Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Side 6
Vikublað 1.–3. nóvember 20166 Fréttir S tjórnendur Landsbank­ ans hafa ekki enn höfðað mál fyrir dómstólum vegna sölu bankans á eignarhlut hans í Borgun hf. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður banka­ ráðs, vill ekki svara því hvort búið sé að ákveða hverjum verði stefnt eða hvenær niðurstaða muni liggja fyrir. Ákvörðun um málshöfðunina var tekin á fundi ráðsins fimmtu­ daginn 11. ágúst og segir Helga að málið sé enn í vinnslu og að engar frekari upplýsingar verði veittar að sinni. Ekkert heyrt Landsbankinn sendi frá sér frétta­ tilkynningu daginn eftir að banka­ ráðið tók ákvörðun um málshöfð­ unina en þá var ekki búið að taka ákvörðun um hverjum yrði stefnt. Í henni kom fram að fyrirtækið ætli sér að höfða mál vegna sölu á 31,2 prósenta hlut bankans í greiðslu­ kortafyrirtækinu á 2,2 milljarða króna. Landsbankinn seldi hlut­ inn í lokuðu söluferli til tveggja fjár­ festahópa í nóvember 2014. Eigend­ ur Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. keyptu þá 24,96 prósenta hlut og félag á vegum stjórnenda Borg­ unar, BPS ehf., keypti 6,24 prósent. Samkvæmt upplýsingum DV hafa forsvarsmenn félaganna ekkert heyrt af fyrirhugaðri málshöfðun fyrir utan það sem kom fram í til­ kynningu bankans. Helga Björk segir í skriflegu svari við fyrirspurn DV að málið sé enn í vinnslu og að hún geti ekkert tjáð sig um það að svo stöddu. Í sam­ tali við DV í ágúst síðastliðnum sagði hún að lögfræðingar bank­ ans væru að undirbúa málshöfð­ unina og að það gætu liðið nokkrar vikur, eða meira, þangað til niður­ staða um hverjum verði stefnt lægi fyrir. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með 98,2 prósenta hlut ríkisins í Lands­ bankanum, hafði þá engar frekari upplýsingar um málið en þær sem komu fram í stuttri tilkynn­ ingu bankans. Vísaði hann þá í tilkynningu Lands­ bankans frá 16. mars síðastliðnum um að bankinn hefði falið lögmönnum sín­ um að undirbúa málsókn vegna Borgunar­ sölunnar. Skýrslan birt í nóvember Bankaráðið telur Lands­ bankann hafa farið á mis við fjármuni í viðskiptun­ um þar sem honum hafi ekki ver­ ið veittar nauðsynlegar upplýsingar. Eins og frægt er orðið samdi bank­ inn ekki um viðbótar greiðslu vegna milljarðagreiðslunnar sem Borgun hefur innheimt vegna yfirtöku Visa Inc. í Bandaríkjunum á Visa Europe. Stjórnendur hans gerðu aftur á móti fyrirvara um hlutdeild í greiðsl­ um sem Valitor fékk vegna samrun­ ans en bankinn seldi Arion banka 38,62% hlut sinn í greiðslukorta­ fyrirtækinu í desember 2014 eða mánuði eftir að viðskiptin með bréf­ in í Borgun kláruðust. Ríkisendurskoðun vinnur að úttekt á allri eignasölu Landsbankans á ár­ unum 2010 til 2016. Ákveðið var að ráðast í hana vegna beiðna frá eins­ taka þingmönnum, Landsbankanum og Bankasýslu ríkisins um að hún tæki eignasöluna til skoðunar í kjölfar Borgunarmáls­ ins. Samkvæmt upplýsing­ um frá Ríkis­ endurskoðun er enn stefnt að því að niðurstöður hennar verði birtar í skýrslu til Alþingis í næsta mánuði. n Opnunarpartý / afmælishóf Við flytjum á nýjan stað og fögnum 3ja ára afmæli Þér er boðið í opnunarpartý og afmælishóf á nýja staðnum - Holtasmára 1 (Hjartarverndarhúsið) Þriðjudaginn 1. Nóv kl. 17-21 25% afsláttur af öllum vörum þetta kvöld Léttar veitingar og notaleg kvöldstund Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 571-5464 20% afsláttur til 5. nóvember Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG LandSbankinn hefur ekki enn höfðað máL Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is n málshöfðun vegna borgunarmálsins enn í vinnslu n ríkisendurskoðun skilar í nóvember Formaður bankaráðs Helga Björk Eiríksdóttir. Landsbankinn Þann 11. ágúst birtist frétt á vef bankans um að bankaráðið hefði tekið ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.