Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2016, Page 32
Vikublað 18.–20. október 201624 Menning P áll Kristinn Pálsson er höf- undur skáldsögunnar Ósk sem er ellefta bók hans. Spurður um efni bókarinnar segir Páll Kristinn: „Þetta er þroskasaga manns sem veikist alvar- lega á fertugsaldri og þegar hann horfist í augu við þá staðreynd að hann muni hugsanlega deyja vaknar hjá honum löngun til að börnin hans viti hvaða manneskju hann hefur haft að geyma innra með sér. Þau eru of ung til að skilja um hvað málið snýst og því hefst hann handa við að skrifa ævisögu sína sem þeim er ætl- að að lesa þegar þau hafa öðlast til- hlýðilegan aldur og þroska. Ég fékk hugmyndina að bókinni árið 1999 eftir að ég frétti að æsku- félagi minn væri byrjaður í kynleið- réttingarferli og farinn að taka kven- hormóna. Þá fór ég að hugsa hvað það hlyti að vera erfitt að vera innra með sér annað kyn en maður er út á við. Það er þessi klemma sem er við- fangsefni bókarinnar. Bókin spann- ar 30 ár í lífi aðalpersónunnar, árin 1964 til 1994, og er þroskasaga í breiðum skilningi.“ Þú segist hafa fengið hugmyndina árið 1999 og bókin kemur út árið 2016, þannig að þú hefur verið lengi að skrifa hana. „Ég var að vinna þessa bók af og til frá 1999. Það eru sautján ár frá því ég fékk hugmyndina þar til bókin kom út. Ég skrifaði einnig aðrar bæk- ur í millitíðinni, tvo krimma með Árna Þórarinssyni, vini mínum, eitt smásagnasafn, kvikmyndahandrit og ýmislegt annað. Ástæðan fyrir því að það tók mig svo langan tíma að skrifa þessa bók er fyrst og fremst sú að efnið er flókið og ég hef ekki mik- inn tíma aflögu til skrifta. Ég starfa sem blaðamaður og kvikmynda- gerðarmaður og skrifa skáldskap í frístundum.“ Lagðistu í rannsóknir við vinnslu þessarar bókar? „Já, ég gerði það. Ég ræddi við áður nefndan kunningja minn og fleiri manneskjur sem hafa farið í kynleiðréttingu og las ógrynni af bókum um þetta efni. Á þeim árum sem ég vann að bókinni breyttust aðstæður. Þegar ég byrjaði á bókinni var lítil sem engin umræða um mál- efni transfólks í þjóðfélaginu en síð- an fóru að koma út bækur um þetta efni. Þá fannst mér um tíma að ég væri að skrifa um það sem aðrir væru búnir að fjalla um, þótt ég væri ekki að skrifa um kynleiðréttingarferlið sem slíkt með öllum þeim erfiðleik- um sem því fylgir. En smám saman hætti það að skipta máli og sagan fór að lifa sínu eigin lífi.“ n „Ég fékk hug- myndina að bók- inni árið 1999 eftir að ég frétti að æskufélagi minn væri byrjaður í kynleið- réttingarferli og farinn að taka kvenhormóna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Hið ytra og innra kyn n Ósk er skáldsaga eftir Pál Kristin Pálsson n Var sautján ár í smíðum Páll Kristinn Pálsson „Á þeim árum sem ég vann að bók- inni breyttust aðstæður.“ Mynd Sigtryggur Ari Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.