Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Page 13
Vikublað 1.–3. nóvember 2016 Fréttir 13 konur sem hlotið hafa langtímadóma, sum- ar fyrir hrottalega glæpi á borð við morð og lík- amsárásir. Á tímabili deildi Sandra klefa með ungri konu sem drap yf- irmann sinn, skar líkið í búta og kveikti í. Fyrir þann verknað, sem hún framdi ásamt kærasta sínum, hlaut hún 17 ára dóm. Fangelsið rukk- ar fanga um leigu fyr- ir vistina, 30 dollara á mánuði, og þá þurfa fangarnir að greiða aukalega ef þeir vilja auka nærföt eða undir- föt til að klæðast undir fangabúningnum. All- ar nauðsynjavörur á borð við sápu og tann- krem þurfa fangarnir að greiða sjálfir dýru verði. Minna er um eit- urlyfjaneyslu en gengur og gerist almennt í fangelsum enda eftirlitið gífurlegt. Reglulega eru gerðar rassíur þar sem klefum er snúið við og leitað á öllum föngum. Sömuleiðis er föngum gert að ber- hátta sig eftir hverja heimsókn sem þeir fá og leitað á líkömum þeirra; niðurlægingin er mikil. Aðspurð um lífið innan veggja fangelsisins segir Sandra það vera lítilfjörlegt og lýsir því þannig að hún þurfi sífellt að vera á verði. „Lífið er frekar tilgangslaust. Við erum vaktar klukkan 4.30 til að borða morgunmat. Svo höfum við ekkert að gera til 9.00 þegar kveikt er á símanum og sjónvarpinu. Ég fer í skóla á virkum dögum frá 11.00 til 14.00 og geri lítið eftir það nema ef konan sem að ég hjálpa þurfi eitt- hvað. Dagarnir eru langir og erfið- ir. Það er svo mikið af konum hérna sem eru geðbilaðar og láta mig aldrei í friði. Ég þarf að passa mig á að leyfa þeim ekki að koma mér í vandræði. Það er mjög mikið um kúgun á milli fanga og það eru alltaf nokkrar sem „ráða“ öllu. Ég reyni að halda mig frá öllum.“ Hún segir réttindi fanganna oft hlunnfarin. „Þú ert bara númer hérna og ekkert annað. Það er öll- um sama um okkur og við fáum engu ráðið. Fangar verða að berjast fyrir sínum rétti til læknisaðstoð- ar og yfir leitt bara öllu. Okkur er úthlutað því sem við nauðsynlega þurfum á að halda eins og mat og fatnaði. Annað fáum við ekki.“ Sandra kveðst hafa verið undir það búin að þurfa að sitja af sér dóm en hana grunaði þó aldrei að hún myndi verða lokuð inni þar til hún væri komin á sjötugsaldur. Áfallið var ólýsanlegt þegar dómurinn var kveðinn upp. „Ég brotnaði algjörlega niður. Ég er nokkuð viss um að ég fékk tauga- áfall. Ég var sett í einangrun af því að þeir voru svo hræddir um að ég myndi reyna að fremja sjálfsmorð. Það var ömurlegt að vera í ein- angrun. Ég var ein í klefa í tíu daga, allsber, bara í pappírskjól og með pappírsteppi til að breiða yfir mig. Það sat manneskja og góndi á mig allan sólarhringinn til að passa upp á að ég gerði ekkert af mér.“ Allir hafa rétt á sinni skoðun Dómstóll götunnar getur verið af- skaplega harður. Einhverjir kynnu að koma með frasann „Don't do the crime if you can't do the time.“ Finnst þér óréttlátt að þú þurfir yfir- höfuð að afplána refsingu – burtséð frá hversu langur dómurinn er? „Nei, alls ekki. Ég braut af mér og á skilið að afplána refsingu.“ Ef einhver myndi segja við þig að þú hafir sjálf komið þér í þessar að- stæður og getir þar af leiðandi sjálfri þér um kennt – hverju myndir þú þá svara? „Sú manneskja hefur rétt á sinni skoðun og ég virði það en mann- eskjan hefur aldrei verið í mínum sporum og veit ekkert hvernig mín- ar kringumstæður voru.“ Erfitt að horfa upp á barsmíðar Sandra segir margt vera keim- líkt með lífinu í fangelsinu og því sem fólk kannast við að hafa séð í bandarískum kvikmyndum, eða í sjónvarpsþáttunum Orange is the new black. „Við erum ekki barðar á hverj- um degi en það kemur fyrir. Það er mikið um að verðirnir komi með eiturlyf inn fyrir fanga. Það er alltaf mjög mikið drama og rifrildi milli fanga. Það er líka mjög mikið um að fangar steli hver frá öðrum og þá verður slagur og allt verður vitlaust.“ Hún segir flesta fangaverðina ekki hika við að misnota vald sitt, en sumir séu þó vinsamlegir í framkomu. „Þeir læsa okkur oft inni í klef- unum okkar á daginn þegar að við eigum að vera frammi í sameigin- legu stofunni. Þeir læsa okkur inni að ástæðulausu og segjast ekki vilja horfa á okkur. Annars eru flestir verðirnir góðir við mig af því að ég sýni þeim virðingu og geri ekkert af mér til að gera þá reiða. Margir verðir lemja sumar konurnar þegar þær gera eitthvað sem reitir þá til reiði. Það finnst mér erfitt að horfa upp á.