Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Síða 26
Vikublað 1.–3. nóvember 201622 Skrýtið
10 kvikmyndir sem þú
munt aldrei geta séð
Myndirnar sem eru týndar og tröllum gefnar
M
eð öllum þeim tækninýj-
ungum sem hafa litið
dagsins ljós á síðustu ára-
tugum er nokkuð ljóst að
það sem einu sinni fer á
netið verður aðgengilegt þar um ald-
ur og ævi. Þó að þetta eigi ekki við um
allt á þetta sannarlega við um kvik-
myndir sem ganga á milli manna á
netinu – hvort sem okkur líkar betur
eða verr.
Á upphafsárum kvikmyndarinnar
– og áratugunum þar á eftir – þurfti að
gæta þess vandlega að geyma film-
ur á öruggum stað enda voru kvik-
myndir ekki til á stafrænu formi. Því
miður eru nokkrar af elstu perlum
kvikmyndanna týndar og tröllum
gefnar. Sumar þessara mynda voru
engin stórvirki í samanburði við þær
myndir sem sýndar eru í kvikmynda-
húsum í dag en eru þó verðmætar í
sögulegu tilliti. Til dæmis er fyrsta
talsetta teiknimyndin týnd. Hér má
sjá stutt yfirlit yfir tíu kvikmyndir sem
þú munt líklega aldrei sjá. n
Batman Fights Dracula
Já, það var gerð kvikmynd þar sem Batman berst gegn vampírunni Drakúla. Það skal
tekið fram að DC, sem á útgáfuréttinn að Batman, gaf ekki leyfi fyrir þessari filippseysku
kvikmynd sem Jing Abalos fór með aðalhlutverk í. Myndin var kvikmynduð árið 1967 en
er í dag týnd og finnst hvergi. Það eina sem er eftir af henni er þetta forláta plakat.
Chikara to Onna no
Yo no Naka
Þetta er ekki frægasta teiknimynd
sem gerð hefur verið en þó einstök
að því leytinu til að hún er fyrsta
talsetta teiknimynd sögunnar.
Japanir hafa lengi verið framarlega
á sviði teiknimynda, en þessari
tilteknu mynd frá árinu 1933 var
leikstýrt af Kenzo Masaoka sem
var einn af frumkvöðlum japanskr-
ar kvikmyndalistar. Myndin naut
talsverðra vinsælda í Japan á sínum tíma en finnst hvergi í dag.
King Kong Appears
in Edo
Myndirnar um King Kong hafa notið
stöðugra vinsælda í gegnum kvik-
myndasöguna og eru til ófáar myndir
um þessa ófreskju, þá sérstaklega í
Japan. King Kong Appears in Edo var
þögul kvikmynd í tveimur hlutum
sem kom út í Japan árið 1938. Lítið
er vitað um myndina en talið er að
hún hafi verið endurgerð á vinsælli
King Kong-mynd með sama nafni frá
árinu 1933. Myndin týndist fyrir margt
löngu og þrátt fyrir mikla leit finnst
hún hvergi.
Squadron Leader X
Þessi breska njósnamynd er frá árinu
1943 og þótti einkar vel heppnuð ef
litið er á kvikmyndarýni þess tíma. Í
myndinni, sem er í fullri lengd, mátti sjá
þó nokkur áhættuatriði en söguþráður-
inn snýr að þýskum njósnara sem lendir
í alls konar vandræðum í Belgíu og Bret-
landi. Því miður er myndin týnd og þrátt
fyrir mikla leit Bresku kvikmyndastofn-
unarinnar, BFI, hefur ekki tekist að hafa
upp á henni.
Him
Þessi tiltekna kvikmynd þótti marka
nokkur tímamót árið 1974 þegar
hún kom fyrst út. Í raun var um að
ræða dökkbláa kvikmynd og var
markhópurinn samkynhneigðir karl-
menn. Framleiðendum myndarinnar
þótti mistakast hrapallega að gera
myndina aðlaðandi. Söguþráðurinn
bætti ekki úr skák því hann fjallar
um karlmann sem verður ástfanginn
af sjálfum Jesú. Þrátt fyrir mikla
leit hefur eintak af myndinni aldrei
fundist og hafa sumir fullyrt að
myndin hafi í raun aldrei verið gerð.
