Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Qupperneq 4
Vikublað 18.–20. október 20164 Fréttir
Burlington Loan Management hefur
aukið verulega við hlut sinn í Klakka á
undanförnum misserum og þannig keypti
sjóðurinn, eins og upplýst var um í DV
fyrr árinu, tæplega 32% hlut í Klakka af
Arion banka undir árslok 2015. Kaupin
voru gerð í gegnum BLM Fjárfestingar,
íslenskt dótturfélag Burlington, en fyrir
átti sjóðurinn þá 13,2% hlut í Klakka.
Magnús Scheving Thorsteinsson er eini
stjórnarmaður BLM Fjárfestinga en hann
er jafnframt forstjóri Klakka og stjórnar-
formaður Lýsingar.
Heildareignir Klakka námu ríflega
40 milljörðum í lok síðasta árs og þar af
var helmingurinn í formi reiðufjár. Þeir
fjármunir eru aftur á móti að stórum hluta
veðsettir Burlington Loan Management
til tryggingar á skuldum samstæðunnar
gagnvart sjóðnum og bundnar bankainn-
stæður sem ekki hefur mátt greiða út
sem arð til erlendra hluthafa vegna
fjármagnshafta.
Auk þess að vera stærsti hluthafi
Klakka er Burlington Loan Management
eini lánveitandi Lýsingar, dótturfélags
Klakka, eftir að sjóðurinn keypti 26
milljarða skuldir fjármögnunarfyrirtæk-
isins af Deutsche Bank undir árslok 2013.
Hefur sjóðurinn því tögl og hagldir innan
Lýsingar. Þótt hlutur Burlington Loan
Management í Klakka sé núna orðinn
57% þá eru fjárhagslegir hagsmunir
sjóðsins af afkomu Lýsingar talsvert
meiri en sem nemur þeim eignarhlut.
Samkvæmt ákvæðum nauðasamnings
Klakka frá árinu 2010 þá fara 75% af öll-
um hagnaði og arðgreiðslum til Lýsingar
aðeins til tiltekinna samningskröfuhafa
félagsins. Samkvæmt heimildum DV
munar þar langsamlega mestu um kröfur
í eigu Burlington Loan Managemen en
ýmsir aðrir hluthafar Klakka skipta á milli
sín 25% af þeim hagnaði sem verður af
rekstri Lýsingar.
V
ogunarsjóður
inn Burlington Loan
Management, sem var einn
umsvifamesti kröfuhafi
föllnu íslensku bankanna,
og bræðurnir Ágúst Guðmundsson,
forstjóri Bakkavarar, og Lýður Guð
mundsson, stjórnarformaður
Bakkavarar, bítast núna um hluta
bréf í eignaumsýslufélaginu Klakka,
meðal annars tæplega 18% hlut sem
er í eigu íslenska ríkisins. Samkvæmt
heimildum DV hafa bræðurnir gert
tilboð í eignarhlut Lindarhvols, fé
lags sem heldur utan um stöðug
leikaeignir ríkisins, auk þess sem
þeir hafa að undanförnu falast eftir
því að kaupa hluti í Klakka af ýmsum
lífeyrissjóðum.
Langsamlega stærsta eign Klakka,
sem áður hét Exista, er 100% hlutur
í fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu.
Bræðurnir Ágúst og Lýður, sem oft
ast eru kenndir við Bakkavör, voru
á sínum tíma helstu eigendur Exista
en fjárfestingarfélagið var yfirtekið
að fullu af kröfuhöfum þess við sam
þykkt nauðasamninga í árslok 2010.
Félögin BBR ehf. og Rask ehf., sem
eru í eigu Bakkavarabræðra, áttu
samtals tæplega 3% hlut í Klakka í
árslok 2015 samkvæmt hluthafalista
í ársreikningi.
Metinn á fjórða milljarð
Á sama tíma og bræðurnir vinna
núna að því, í samstarfi með
Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi for
stjóra Exista, að stækka verulega
við eignarhlut sinn í Klakka hefur
Burlington Loan Management,
stærsti eigandi félagsins, gert hlut
höfum sem eiga samtals um 43% hlut
í Klakka, meðal annars íslenska rík
inu, yfirtökutilboð í bréf þeirra sem
rennur út fimmtudaginn 20. október.
Samkvæmt heimildum DV mun
Burlington þurfa að greiða á bilinu
3 til 3,5 milljarða króna fyrir þann
hlut ef allir hluthafar samþykkja til
boð vogunarsjóðsins. Yfirtökutil
boð Burlington Loan Management
var lagt fram í kjölfar þess að sjóð
urinn keypti nýlega 11,6% hlut af
eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo,
samkvæmt heimildum DV, en sá
eignarhlutur hafði verið auglýstur til
sölu í byrjun síðasta mánaðar. Eftir
þau kaup á vogunarsjóðurinn og fé
lög honum tengd samtals um 57%
alls hlutafjár í Klakka.
Yfirtökutilboð Burlington Loan
Management er sett fram í sam
ræmi við samþykktir Klakka. Þar er
kveðið á um að ef „aðili eða aðilar
sem eiga í samstarfi eignast meira
en 50% af heildarhlutafé félags
ins má slíkt framsal ekki fara fram
nema kaupandi hafi fyrst gert öllum
öðrum hluthöfum félagsins skrif
legt tilboð“ á sama verði og á við
um seljanda. Ekki fást upplýsingar
hvað Burlington greiddi fyrir hlut
Glitnis í Klakka en um var að ræða
bæði hlutafé og breytanleg skulda
bréf á hendur félaginu. Þrátt fyrir
að það hafi verið Glitnir sem seldi
hlutinn þá mun allt söluandvirðið
falla í skaut ríkisins á grundvelli fjár
sópsákvæðis í samræmi við stöðug
leikaskilyrði sem kröfuhafar Glitnis
samþykktu í fyrra.