“ Hún segir misbeitingu varðanna meðal annars lýsa sér í því að neita föngunum um að fara inn í klefa að sofa á kvöldin og láta þá í staðinn hanga frammi á ganginum fram á nótt. Eins neiti þeir föngum um lyf. „Við verðum að vera virkilega lasnar til að fá að sjá lækni og það tekur yfirleitt um viku að komast til læknis, það er að segja ef þeir trúa því að maður sé veikur. Mjög oft vilja verðirnir ekki kalla á hjálp þegar fangi þarf virkilega á hjálp að halda,“ segir hún og nefnir tvö persónuleg dæmi. „Ég fékk einu sinni sykurfall og missti meðvit- und. Þá reyndu verðirnir að troða mat upp í mig í staðinn fyrir að kalla á hjálp. Annar fangi kallaði loks á hjálp fyrir mig. Núna er ég búin að vera með tannpínu í meira en sex mánuði og læknirinn neitar að senda mig til tannlæknis. Hann seg- ir að hann „megi ekki vera að svo- leiðis rugli.“ Sandra deilir pínulitlum klefa með öðrum fanga. Þar er koja, tvö lítil skrifborð og tveir litlir kollar. „Við megum ekkert hengja upp hjá okkur. Við gerum það samt og tök- um séns á að allt sé tekið niður og því hent. Eins og er þá er ég með margar myndir af syni mínum og myndir sem að hann hefur teiknað handa mér. Ég er með neðri koju og lími myndirnar undir efri kojuna svo að ég sjái hann Rylan minn um leið og ég vakna.“ Fær sendan matarpakka Hún segir matinn í fangelsinu vera misgóðan og af skornum skammti. Eftir að ný kona tók við eldhús- inu skánaði maturinn heilmikið að sögn Söndru og hætti að verða „ógeðs legur“ eins og hún orðar það. „Við fáum ekki nóg að borða, við fáum aldrei nóg á diskinn og það má aldrei fara aftur í röðina. Sem bet- ur fer sendir mamma mér pening svo að ég geti keypt meiri mat. Þann mat get ég pant- að vikulega. Frænka mín á Íslandi hefur líka sent mér matar- pakka sem hún pant- aði á netinu. Það var æðislegt.“ Sandra segir úti- vistartímann í fang- elsinu sömuleiðis afar takmarkaðan og þar er engin líkams- ræktaraðstaða. „Við fáum að fara út á körfu- boltavöll og ganga um eða bara sitja og spjalla í 30 mínútur, tvisvar til þrisvar í viku. Við eigum samt engan körfubolta.“ Þunglyndi og kvíði Lífið innan múranna er að sögn Söndru Sigrúnar ansi tilgangslaust. „Dags- daglega líður mér yfirleitt mjög illa. Ég er bæði þung- lynd og með ofsakvíða sem ég tek meðul við en þau virka misvel. Til dæmis, ef mamma svarar ekki í sím- ann þá fer ég í algjört panik. Heilinn fer á hundrað með alls konar hugs- anir, eins og að þau hafi lent í slysi eða að eitthvað hrikalegt hafi kom- ið fyrir þau. Ég bara get ekki hætt að hugsa þannig. Oft er ég alveg að fara á taugum þegar að mamma loksins svarar. Mamma þarf náttúrlega að vinna og annað þannig að hún get- ur ekki alltaf svarað símanum. Það er mjög erfitt að vera svona.“ Tilhugsunin um að þurfa að sitja inni næstu áratugina vekur upp hjá henni kvíða og ótta. „Ég hef lofað mömmu að gera enga vitleysu. En ef ég þarf að vera hérna allan þennan tíma þá er ég ekki viss um að ég geti haldið það loforð.“ Aðspurð hvað henni finnist erfiðast við að vera innilokuð í fang- elsi stendur ekki á svari hjá Söndru. Það er að vera fjarri syni sínum og fjölskyldunni. Rylan er fimm ára og fær aðeins að hitta móður sína einu sinni í mánuði. „Það er það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni upplifað. Hann er það besta sem ég á í lífinu.“ Sandra kveðst þrátt fyrir allt vera nokkuð vongóð um að mál hennar verði tekið upp aftur. Hún bindur vonir við að allar hliðar málsins verði skoðaðar og nýr úrskurður kveðinn upp í kjölfarið. Og hún veit af stuðningi og velvild fólksins sem stendur henni næst. „Ég er svo þakklát foreldrum mínum fyrir að gera þetta fyrir mig. Og ég er svo þakklát fyrir alla hjálp sem fólk veitir.“ Sandra hugsar oft heim til Ís- lands. Þar dvaldi hún árlega sem barn. Nú dreymir hana um að láta gott af sér leiða. Nýta reynsluna. En til þess að það rætist þurfa yfirvöld að milda refsingu hennar. Hvað langar þig að gera ef þú losnar? „Mig langar að fara í nám og verða ráðgjafi. Vonandi getur mín reynsla hjálpað einhverjum öðrum að lenda ekki í því sama.“ Frá Íslandi á Sandra óteljandi góðar minningar: eins og vera hjá ömmu sinni og frænku, fara út á róló að leika sér og fara upp í sveit til frænku sinnar, en þaðan á Sandra margar skemmtilegar minningar um reiðtúra og nýborin lömb. „Uppáhaldsmaturinn minn er soðin ýsa með kartöflum, og svo jólamaturinn, hamborgarhryggur og meðlæti. Svo finnst mer grænu frostpinnarnir algjört æði, já og bland í poka! Allur íslenskur matur er svo góður og amma mín og frænka kunna sko að elda,“ segir hún. „Ég hef alltaf litið á mig sem Ís- lending og er svo hreykin af því að vera íslensk. Mig hefur alltaf langað að búa á Íslandi og hef oft og mörg- um sinnum grátbeðið mömmu að flytja með mig til Íslands.“ n Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr. „Það er mjög mikið um kúgun á milli fanga og það eru alltaf nokkrar sem „ráða“ öllu Framhald á næstu síðu  Fjölskyldan Þessi mynd var tekin af fjölskyldunni í nýlegri heim- sókn til Söndru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.