Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 1.–3. nóvember 20164 Fréttir T ékkneska fyrirtækið Aqua Angels vill byggja vatns­ átöppunarverksmiðju í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Ivana Sankot, forstjóri fyrir­ tækisins, sendi bæjaryfirvöldum umsókn um lóð í hverfinu í byrjun október en samkvæmt henni vill það kaupa hana eða leigja. Bæjarráð fól þá Haraldi L. Haraldssyni bæjar­ stjóra að afla frekari upplýsinga um áform Aqua Angels sem er þriðja er­ lenda fyrirtækið til að sýna vatns­ lindum Hafnarfjarðar áhuga á síð­ ustu tveimur árum. „Þetta fyrirtæki hefur verið að flytja út vatn héðan frá Hafnarfirði og í frekar litlum mæli. Mér er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar komi að þessu og samkvæmt mín­ um upplýsingum er þetta lítið fjöl­ skyldufyrirtæki frá Tékklandi sem vill væntanlega festa sig í sessi til að hafa betri aðstöðu til að tappa vatninu á,“ segir Haraldur í samtali við DV. Íslenski fáninn Ivana Sankot sendi umsóknina um lóðina Norðurhellu 3 þann 4. október fyrir hönd Aqua Angels Iceland ehf. Íslenska félagið var stofnað í júní síð­ astliðnum og er forstjórinn einnig eini hluthafi þess samkvæmt fyrir­ tækjaskrá Ríkisskattstjóra. Bæjarráð Hafnarfjarðar tók umsóknina fyrir 20. október en í henni segir að fyrir­ tækið, sem er með höfuðstöðvar í Prag í Tékklandi, vilji reisa átöpp­ unarverksmiðju í bænum. „Fyrirtækið hefur verið að tappa á úr kerfinu hjá okkur og borga vatns­ skatt af því en hefur ekki beðið um sérstakan samning um stórkaup á vatni. Ég veit ekki hver áform þeirra eru en þeir eru ekki að fara fram á neina sérstaka samninga um vatns­ útflutning,“ segir Haraldur. Flöskur og aðrar vörur Aqua Ang­ els eru nú skreyttar með íslenska fánanum eða myndum af Íslandi. Fyrirtækið hefur opnað vefsíðu og heldur úti kynningum á vörunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Á vefsíðunni aqua­angels.com segir að vatnið, sem er selt í ál­ og glerflösk­ um og vatnskútum úr plasti, sé ætlað þeim sem vilji lifa heilbrigðum lífs­ stíl og eru meintir yfirburðir íslenska vatnsins raktir í þaula. Samkvæmt Instagram­síðunni rekur það einnig starfsemi í Hollandi. DV sendi Ivönu Sankot fyrirspurn um áform fyrir­ tækisins hér á landi á föstudag en henni hafði ekki verið svarað þegar blaðið fór í prentun. Komu og fóru Hafnarfjarðarbær hefur á síðustu tveimur árum fengið fyrirspurnir frá tveimur öðrum erlendum fyrir­ tækjum sem skoðuðu að setja upp átöppunarverksmiðju. Í þeim til­ vikum var óskað eftir viljayfirlýsing­ um frá bænum um að fyrirtækjun­ um yrði tryggt tiltekið magn af vatni. Forstjóri kanadíska fjárfestingar­ fyrirtækisins Amel Group fundaði með Haraldi bæjarstjóra í júní 2015 vegna áhuga þess á að kaupa vatn úr dreifikerfi bæjarbúa. Honum var boðið í skoðunarferð um vatnslindir bæjarins í Kaldárbotnum en bæjar­ yfirvöld hafa síðan þá ekkert heyrt í forsvarsmönnum fyrirtækisins. Þeir eiga nú í viðræðum við Ísafjarðarbæ um stórfelldan útflutning á ísfirsku vatni. Þá vann írska fyrirtækið Aqua Couture, sem er meðal annars í eigu rússneska auðjöfursins Alexanders Titomirov, að undirbúningi vatns­ verksmiðju í Hafnarfirði árið 2014. Afkastageta vatnslinda bæjar­ ins er veruleg umfram fyrirsjáan­ legar þarfir en afrennsli grunnvatns til sjávar er talið í tíu rúmmetrum á sekúndu. Í minnisblaði sem Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýslu­ sviðs, skrifaði í maí síðastliðnum er lagt til að umhverfis­ og fram­ kvæmdaráð bæjarins geri tillögu að gjaldskrá vegna vatnsútflutnings og að bæjarstjórn móti ramma að samningum við aðila sem vilji hefja slíkan útflutning. n Verið ávallt velkomin Almar bakari Bakarí og kaffihús Sunnumörk Opið frá 7-18 mánudaga til laugardaga og sunnudaga frá 8-17 Brauðin í okkar handverksbakaríi fá rólega og góða meðhöndlun. Þau eru kælihefuð í allt að 18 tíma og því notum við engan viðbættan sykur, minna salt og minna ger í hvert og eitt brauð. Með þessari meðferð verða þau bragðbetri og hollari. Nýjasta brauðið er súrdeigsbrauðið sem er steinbakað og súrinn lagaður af bakaranum. Það heitir Hengill og er bragðmikið og öflugt brauð með þykkri skorpu. Vatnsenglar vilja lóð í Hafnarfirði Aqua Angels frá Tékklandi vill byggja átöppunarverksmiðju hér á landi Lóðin Aqua Angels Iceland ehf. sótti um lóðina Norðurhellu 3. Kaldárbotnar Eigendur tékkneska fyrirtækisins Aqua Angels vilja lóð í Vallahverf- inu en þeir hafa að undan- förnu tappað hafnfirsku vatni úr Kaldárbotnum á flöskur til útflutnings. Mynd Sigtryggur Ari Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is Sigmundur oft- ast strikaður út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sá frambjóðandi sem kjós­ endur Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi strikuðu oftast yfir. Í fréttum RÚV áí gær, mánudag, kom fram að útstrik­ un á seðlum Framsóknarflokks hafi verið áberandi fleiri en hjá öðrum flokkum. Ekki er ljóst hvort þetta mun hafa áhrif á röð­ un þingmanna í kjördæminu, en til þess að Sigmundur Davíð fær­ ist niður um sæti þurfa 25 pró­ sent kjósenda í kjördæminu að hafa strikað hann út. Fékk skurð á höfuðið Tvö slys urðu í umdæmi lög­ reglunnar á Suðurnesjum undir og um helgina. Í dagbók lögreglu segir að karlmaður hafi verið að fara niður af millilofti í Innileikja­ garðinum eftir að hafa verið þar að störfum. Maðurinn hugðist nota stiga til að komast aftur niður en ekki vildi betur til en svo að stiginn rann undan honum með þeim afleiðingum að maðurinn féll á gólfið. Hann fékk skurð á höf­ uðið og kvartaði undan eymslum. Hann var fluttur á bráðamóttöku Landspítala og tilkynning send á Vinnueftirlit ríkisins. Þá slasaðist ungur drengur þegar hann var að spila fótbolta í Reykjaneshöllinni og féll aftur fyrir sig. Talið var að hann hefði handleggsbrotnað og var hann fluttur til aðhlynningar á Heil­ brigðisstofnun Suðurnesja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.