Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2016, Page 2
Vikublað 11.–13. október 20162 Fréttir Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Varð fyrir slysaskoti Lögreglunni á Suðurlandi barst snemma á mánudag tilkynn- ing um mann sem varð fyrir slysaskoti á Helluvaðssandi norð- austan við Hellu. Að sögn lög- reglu var maðurinn inni í byrgi að búa sig undir fuglaveiði þegar skot hljóp úr byssu hans. Ekki vildi betur til en svo að kúlan fór í fót mannsins. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi slasast mikið en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Beitti systur sína ofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir að veit- ast að systur sinni með ofbeldi. Maðurinn var ákærður fyrir að ýta við henni og slá hana hnefa- höggi í andlitið með þeim af- leiðingum að hún féll í gólfið. Þá var hann ákærður fyrir að sparka í hana þar sem hún lá, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar í andliti, mar á hægra hné og mar á hægri þjóhnapp. Maðurinn játaði brot sitt en hann hefur ekki áður sætt refs- ingum. Þá kom fram í dómi hér- aðsdóms að maðurinn væri með þroskaskerðingu. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því og þeirri staðreynd að systir mannsins hlaut ekki alvarlegan skaða af árásinni. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Methagnaður hjá Baggalútsmönnum Jólatónleikahald og plötuútgáfa skiluðu hópnum 15 milljóna króna hagnaði í fyrra E inkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 15 millj- óna króna hagnaði í fyrra og átti þá eignir upp á 104 millj- ónir. Félagið heldur utan um jólatónleikahald, vefsíðu og plötuút- gáfu hópsins en eigendur þess hafa aldrei greitt sér út arð. Þeir áttu um 93 milljónir í handbæru fé inni í fé- laginu í árslok 2015 en það er venju- lega skilgreint sem reiðufé eða auðseljanlegar eignir. Sterk staða Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Baggalúts ehf. var hagnaðurinn í fyrra 7,5 milljónum meiri en árið 2014. Félagið hefur skilað jákvæðri afkomu upp á alls 32 milljónir frá ársbyrjun 2012 og eigið fé þess, eign- ir mínus skuldir, var jákvætt um 43 milljónir í lok síðasta árs. Tekjur félagsins má að mestu rekja til tónleikahalds en síðustu ár hafa miðar á jólatónleika hópsins selst upp á nokkrum klukkutímum. Árið 2013 námu tekjur af miðasölu Baggalúts 52 milljónum króna en í nýjasta ársreikningnum er ekki gefið upp hversu miklu tónleikarnir sext- án sem hópurinn hélt í desember í fyrra skiluðu. Jólatónleikarnir verða sautján í ár en voru sextán í fyrra. Það ár gaf hópurinn einnig út plötuna Jólaland. Tónleikarnir voru þrettán árið 2014 en hópurinn seldi fyrst inn á jólatónleika sem haldnir voru í Iðnó á Þorláksmessu árið 2006. „Greiða mönnum góð laun“ Baggalútur er í eigu Braga Valdi- mars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíð- unnar baggalutur.is sem hópur- inn opnaði árið 2001. Áttu þeir allir 14,3 prósent í félaginu í árslok 2015. Eins og síðustu ár greiddi félagið engan arð til hluthafa vegna rekstrarársins og ráðstafaði hagnaðinum til næsta árs. Bragi Valdimar sagðist í samtali við DV í nóvember í fyrra ekki eiga von á að eigendur félagsins myndu greiða sér út arð. Greiðslur úr félaginu væru að mestu leyti verktakagreiðslur og að hlut- hafarnir vildu frekar safna í sjóð og halda áfram „að greiða mönnum góð laun“. „Enda koma menn nánast einungis saman í desem- ber til að halda jólatónleika. Þetta er ekki rekið í neinum öðrum tilgangi og við ætlum svo sem ekki að fara að stofna fast- eignafélag alveg strax,“ sagði Bragi Valdimar. n Nóg til Baggalútur ehf. átti í árslok 2015 um 93 milljónir króna í handbæru fé. Sex eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð. MyNd GúNdi Framkvæmdastjórinn Bragi Valdimar Skúlason er eini fastlaunaði starfsmaður Baggalúts ehf. Launagreiðslur félagsins í fyrra námu fimm milljónum króna. MyNd SiGtryGGur Ari Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is A kureyrarbær seldi 16,3 pró- senta hlut sinn í fjárfestingar- félaginu Tækifæri hf. til fjár- festingarfélagsins KEA svf. í lokuðu söluferli fyrr á þessu ári. Sveitarfélagið fékk 120 milljónir fyrir bréfin og sakar Sigurður Guðmunds- son, fyrrverandi bæjarfulltrúi A-list- ans, bæjarráð um dómgreindarleysi og spillingu. Sigurður gagnrýndi ákvörðunina í Facebook-pistli síðasta föstudag. Benti hann þar á að bókfært virði hlutarins var 144 milljónir og að Tækifæri hefði skilað 384 millj- óna króna hagnaði árið 2015. Verð- mætasta eign félagsins er 41% prósents hlutur í Baðfélagi Mývatns- sveitar sem rekur Jarðböðin við Mý- vatn. Þau voru rekin með 238 millj- óna hagnaði í fyrra. Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar og L-lista á Akur- eyri höfnuðu ásökunum Sigurðar í yfir lýsingu á föstudagskvöld. Mál- ið verður tekið fyrir í bæjarráði á fimmtudag en líkt og kom fram í frétt RÚV í gær, mánudag, var salan færð í trúnaðarbók bæjarráðs. Óskað hefur verið eftir að endurskoðandi bæjar- ins fari yfir málið. n Seldi bréf í lokuðu ferli Akureyrarbær gagnrýndur fyrir sölu á bréfum í Tækifæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.