Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 15.–17. nóvember 2016 Fréttir 13
Gengu hágrátandi
og tómhent út
af spítalanum
Gripið verður niður í frásögn Evu af Facebook hér að neðan en þar lýsir
hún upplifun sinni af fósturmissinum á einlægan og opinskáan hátt
„En svo gerist það. Bara smá, varla sjáanlegt blóð. Og verðandi móðir
veit strax hvað um er að vera. Tárin koma ósjálfrátt niður kinnarnar,
hún heldur um magann og biður leigjandann um að íhuga málið vel og
vandlega, við getum pottþétt komist að niðurstöðu saman – bara ekki
fara frá mér svona snögglega. Verðandi móðir hringir niður á kvenna-
deild og vill fá að koma í skoðun, ellefu vikur og fimm dagar er víst alltof
snemmt.
„Ertu komin svona stutt?“ - „Það er ekkert sem ég get gert, ef þú ert
að missa þá ertu bara að missa. Hvað á ég að gera í því?“ – „Farðu heim
og fylgstu með blæðingunni, fáir þú hita þá kemurðu aftur“ – „Þú ert
bara ein af þessum 10–35 prósentum sem missa fóstur.“
Leigusalinn gat ekki haldið tárunum aftur. Var leigjandinn ósáttur
við leiguhúsnæðið? Eftir mikla andvökunótt, litla blæðingu en óstjórn-
lega verki var henni boðið að koma í sónar og sjá hvað væri í gangi.
Hún hélt að þau hefðu komist að samkomulagi, hún skyldi betrumbæta
leiguumhverfið – og það skyldi ekki rifta samningnum.
„10–35 prósent kvenna missa fóstur einhvern tímann á lífsleiðinni –
þannig virkar þetta bara stundum“ segir konan, áður en hún skellti geli
á magann og skoðaði sig um. Á skjánum sást lítið fóstur, sem myndað
hafði lítið fallegt höfuð - en hafði tapað hjartslætti sínum.
Syrgjandi par gekk inn á fæðingardeildina, með ekkasog og ennþá
grátandi – tveimur dögum seinna og héldu í vonina um að þetta væri
slæm martröð. Þau fengu sér herbergi, þar sem þeim var komið fyrir og
svo tók biðin við.
Í næsta herbergi bergmálaði hver hjartslátturinn á fætur öðrum, hjá
helling af ánægðum verðandi mæðrum. En ekki hvarflaði að þeim að í
næsta herbergi væri syrgjandi par sem grét sárar við hvern hjartsláttinn
sem ómaði.
Á ganginum frammi bergmálaði grátur nýfæddra barna, ásamt
himinlifandi ættingjum sem streymdu inn með gjafir handa móður og
barni. En syrgjandi parið, sem misst hafði leigjandann sinn urðu ansi
reið og sár yfir því að þurfa að deila rými með fólki sem var að upplifa
bestu tíma lífs síns.
Það ætti ekki að láta syrgjandi foreldra, sem eru nú þegar að ganga
í gegnum erfiðasta á lífstíðinni – hlusta á fallegan hjartslátt, heyra grát
í nýfæddu barni og sjá hamingjusama nýbakaða/verðandi foreldra.
Það ætti að vera algjörlega sér aðstaða fyrir fólk sem missir, alveg sama
hvenær á meðgöngunni.
Inn labbar læknirinn, sex tímum eftir áætlaðan aðgerðartíma.
„Svona er lífið, eins og sagt er þá missa 10–35 prósent kvenna fóstur fyrir
tólftu viku og stundum þarf aðgerð til að fjarlægja fóstrið – eins og í þínu
tilfelli þar sem fóstrið vill ekki fara.“
Fyrir þessu fólki vorum við ekkert meira heldur en bara einhver pró-
sentutala. Prósentutala sem hafði hlakkað meira til þess að eignast þetta
barn heldur en einhvað annað. Prósentutala sem ennþá í dag, þremur
mánuðum seinna syrgir litla fallega leigjandann sem hefði getað átt
yndislegt leiguhúsnæði í níu mánuði, ef það hefði ekki þurft að gera
aðra mikilvæga hluti á þessari stundu.
