Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Page 10
Vikublað 15.–17. nóvember 201610 Fréttir ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT Vonast til að fá nýra áður en barnið fæðist n Hannes Þórisson hefur beðið eftir nýju nýra í sjö ár n Einn tólf Íslendinga sem É g fékk nýra árið 2000 úr lif- andi gjafa, móður minni. Við Íslendingar erum svo heppn- ir að við erum með rosalega hátt hlutfall lifandi gjafa. En ég fékk sýkingu í það og þurfti að byrja aftur í blóðskilun. Hér er ég búinn að vera í sjö ár,“ segir hinn 42 ára gamli Hannes Þórisson, formaður Félags nýrnasjúkra. Hann er einn tólf Ís- lendinga sem nú eru á formlegum biðlista eftir nýraígræðslu í gegnum samstarf Norðurlandanna undir merkjum ígræðslustofnunarinnar Scandiatransplant sem starfrækir líf- færabanka. Fólkið á bak við biðlistann Líffæri sem Íslendingar gefa fara í bankann og ígræðsla fer oftast fram á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð. Líkt og DV fjall- aði ítarlega um í síðasta helgarblaði þá hefur verkefnið gengið vel. Frá 2010 hafa að meðaltali fengist um 5–6 nýru til ígræðslu í íslenska nýrna- sjúklinga með nýrnabilun á loka- stigi, en árið í fyrra var sérstaklega gott þegar átta aðgerðir voru fram- kvæmdar. Það hefur hins vegar orðið hrun í fjölda það sem af er þessu ári, þar sem aðeins einn sjúklingur hefur fengið nýra í gegnum samstarfið og það var nú í byrjun nóvember. Boðað hefur verið til fundar í Sví- þjóð síðar í þessum mánuði til að ræða stöðu mála og leita skýringa á þessari fækkun, sem skiljanlega kemur sér afar illa fyrir Íslendinga sem eru nú í þeim erfiðu sporum að bíða eftir nýju og bættu lífi sem fylgir líffæragjöf af þessu tagi. En upplýs- ingar um fjölda fólks á biðlista eru bara tölur á blaði. DV vildi setja and- lit á þessar tölur og ræða við fólkið sem þessi bið hefur raunveruleg áhrif á. Á listanum í tvö ár Blaðamaður og ljósmyndari DV hitta Hannes á mánudagsmorgni þar sem hann, ásamt fleirum, liggur í blóðskilun á Landspítalanum við Hringbraut. Hann liggur í rökkrinu með heyrnartól á höfðinu og spjald- tölvu fyrir framan sig, teppi yfir sér og ber sig ágætlega miðað við að- stæður. Það er líka nauðsynlegt að fólk geti látið fara vel um sig í þess- um aðstæðum. Hannes, líkt og fleiri í hans stöðu, þarf að mæta á deildina þrisvar í viku, í fjórar og hálfa klukku- stund í senn og getur sig hvergi hrært á meðan. Þegar Hannes reisir sig við og færir til teppið blasa við fjölmargar leiðslur sem liggja úr handlegg hans í stóra og augljóslega hátækni- lega blóðskilunarvélina – gervi- nýrað, eins og það er kallað. Maður sér blóðið fara í gegnum vélina sem malar í bakgrunni og það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug til að lýsa hljóðinu er hljóðlát þvottavél sem stillt er á væga skolun. Vélin er enda að hreinsa blóð hans og bæta við þeim nauðsynjum sem upp á vantar. „Ég er búinn að vera á formleg- um biðlista síðan í lok árs 2014,“ segir Hannes þegar hann er spurður út í biðlistann sem getur tekið langan tíma að komast á þar sem fara þarf í gegnum miklar undirbúningsrann- sóknir. „Svíinn er svo erfiður að á öllum pappírum þá virka ég víst svo feitur að þeir vildu ekki setja mig á lista. Svo komu þeir og sáu mig og þá var allt í lagi. Þá voru þeir að lesa of mikið í BMI-stuðulinn,“ segir Hannes. Hann veiktist á tíunda áratug síð- ustu aldar. Það var árið 1997–1998 sem hann greindist með nýrnabil- un á lokastigi. Þá tók við tæpt ár í blóðskilun þar til hann fór út til Dan- merkur árið 2000 þar sem grætt var í hann nýra sem móðir hans gaf. Eftir um átta ár, eða í kringum hrun, fékk hann sýkingu í nýrað og missti það og þurfti að byrja aftur í skilun, þar sem hann hefur verið síðan. En hvernig lýsir það sér þegar menn veikjast? „Þetta byrjar með almennum slappleika. Maður er alltaf þreyttur. Nýrun eru svo rosalega mikilvægt og merkilegt líffæri. Það hreinsar blóðið af óhreinindum og sér um að allt starfi og öll efni séu í réttum hlutföll- um í skrokknum. Einhver sagði mér eitt sinn að þetta væri næstflóknasta líffæri okkar, á eftir heilanum. Einu sinni sagði læknir mér að í gamla daga hafi ekki verið óalgengt að þegar stóð að fólk hefði dáið úr leti þá hafi í raun verið um nýrnabilun að ræða,“ segir Hannes. Fimmtán tímar á viku „Ég mæti hér þrisvar í viku í fjóra og hálfan klukkutíma í senn. Þá fæ ég mína nýrnahreinsun, um 65–70 pró- sent af venjulegri hreinsun í þessa 15 klukkutíma á viku. Á meðan venju- legur einstaklingur er með svona 80–100 prósent allan sólarhringinn, allan ársins hring.“ Þegar menn eru svo háðir þessari meðferð og í ljósi þess hversu tíma- frek hún er þá er augljóst að þeir sjúk- lingar sem eru í þessari stöðu gera ekki mikið annað. „Nei, ég geri nú ekki mikið ann- að. Ég veit að sumir hafa getað unnið eitthvað aðeins með þessu, létt skrif- stofustörf og annað, en maður er slappur eftir þetta og þreyttur. Það fer dagurinn í þetta. Ég hef um einn og hálfan tíma til að koma mér heim og hvíla mig og þá er ég bara búinn í 2–3 tíma eftir það.“ Áhyggjufull yfir stöðunni Sem nýrnasjúklingur á biðlista eftir ígræðslu og formaður Félags nýrna- sjúkra hefur Hannes fylgst vel með þeirri alvarlegu stöðu sem upp er „Fólk er því orðið áhyggjufullt Vélin sem heldur öllu gangandi Hannes Þórisson hefur í sjö ár mátt koma þrisvar í viku í rúma fjóra tíma í senn í blóðskilun á Landspítalanum. Í tæp tvö ár hefur hann verið á formlegum biðlista eftir nýraígræðslu frá Svíþjóð. DV heimsótti hann í meðferðina á mánudagsmorgun. Mynd Sigtryggur Ari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.