmálafyrirtækið
Ladbrokes setur stuðulinn 4/1
á að Murakami, 67 ára gamall
skáldsagnahöfundur frá Tókýó,
sem er þekktastur fyrir bækurn-
ar Norwegian Wood, Kafka on
the Shore og The Wind-up Bird
Chronicles, hljóti verðlaunin í ár.
Næstu nöfn á lista veðmála-
fyrirtækisins eru einnig kunnug-
leg: sýrlenska ljóðskáldið Adun-
is, Bandaríkjamaðurinn Philip
Roth, Kenýamaðurinn Ngugi Wa
Thiong'o og Bandaríkjakonan
Joyce Carol Oates. Öll hafa þau ít-
rekað verið orðuð við þessi verð-
laun á síðustu árum.
Hér fyrir neðan má sjá lista
Ladbrokes yfir þá sem taldir eru
líklegastir til að hljóta verðlaunin
og stuðulinn.
Haruki Murakami (4/1)
Adunis (6/1)
Philip Roth (7/1)
Ngugi Wa Thiong'o (10/1)
Joyce Carol Oates (14/1)
Ismail Kadare (16/1)
Javier Marias (16/1)
Jon Fosse (20/1)
Ko Un (20/1)
John Banville (20/1)
Antonio Lobo Antunes (20/1)
Laszlo Krasznahorkai (20/1)
Cesar Aria (20/1)
Á
fimmtudag kom út lagið
You‘re so pretty með
danspoppsveitinni FM
Belfast, en þetta er fyrsta lag-
ið sem sveitin sendir frá sér
í tvö og hálft ár, eða frá því að plat-
an Brighter Days kom út. Það er enn
fremur það fyrsta sem bandið send-
ir frá sér eftir að einn af stofnmeð-
limunum, Árni Vilhjálmsson, sagði
skilið við hópinn.
You‘re so pretty er fyrsta smáskíf-
an af væntanlegri fjórðu plötu sveit-
arinnar. „Okkur gengur mjög vel
að vinna í plötunni, sér í lagi mið-
að við að ég er með hrylli-
legan einbeitingarskort og
allir uppteknir í mismun-
andi verkefnum,“ segir Lóa
Hjálmtýsdóttir, söngkona
FM Belfast. „Það er komið
nafn á plötuna en eins og
með nýfædd börn þá verð-
ur það ekki tilkynnt fyrr en í
nafnaveislunni,“ segir hún.
„Nýja lagið gefur tóninn að ein-
hverju leyti en við erum ennþá að
ákveða hvaða lög verða á plötunni
sjálfri. Lagið er tilvalið til að dansa
við og hrista í sig hita. Stál-
trommur og „trópikal“
vetrartónar eiga vel við á
tímum loftslagsbreytinga,
við vitum ekki hvað fram-
tíðin ber í skauti sér og
því er nauðsynlegt að geta
gleymt sér í ljúfum tón-
um á meðan við bíðum örlaganna,“
segir Lóa um lagið sjálft, sem verð-
ur einungis aðgengilegt á heimasíðu
sveitarinnar, www.fmbelfast.com,
fyrst um sinn. n kristjan@dv.is
Fyrsta lagið í
tvö og hálft ár
Fyrsta smáskífan af nýrri plötu FM Belfast komin út
Fyrsta lagið eftir brotthvarf Árna
Stuðboltinn Árni Vilhjálmsson sagði skilið
við FM Belfast fyrir ári en nú er komið fyrsta
lagið frá sveitinni eftir brotthvarf hans.
Mynd davíð Þór GuðlauGsson
Helsta ráðgáta samtímabókmenntanna ráðin
textafræðilegum greiningum eða
púsluspili úr ævisögulegum vís-
bendingum sem Ferrante hefur
skilið eftir í viðtölum, en eftir að
blaðamaðurinn Gatti fór að skoða
fjárhagsgögn frá útgefandanum Ed-
izione e/o voru loksins komnar
áþreifanlegar vísbendingar um hver
hafði hagnast mest á hinum gríðar-
lega ágóða sem bækur Ferrante
höfðu skapað. Þetta var þýðandinn
Anita Raja.
Ekki alin upp í napólí
Anita Raja er fædd í Napólí árið
1953, faðir hennar er frá borginni en
móðir hennar þýskur gyðingur sem
flúði til Ítalíu í seinni heimsstyrj-
öldinni. Fjölskyldan flutti til Rómar
þegar Anita var þriggja ára gömul
og hefur hún búið þar síðan. Ef það
er rétt að Raja sé hin raunverulega
Ferrante er ljóst að hún hefur sagt
ósatt um ævi sína í nokkrum viðtöl-
um og æviminningum, hún er ekki
alin upp í Napólí og móðir hennar
ekki napólísk saumakona og reynsla
hennar af borginni skömmu eftir
stríð er því ekki jafn mikil og talið
var.
Anita hefur þýtt ýmis verk úr
þýsku fyrir bókaútgáfuna Ed-
izione e/o og lagt sérstaka áherslu
á þýðingar á verkum austurþýskra
kvenna, til að mynda Christu Wolf.
Í grein sinni sýndi Gatti fram
á að á sama tíma og vinsældir
Ferrante hafa aukist hafa laun
Anitu frá Edizione margfaldast,
og þá hafa hún og eiginmaður
hennar reglulega fjárfest í dýrum
fasteignum í kjölfar vinsældanna.
rétturinn til að gefa út nafnlaust
Útgefandi Ferrante hefur ítrekað
neitað að svara hvort vangavelturn-
ar séu réttar og sagt blaðamennsku
Gattis vera ógeðslega og brot á frið-
helgi einkalífs höfundarins. Aðdá-
endur hennar hafa margir verið
reiðir blaðamanninum og ekki að-
eins borið við rétti Ferrante til að lifa
í leyni heldur einnig rétt sinn til að
vita ekki hver hún er.
Gatti rökstyður hins vegar rétt-
mæti uppljóstrunarinnar með því
að „einstakar vinsældir bókanna
hafi gert leitina að hinni raun-
verulegu persónu höfundarins
nánast óhjákvæmilega.“ Hann seg-
ir að lesendur kaupi bækur hennar
í milljónum eintaka og eigi rétt á að
„vita eitthvað um manneskjuna sem
skapaði verkin.“
Hann virðist þannig telja að
ósannindi – eða skáldskapur – sem
Ferrante hefur sett fram um eigin
ævi í viðtölum og bókinni Frantu-
maglia: A Writer’s Journey, sem
kemur út á ensku á næstunni,
hafi réttlætt að hin raunverulega
persóna hafi verið dregin fram í
dagsljósið. „Ég gerði þetta því hún
er án vafa opinber persóna,“ segir
Gatti í viðtali við BBC. n
Konan á bak
við nafnið?
Ítalskur blaða-
maður segir að
Anita Raja, 63 ára
þýðandi búsett
í Róm, sé konan
á bak við hinar
gríðarlega vin-
sælu skáldsögur
Elenu Ferrante.
Mynd www.nybooKs.coM
Fordæmdur Fjölmargar greinar
hafa birst þar sem blaðamaðurinn
Claudio Gatti er gagnrýndur fyrir að
grafast fyrir um og birta upplýsingar
um persónuna á bak við bækur
Elenu Ferrante.