Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2016, Side 48
Helgarblað 7.–10. október 2016
79. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • WWW.TONASTODIN.IS
Range
Rover eða
Game Over?
Range Rover-kvíði
ríkisforstjóra
n Andrés Jónsson almannatengill
upplýsti á morgunfundi með 100
forsvarsmönnum ríkis tofnana
að forstjóri ríkistofnunar hefði
nýlega haft samband við hann
og spurt hvort það væri í lagi að
hann keypti sér Range Rover-
jeppa. Að því er mbl.is greinir frá
hugðist forstjórinn nota eigið fé
til kaupanna en vildi vita hvort
það myndi líta illa út fyrir hann.
Andrés spurði salinn hvað þeir
hefðu ráðlagt viðkomandi og
virtust flestir gefa til að kynna að
þeir myndu ráða forstjóranum frá
því. Sagði Andrés það ekki skrýtið
enda væri líklegt að fyrirsögnin
„Forstjóri X ekur um á Range
Rover“ myndi birtast í einhverjum
fjölmiðlanna. Af því má ráða
hvaða svör ríkisforstjórinn með
Range Rover-kvíðann fékk hjá
Andrési.
Þjakaður
þyrluflugmaður
n „Mikið sakna ég þessarar
litlu bláu bjútí,“ segir Ásdís Rán
Gunnarsdóttir, athafnakona og
þyrluflugmaður, á Facebook-
síðu sinni. Þar sýnir Ásdís Rán
gamla mynd af sér frá því hún
var að læra þyrluflug í Rúmeníu,
þar sem hún stillir sér upp
með fallegri blárri Robinson
22 þyrlu. Hún harmar að slíkar
þyrlur sé því miður ekki að
finna hér á landi.
„Af þeim sökum er ég þjakað-
ur þyrluflugmaður í augnablik-
inu,“ skrifar hún.
N
ý þjónusta Dohop sem
tryggir viðskiptavin gegn
óvæntum verðhækkunum
í tiltekin tíma hefur vakið
athygli. Þjónustan er í sam-
vinnu við FLYR sem er bandarískt
fyrirtæki staðsett í San Fransisco.
„Þetta er þriggja ára gamalt fyrir-
tæki sem er að stíga sín fyrstu skref
á þessum markaði. Það sérhæfir sig
í spám um breytingar á flugverði og
tryggingum gegn óvæntum breyting-
um. FLYR hefur úr miklu magni upp-
lýsinga að spila en spár þeirra og
verðáætlanir byggja á sérhæfðu reikni-
líkani flugverðs, einstöku í heiminum.
Dohop er eitt fyrsta félagið sem hefur
samstarf við FLYR. Með samstarfinu
erum við að koma til móts við ákveðið
vandamál sem notendur okkar á Ís-
landi upplifa stundum. Það að flug-
verð hækki snögglega frá því að við-
skiptavinir finna flugið og þar til þeir
loks bóka, sé það ekki gert samdæg-
urs. Með þessari lausn FLYR er hægt
að tryggja sig gegn óvæntum verð-
hækkunum,“ segir Davíð Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Dohop.
Kostnaðurinn við að festa flug-
verðið er á bilinu 500 til 1.500 krónur.
Sú upphæð er óafturkræf og leggst
við flugverðið. Tryggingin gildir í
allt að 30 daga, ef langt er í flugið,
en til skemmri tíma ef stutt er í flug-
ið. Sem dæmi tekur Davíð að ef vika
er í flugið þá gildir tryggingin í þrjá
daga. Ef verðið hækkar um þúsundir
króna frá því að tryggingin var keypt
fá viðskiptavinir mismuninn endur-
greiddan frá FLYR. Þá lætur fyrir-
tækið viðskiptavininn vita ef verð
á fluginu lækkar og þá er hægt að
bóka lægra verðið. Að sögn Davíðs
eru sætin þó ekki frátekin í vélinni á
meðan tryggingin er í gildi. „Ef flug-
sætin seljast upp þá fellur tryggingin
niður og er eftir sem áður óaftur-
kræf.“ n bjornth@dv.is
n Tryggingin kostar á bilinu 500 til 1.500 krónur n Samstarf við bandaríska fyrirtækið FLYR
Tryggja flugverð á Dohop í allt að 30 daga
Skjáskot af Dohop
Hér má sjá þann
valmöguleika að festa
verðið sem er í boði.
Davíð Gunnarsson
Dohop er eitt fyrsta
fyrirtækið sem býður
upp á verðtryggingu
FLYR. MynD SiGtRyGGuR ARi