Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Page 30
Vikublað 18.–20. október 201622 Menning HVAR ER SÓSAN? Það er ekkert betra en steiktur fiskur í raspi og nýjar kartöflur. Nema kannski steiktur fiskur í raspi, nýjar kartöflur og nóg af remolaði. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Úr listheiminum Í síðasta mánuði kom út fyrsta myndasagan eftir Margaret Atwood, en þessi virti kanadíski rithöfundur verður 77 ára í næsta mánuði. Myndasagan, sem nefn- ist Angel Catbird, er sú fyrsta í þrí- leik um ungan erfðafræðing sem stökkbreytist þegar erfðaefni katt- ar og uglu blandast fyrir mistök inn í hans eigið DNA. Inga Mekkin Beck hlýtur Íslensku barnabóka- verðlaun- in 2016 sem voru veitt í lok síðustu viku, fyrir bókina Skóladraug- urinn. For- lagið gefur bókina út en þetta er fyrsta verk höfundarins. Disney- afþreyingarsamsteypan vinnur að gerð kvikmyndar byggðri á sögu Miguels de Cervantes um Don Kíkóta. Billy Ray, sem hefur tekið þátt í hand- ritaskrifum fyrir Hunger Games og Captain Phillips, mun skrifa hand- ritið. Samkvæmt heimildum mun myndin vera í svipuðum stíl og kvikmyndir fyrirtækisins um Sjó- ræningja Karabíska hafsins. Benedikt tekur þátt í jólabókaflóðinu Ný bókaútgáfa gefur út fjórar bækur fyrir jólin V on er á fyrstu bókunum frá hinni nýstofnuðu bókaút- gáfu Benedikt í lok mánað- arins, en forlagið mun gefa út að minnsta kosti fjórar bækur nú fyrir jólin. Benedikt er ný bókaútgáfa stofnuð af Guðrúnu Vil- mundardóttur, fyrrverandi útgáfu- stjóra Bjarts, en hún sagði starfi sínu lausu í sumar eftir tíu ára starf hjá fyrirtækinu. Guðrún segir það ganga alveg ljómandi vel að koma nýju útgáf- unni á fót. „Það eru mörg handtök sem fylgja því að opna svona nýtt apparat, en ég vinn þau bara eitt af öðru og þetta gengur alveg ljómandi vel,“ segir Guðrún í samtali við DV. Í draumahlutverkinu n Elmar Gilbertsson fer með stórt hlutverk í óperunni Évgení Onegin E lmar Gilbertsson fer með hlutverk Vladimirs Lenskí í óperunni Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky sem frum- sýnd verður í Hörpu laugar- daginn 22. október. Fyrr á þessu ári söng Elmar í Hörpu hlutverk Don Ottavio í Don Giovanni. Elmar er spurður um hlutverk Lenskí og segir: „Oft eru andstæður í óperum. Í Don Giovanni var teflt saman sem andstæðum hinum hjartahreina og heiðarlega Don Otta- vio og flagaranum Don Giovanni. Hér er svipað á ferð, aðalsmaðurinn Onegin er skúrkurinn og hinn lægra setti Lenskí er andstæða hans. Lenskí er ungur rómantískur maður og skáld sem þekkir ekki þann heim sem Onegin lifir í. Lenskí er trú lofaður Olgu, en hún er systir Tatjönu sem elskar Onegin. Eftir að Onegin daðr- ar við Olgu verður einvígi milli þeirra tveggja.“ Alls konar túlkun Elmar segir hlutverk Lenskí vera draumhlutverk fyrir sig. „Ég hef beðið lengi eftir að syngja þetta hlut- verk sem hefur allt til að bera. Í söng- námi mínu byrjaði ég mjög snemma að syngja aríu Lenskí, Kuda, kuda, og þá vissi ég að ég ætti eftir að syngja þetta hlutverk, það væri bara spurn- ing hvenær. Þetta er gott, lýrískt tenórhlutverk sem allir vilja syngja. Ég finn mig vel í því og það er hægt að gera svo mikið við það. Ég veit ekki hvort það er til- viljun eða viljandi gert að Lenski fær að syngja allar fallegustu línurnar í þessari óperu. Þetta er líka draumahlutverk að því leyti að karakterinn er mjög áhugaverður. Lenskí er ástfanginn upp fyrir haus og síðan daðrar Onegin við unnustu hans og hann verður afbrýðisamur og reiður og skorar þennan andstæðing sinn á hólm. Það er hægt að gera svo margt við þetta hlutverk og það býður upp á ýmiss konar túlkun. Afbrýðisemi Lenskí má til dæmis þróa þannig að hún stigmagnist en gjósi ekki bara upp allt í einu.“ Sungið á rússnesku Það vekur athygli að óperan er flutt á rússnesku, en íslenskum og enskum þýðingum er varpað á skjá. „Það hef- ur verið ögrandi að vinna þetta hlut- verk, sérstaklega vegna rússnesk- unnar sem er ekki auðveld,“ segir Elmar. „Maður þarf alltaf að vita upp á hár um hvað maður er að syngja. Auðvitað síast það smám saman inn en maður stendur sig að því að þurfa að fletta upp orðum. Svo hef ég setið sveittur við að ná framburðinum með aðstoð þjálfara. Sem dæmi má nefna að það eru átta mismunandi s-hljóð í rússnesku þannig að þetta er glíma. Maður er búinn að syngja í gegn- um hlutverkið oft og mörgum sinn- um og gerir alltaf sömu vitleysuna. Það er ekki fyrr en maður er búinn að gera vitleysuna sem maður áttar sig á mistökum sínum. En maður er á réttri leið þegar maður uppgötvar það sjálfur.“ Tónlist Tchaikovsky hefur glatt kynslóðir, jafnt þessi ópera hans sem önnur tónlist. Elmar er spurður um „Þá vissi ég að ég ætti eftir að syngja þetta hlutverk, það væri bara spurning hvenær. Elmar „Ég hef beðið lengi eftir að syngja þetta hlutverk sem hefur allt til að bera.“ Mynd ÞorMAr Vignir gunnArSSon Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.