Þetta hafi allt verið eitt stórt grín.
Kvikmyndavefurinn Film Threat setti
myndina þó á lista yfir eftirsóttustu
týndu kvikmyndirnar.
Wasei Kingu Kongu
Eins og nafnið gefur til kynna fjallaði
þessi mynd um King Kong sem Japanir
voru mjög hrifnir af á sínum tíma. Þetta
var þögul mynd og í raun eins konar
gamanmynd um mann, Santa að nafni,
sem klæðir sig í górillubúning og tekur
þátt í sýningu til að heilla stúlku sem
hann er hrifinn af. Þegar Santa tekur
eftir stúlkunni við hlið karlmanns á
áhorfendapöllunum bregst hann
ókvæða við og gengur berserksgang, í
górillubúningnum, um götur Tókýó.
Le avventure
di Pinocchio
Það munaði sáralitlu að ítalska kvikmynda-
fyrirtækinu Cartoni Animati Italiani Roma
tækist að klára teiknimynd um ævintýri
Gosa. Framleiðsla á þessari tilteknu mynd,
Le avventure di Pinocchio, var sett á ís
vegna fjárhagsörðugleika fyrirtækisins.
Ráðgert var að myndin kæmi út árið 1933 en
á lokametr-
unum varð
fyrirtækið
gjaldþrota og
myndin því
aldrei kláruð.
Að baki lá
ómæld vinna,
hundruð
þúsunda
teikninga,
sem enginn
veit hvar er að
finna í dag.
The Big Boss, Original
Mandarin Cut
Árið 1971 kom Bruce Lee-myndin The Big
Boss út og enn þann dag í dag er hægt
að nálgast eintök af henni. Það hefur
hins vegar reynst erfiðara að nálgast
óklipptu útgáfuna. Myndin, sem var
framleidd í Hong Kong, var ritskoðuð
hressilega á sínum tíma og fjölmörg
blóðug og ofbeldisfull atriði klippt út.
Þannig er klippta útgáfan, sem er til
víða, nokkuð frábrugðin upprunalegu
útgáfunni. Í
upprunalegu
útgáfunni sást
persóna Bruce
Lee meðal
annars sænga
hjá vændis-
konum. Þessi
tiltekna útgáfa
virðist með öllu
glötuð.
Litaða útgáfan af
Citizen Kane
Citizen Kane er að sumra mati besta
kvikmynd sögunnar, en hún kom út í leik-
stjórn Orson Welles árið 1941. Á níunda
áratug liðinnar aldar var til umræðu að
gefa myndina út í lit til að hún höfðaði
betur til yngri áhorfenda. Orson Welles er
sagður hafa verið mjög andvígur þessum
hugmyndum en það kom ekki í veg fyrir
að vinna við það hæfist. Aðeins síðasta
spólan var lituð og enginn veit hvar hún
er niðurkomin. Í heimildamynd BBC frá
níunda áratugnum má þó sjá eina mínútu
úr lituðu útgáfunni.
Upprunalega útgáfan
af Foodfight!
Foodfight! er teiknimynd sem kom út árið
2012 og því nokkuð frábrugðin öðrum
kvikmyndum á listanum. Ekkert var til
sparað við framleiðsluna og voru stórleikar-
ar eins og Hilary Duff, Charlie Sheen og Eva
Longoria fengnir til að talsetja myndina.
Myndin floppaði all rosalega og er raunar á
lista IMDb yfir verstu kvikmyndir allra tíma.
Einkunnin er 1,7. Sagan á bak við þessa mynd
er frekar mögnuð því framleiðendur hennar
hafa haldið því fram að upprunalegu eintaki
myndarinnar hafi verið stolið. Framleiðend-
ur hafi þurft að hnoða myndina saman á
örskömmum tíma,
með lítið sem ekkert
fjármagn, og þess
vegna sé hún jafn
léleg og raun ber
vitni. Hvort þetta
sé sannleikanum
samkvæmt skal
ósagt látið, en þessi
betri og flottari
útgáfa myndarinnar
hefur ekki sést.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is