Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2016, Síða 31
Vikublað 1.–3. nóvember 2016 Menning 27
Sumargjöfin í ár!
Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Fæst á www.mytouch.rocks
FÁKASEL - FYRIR ALLA
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050
matur, drykkur
og skemmtun
hvorki hvað stílgáfu, málsnið né
nokkuð annað varðar. Samskipta-
formið býður ef til vill ekki upp á
það. En alltént byrjaði ég að sjá fyrir
mér hvernig umræðan gæti litið út ef
fólk væri almennt séð vel máli farið
og tjáði sig allajafna á biblíuskotnu
máli. Síðan þróuðust textarnir út frá
því og tóku á sig þá mynd sem í kver-
inu er að finna. Urðu þeir að vísu tals-
vert fleiri en rötuðu í kverið. Ég fann
mig knúinn til að taka það grófasta út
enda vandur að virðingu minni.“
Bókin inniheldur einnig þó
nokkrar teikningar eða afrit af lista-
verkum sem kallast á við textana,
en myndirnar eru eftir Sigtrygg Berg
Sigmarsson, Morgan Betz og Þor-
björn Björnsson. „Ástæðan fyrir því
að ég fór þess á leit við téða menn
að þeir skreyttu verkið er einfald-
lega sú að ég er á því myndir þeirra
kallist á við textana og endurspegli
einkunnarorð kversins um að lífið sé
djók en að það sé í lagi að hlæja þótt
maður fatti ekki djókið.“ n
kristjan@dv.is
The Internet
Laugardagur kl. 21.20 í Valshöllin.
Ekki síður en netið sem sveitin heitir eftir er
The Internet ágætis tákn um fjölbreytni og
víðsýni nútímans, þegar tónlistarmenn geta
sótt sér innblástur og fyrirmyndir hvaðanæva
að og úr dýpstu afkimum vefsins getur
blandan orðið óvænt og bragðmikil. Hér hefur
suðupotturinn getið af sér retró-fútúrískt
nýsálarhip-hop með svarta lesbíska hjóla-
brettatýpu við míkrófóninn. Söngkonan og
forsprakki sveitarinnar, Syd tha Kyd, var lengi
framan af einn helsti taktsmiður rappgengis-
ins Odd Future.
Pertti Kurikan Nimipäivät
Laugardagur kl. 23.30, Gaukurinn.
Margir kannast við finnsku pönksveitina Pertti Kurikan Nimipäivät eftir að kvartettinn
tók þátt í Eurovision-söngvakeppninni árið 2015. Hljómsveitin hefur vakið heimsathygli
fyrir hrátt og einfalt pönk sitt allt frá árinu 2009 þegar sveitin var stofnuð í félagsmið-
stöð fyrir fólk með þroskaskerðingu, en meðlimirnir eru með ólíkar fatlanir á borð við
einhverfu og Downs-heilkennið.
PJ Harvey
Sunnudagur kl. 22.30,
Valshöllin (nauðsynlegt að
tryggja sér miða á föstudag).
Stærsta nafnið á Iceland Airwaves
í ár er vafalaust hin 47 ára gamla
Polly Jean Harvey sem hefur á 25
árum markað sér stöðu sem einn
mætasti listamaður rokksögunnar,
hljóðheimurinn er yfirleitt hrár og
gruggugur og tónlistin fléttar saman
fallega myrkri viðkvæmni, kraft-
miklum töffaraskap og einstöku
skynbragði á ljóðrænu og popplag-
línur. Nýjasta platan, The Hope Six
Demolition Project, er ljóðræn stúdía
á samtímanum í gegnum sögu af
þróun fátækrahverfis í Washington,
höfuðborg Bandaríkjanna.
Gjörningalistamaður rekinn út og
eltur af starfsfólki Bláa lónsins
Johannes Paul Raether þurfti að hætta við síðasta hluta gjörnings síns
G
jörningalistamaðurinn Jo-
hannes Paul Raether var rek-
inn úr afgreiðslu Bláa lónsins
og eltur út af svæðinu þegar
hann framkvæmdi gjörninginn Pro-
tekto.x.x. Absurd Alloy (5.5.5.4), sem
var hluti af tón- og myndlistarhátíð-
inni Cycle á föstudag.
Um var að ræða hluta í gjörn-
ingaröð þar sem Johannes, í hlut-
verki tækninornarinnar Protecto x.x.,
heimsækir og rannsakar staði sem
tengjast hinum ýmsum frum- og jarð-
efnum sem eru falin í þeim tækjum
og tólum sem nútímamenn notast við
dagsdaglega.
Heil rúta af áhorfendum elti Pro-
tekto x.x. í álverið í Straumsvík þar
sem hópurinn fékk leiðsögn og því
næst í Bláa lónið. Þar voru viðtökurn-
ar ekki jafn vinalegur, en þegar lista-
maðurinn reyndi að næla sér í kísil úr
lóninu var hann stöðvaður af starfs-
manni. Því næst skoðaði listamaður-
inn sig um í verslun Bláa lónsins en
var þá vinsamlegast beðinn um að
yfir gefa bygginguna – enda þyrfti leyfi
fyrir slíkum uppákomum.
Næst ætlaði listamaðurinn að
baða sig í litlum kísilfylltum polli utan
baðsvæðis Bláa lónsins en neyddist til
að hætta við eftir að öryggisvörður elti
rútuna af svæðinu. n kristjan@dv.is
Tók það grófasta út
Þrátt fyrir að hún sé
óhefluð og klámfengin
segir Ólafur Guðsteinn
að hann hafi sleppt
mörgum grófustu
textunum.