Þegar parið labbaði út af fæðingardeildinni, hágrátandi og tómhent -
labbaði annað par út af deildinni, brosandi og hamingjusöm með pínu-
litla angann sinn í fallega heimferðarsettinu og risastórum bílstól.“
hafi breyst á 27 árum hvað varðar
viðhorf fólks til þessara mála,“ segir
Eva.
Mikilvægt að sýna nærgætni
og virðingu
Eva segir undanfarna mánuði hafa
einkennst af miklum sveiflum,
líkam lega og ekki síður andlega.
„Þetta er búinn að vera afskaplega
erfiður tími og ég er ennþá í hálf-
gerðum rússíbana. Það hjálpar samt
mikið að tala um hlutina. Mér fannst
ég alltaf hrikalega mikið ein í þessu
öllu saman,“ segir hún.
Parið er staðráðið í að eignast
barn í nánustu framtíð. „Reyndar er
það þannig að einn daginn þrái ég
ekkert meira en að eignast barn og
svo næsta dag hugsa ég um að þurfa
hugsanlega að ganga í gegnum þetta
allt aftur og þá vil ég það alls ekki.“
Eva kveðst óska þess að um-
ræðan um fósturlát muni opnast
frekar í samfélaginu og að fólk innan
sjúkrastofnana sýni frekari nærgætni
í garð foreldra sem þurfa að ganga í
gegnum þessa erfiðu reynslu.
„Það þarf að taka meira tillit til
þarfa þeirra foreldra sem missa barn
sitt á meðgöngu. Það má gjarnan
sýna foreldrum í þessari stöðu meiri
nærgætni, því þeir eru ekki síður að
upplifa sorg.
Þú átt ekki að þurfa að vakna eftir
þessa aðgerð og vera í sama herbergi
og kona sem er nýbúin að eignast
barn. Það er virkilega erfitt að horfa
upp á gleði og eftirvæntingu hjá öðr-
um eftir að hafa gengið í gegnum
jafn hörmulegan missi. Ég óska ekki
neinum að þurfa að upplifa þetta.“ n
„Það má
gjarnan
sýna foreldrum
í þessari stöðu
meiri nærgætni
Hvað er ólíkt með myndunum tveimur?
L
auflétt myndagáta í tilefni
dagsins!“ segir Róbert
Wessman, forstjóri Alvogen, á
Facebook. Þar birtir hann tvö
skjáskot af frétt Morgunblaðsins
sem fjallar um dómsmál á hendur
Róberti og viðskiptafélaga hans. Það
var viðskiptafélagi þeirra, Matthías
H. Jóhannessen, sem stefndi þeim,
en það skal tekið fram að hann er
frændi Haralds, ritstjóra Morgun-
blaðsins.
Dómarinn mat tjón Matthíasar á
um 34 milljónir og komst að þeirri
niðurstöðu að ekki væri unnt að
greiða bætur sökum þess að hann
ætti hlut í félaginu og ekki ljóst hvert
tjónið yrði.
Í fyrri útgáfunni í af
frétt Morgunblaðsins var
fyrirsögnin: Sýknaðir af
þriggja milljarða kröfu.
Fréttin hefst á þess-
um orðum: Árni Harðar
son, Róbert Wessman
og Magnús J. Magnús
son voru á föstudag sýkn
aðir af þriggja milljarða
króna kröfu Matthíasar
H. Jóhannes sen sem stefndi
þeim í málinu.
Í uppfærslu tæplega tveimur
tímum síðar er fyrirsögnin orðin:
Róbert Wessman dæmdur skaða
bótaskyldur.
Þá hefst fréttin á þessum orðum:
Róbert Wessman hefur ásamt Árna
Harðarsyni og Magnúsi J. Magnús
syni verið dæmdur skaðabótaskyld
ur fyrir að hlunnfara viðskiptafélaga
þeirra, Matthías H. Jóhannessen,
sem stefndi þeim í málinu. Þar með
er spurningunni svarað. n
Hreinsun
á kjólum
1.600 kr.
Opið
Virka daga
08:30-18:00
laugardaga
11:00-13:00
Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni
hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook
Gæði í
merkingum
www.graf.is
• Sandblástursfilmur
• Skilti úr málmi, plasti og tré
• Merkingar á bíla
Hjallahraun 2, Hfj. - S: 663-0790