Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Side 6
Vikublað 15.–17. nóvember 20166 Fréttir Fékk sex milljarða lán á Íslandi en stefnir í þrot n Sáttatillögu Havila Shipping í Noregi hafnað n Íslandsbanki og Arion eiga milljarða undir S tjórnendur norska skipa­ félagsins Havila Shipping ASA segja gjaldþrot blasa við eftir að hópur kröfuhafa hafnaði tillögu um fjárhags­ lega endurskipulagningu fyrirtæk­ isins. Arion banki og Íslandsbanki lánuðu Havila jafnvirði 5,7 milljarða króna en tillagan innifelur meðal annars skuldalækkun og breytingu á kröfum lánardrottna í hlutafé. Til­ lagan var samþykkt af Arion banka og á að tryggja honum einungis 15 prósenta endurheimtur af útistand­ andi skuld Havila auk kaupréttar á hlutafé. Íslandsbanki vildi ekki svara spurningum DV. „Við færðum þetta lán niður að stærstu leyti og áhættan í bókum bankans er því afar takmörkuð. Það liggja fyrir drög að samkomulagi sem við höfum stutt sem kveða á um 15 prósenta endurheimtur auk kaupréttar á hlutafé. Maður veit náttúrlega ekki í dag hverju það getur skilað þegar fram líða stundir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upp­ lýsingafulltrúi Arion banka. Milljarða eftirgjöf Havila Shipping sendi tilkynningu til norsku kauphallarinnar (Oslo Børs) síðasta miðvikudag um að samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu við lánveit­ endur og stærsta hluthafa fyrir­ tækisins hefði náðst. Þess hafði þá verið beðið síðan í febrúar þegar óveðtryggðir skuldabréfaeigend­ ur félagsins höfnuðu fyrri tillögu um endurskipulagningu. Sam­ kvæmt tilkynningunni átti samn­ ingurinn að tryggja áframhaldandi rekstur olíuþjónustuskipaflota Ha­ vila og sigla félaginu út úr þeim ólgusjó sem skapaðist þegar verð á Norðursjávar olíu (e. Brent crude) fór að hrynja seinni hluta árs 2014. Afborganir af lánum félagsins næstu fjögur ár áttu að lækka úr 3,2 millj­ örðum norskra króna, rétt tæpum 43 milljörðum íslenskra króna, í 67 milljónir norskra. Hreinar skuldir áttu að lækka um 1,6 milljarða norskra, jafnvirði 21 milljarðs króna, og eigendur félagsins í staðinn að leggja því til nýtt hlutafé og sjá til þess að hluti skipaflotans yrði seld­ ur. Þá átti að breyta tilteknum skuld­ um í eignarhluti í fyrirtækinu og aðr­ ir hluthafar en Havila Holding, sem á í dag 51 prósents hlut, að þynnast út. Stærsti eigandinn hefði lofað 118 milljónum norskra í nýtt hlutafé og víkjandi láni upp á 46,2 milljónir. Hópur skuldabréfaeigenda, sem saman eiga kröfur á Havila Shipping fyrir um 500 milljónir norskar krón­ ur eða 6,7 milljarða króna, hafnaði tillögu Havila á föstudag. Meðlimir hans lögðu þá fram aðra og talsvert breytta áætlun um að þeir breyti kröfum sínum í hlutafé og eignist meirihluta í skipafélaginu. Stjórn­ endur Havila tilkynntu í kjölfarið að ólíklegt sé að lánveitendur sam­ þykki þá tillögu og að óbreyttu sé út­ lit fyrir að fyrirtækið fari í gjaldþrot. Ekkert borgað Íslandsbanki tók í árslok 2014, ásamt Sparebank1 SMN í Noregi, þátt í 475 milljóna norskra króna sambankaláni til Havila. Hlutur bankans nam samkvæmt fréttum á þeim tíma 130 milljónum norskra eða 1,7 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Lánið fór til endurfjármögnunar fjögurra olíuþjónustuskipa fyrirtækisins. Tunna af Norðursjávarolíu kostað þá 110 dali en 44 dali við lokun markaða í gær. Hálfu ári síðar lán­ aði Arion banki Havila 300 millj­ ónir norskra króna eða fjóra millj­ arða króna. Tunnan kostaði þá um 105 dali. Bankarnir vildu í janúar síðast­ liðnum ekki svara DV því hvort farið hefði verið fram á að floti eða aðrar eignir norska skipafélagsins yrðu veðsettar sem trygging fyrir endur­ greiðslum. Arion banki réðst í lok árs 2015 í verulega varúðarniður­ færslu á lánum til erlendra fyrir­ tækja í þjónustustarfsemi tengdri olíuleit. Greint var frá ákvörðuninni í ársreikningi bankans en ekki til­ greint sérstaklega um hversu mikið útlánin til Havila voru færð nið­ ur. Miðað við tillögu norska skipa­ félagsins um endurskipulagningu er ljóst að tapið mun nema millj­ örðum króna. Lán Íslandsbanka til Havila var einnig fært niður í fyrra en bankinn hefur ekki viljað upp­ lýsa um upphæð niðurfærslunnar. Norska skipafélagið hefur ekki greitt vexti né afborganir af höfuðstól lána síðan vinna að fjárhagslegri endur­ skipulagningu þess hófst í fyrra. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Nærri gjaldþrota Havila Shipping ASA var stofnað árið 2003 en félagið á í dag 27 þjónustuskip. Rekstrarörðugleikar fyrirtækisins hófust með lækkun olíuverðs sem leiddi til verk- efnaskorts hjá fyrirtækjum sem þjónusta olíuiðnaðinn. Upplýsingafulltrúi Arion Haraldur Guðni Eiðsson segir tillögu Havila gera ráð fyrir 15 prósenta endurheimtu fyrir bankann auk kaupréttar á hlutafé. MyNd ArioN bANki PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler 2/1 Tveir fyrir einn MARGSKIPT SJÓNGLER Tilboð: tveir fyrir einn www.plusminus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.