Hækkaði yfirtökutilboð sitt
Samkvæmt heimildum DV gerði
Burlington Loan Management öll
um hluthöfum Klakka nýtt yfirtökut
ilboð í kjölfar þess að Lindarhvoll
auglýsti til sölu eignarhluti og kröfur
í umsýslu félagsins, meðal annars
í Klakka, í lok septembermánað
ar. Fyrsta yfirtökutilboð Burlington
hafði gert ráð fyrir því að hluthöf
um myndi bjóðast að selja á sama
gengi og Glitnir seldi sinn hlut í
Klakka til vogunarsjóðsins. Í lok síð
ustu viku barst hluthöfum, meðal
annars eigna umsýslufélagi ríkisins,
hins vegar nýtt yfirtökutilboð sem
var 18% hærra en upphaflegt tilboð
Burlington Loan Management.
Nýtt yfirtökutilboð vogunar
sjóðsins var sett fram skömmu eftir
að Bakkavararbræður höfðu sjálfir
skilað inn tilboði til Lindarhvols
um að kaupa hlut ríkisins í Klakka.
Samkvæmt heimildum DV gerði
tilboð bræðranna Ágústs og Lýðs
Guðmundssona ráð fyrir því að
hlutur ríkisins yrði keyptur á 17%
hærra verði en fyrsta yfirtökutil
boð Burlington Loan Management
hljóðaði upp á. Á föstudaginn í síð
ustu viku, sem var síðasti dagur
fyrir fjárfesta til að skila inn skuld
bindandi tilboðum í eignarhlut
Lindarhvols í Klakka, ákvað vog
unarsjóðurinn sem fyrr segir að
leggja fram nýtt yfir tökutilboð
til allra hluthafa félagsins sem
reyndist lítillega hærra en tilboð
Bakkavararbræðra. Að undanförnu
hafa Bakkavararbræður einnig sett
sig í samband við forsvarsmenn líf
eyrissjóða í þeim tilgangi að bjóð
ast til að kaupa hlut þeirra í Klakka.
Samtals eiga ýmsir lífeyrissjóð
ir um 6,3% alls hlutafjár í Klakka
og er mikill meiri meirihluti þess í
eigu Lífeyris sjóðs verslunarmanna,
Gildis og Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins (LSR).
Samkvæmt upplýsingum DV
verður haldinn fundur hjá stjórn
Lindarhvols í dag, þriðjudag, þar
sem til stendur að fara yfir þau til
boð sem bárust í eignarhluti félags
ins í Klakka, Glitni HoldCo og Gamla
Byr Eignarhaldsfélagi. Ákvörðun
um sölu á hlut Lindarhvols í Klakka
ætti að óbreyttu að liggja fyrir strax
í þessari viku þar sem frestur til að
svara yfirtökutilboði Burlington
Loan Management rennur út
20. október næstkomandi. Full
trúi stjórnvalda í stjórn Klakka er
Steinar Þór Guðgeirsson, hæsta
réttarlögmaður og ráðgjafi Seðla
bankans.
Kröfuhafi Íslands
Eigandi Burlington Loan
Management er bandaríski vog
unarsjóðurinn Davidson Kempner
Capital Management en sá sem
stýrir starfsemi sjóðsins hér á landi
er sem kunnugt er Jeremy Clement
Lowe – einnig þekktur sem „Herra
Ísland“ eða J. Lo. Sjóðir á vegum
Davidson Kempner voru umsvifa
miklir í kaupum á kröfum á föllnu
bankana og var Burlington Loan
Management meðal annars stærsti
einstaki kröfuhafi Glitnis. Í krafti
þeirrar stöðu var Jeremy Lowe á
meðal þeirra kröfuhafa sem sóttu
upplýsingafundi í London og New
York með helstu ráðgjöfum stjórn
valda á vormánuðum síðasta árs
þar sem þeim voru kynnt áform
stjórnvalda um að ljúka skuldaskil
um gömlu bankanna með annað
hvort 39% stöðugleikaskatti eða á
grundvelli stöðugleikaskilyrða. Á
meðal þeirra sem sitja núna í stjórn
Klakka er Bretinn Matt Hinds en
hann vann náið með slitastjórn
um og helstu kröfuhöfum Glitnis og
Kaupþings.
Átti 7% í Bakkavör Group
Þá átti vogunarsjóðurinn einnig um
tíma samtals 7% hlut í breska mat
vælafyrirtækinu Bakkavör Group.
Sjóðurinn seldi hins vegar þann
hlut fyrr á árinu, ásamt öðrum hlut
höfum sem áttu samtals um 62% í
Bakkavör Group, til félags á vegum
Bakkavararbræðra og bandarískra
fjárfestingarsjóða í stýringu Baupost
Group. Klakki gerði slíkt hið sama
og seldi sinn 5% hlut í Bakkavör. n
Keypti 32% hlut af Arion banka
„Herra Ísland“ og
Bakkavararbræður
bítast um hlut
ríkisins í Klakka
Bakkavarar-
bræður
Bræðurnir Ágúst og
Lýður Guðmunds-
synir voru áður
helstu eigendur
Exista (núna
Klakki).
„Herra Ísland“
Jeremy Lowe stýrir
umsvifum Burlington
Loan Managent hér á
landi en sjóðurinn var
einn umsvifamesti
kröfuhafi föllnu
bankanna.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
n Burlington með yfirtökutilboð í 43% alls hlutafjár
n Bakkavararbræður vilja hlut ríkisins og lífeyrissjóða