Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 15.–17. nóvember 20162 Skreytum heimilið - Kynningarblað
Heillandi dönsk hönnun
Söstrene Grene í Kringlunni og Smáralind
Í
verslununum Söstrene Grene
í Kringlunni og Smáralind
er hægt að fá smekklegar
hönnunarvörur til jólagjafa,
jólaskreytinga og margs konar
föndurvörur. Að auki er boðið upp
á leikföng, matvörur, eldhúsáhöld,
kerti, ritföng og veisluvarning.
Söstrene Grene er dönsk keðja
og selur mikið af rómaðri danskri
hönnun en einnig sækja hönnuðir
áhrif til Spánar og Austurlanda.
Verslanirnar eru byggðar upp eins
og austurlenskur markaður og við
skiptavinurinn upplifir að hann sé
staddur á slíkum stað. Mikið er lagt
upp úr uppstillingum á vörum, litum
og notalegri tónlist, ásamt sterkri og
ljúfri angan af tei og kertum.
Á boðstólum er ætíð mikið úrval
vinsælla vara sem eru ávallt fáan
legar en jafnframt koma reglulega
nýjar og spennandi vörur og eru
þær mismunandi frá einni viku til
annarrar. Miklar kröfur eru gerðar
til gæða og notagildis vörunnar en
ýmsar vörur eru sérstaklega hann
aðar af listhneigðum hönnuðum
sem starfa einungis hjá Söstrene
Grene í Danmörku.
Fyrsta verslun Söstrene Grene á
Íslandi var opnuð í desember 2005
og önnur í Kringlunni í maí 2012.
Þrátt fyrir að verslanirnar séu á
höfuðborgarsvæðinu eiga þær stór
an og dyggan hóp viðskiptavina á
landsbyggðinni. Söstrene Grene er
með mjög lifandi og skemmtilega
síðu á Facebook. Þar má sjá hluta
af nýjum vörum sem koma inn fyrir
jólin ásamt skemmtilegum fróð
leiksmolum. n
Áklæði og gluggatjöld fyrir
heimili og fyrirtæki síðan 1944
Bólstrarinn, Langholtsvegi 82
B
ólstrun er enn það sem
allt snýst um hjá okk
ur. Bólstraðir hlutir eru
alls staðar í umhverfinu,
til dæmis á líkamsræktar
stöðvum, hótelum og veitinga
húsum, og að sjálfsögðu líka á
heimilum. Við vinnum mikið fyrir
veitingahús og hótel og höfum fund
ið sterklega fyrir uppganginum sem
orðið hefur í ferðaþjónustunni.“
Þetta segir Hafsteinn
Gunnarsson, eigandi Bólstrarans,
sem er í senn gamalt og síungt fyrir
tæki. Faðir Hafsteins, Gunnar V.
Kristmannsson, stofnaði Bólstrar
ann árið 1944 og var fyrirtækið til
húsa að Hverfisgötu 76 allt til ársins
2000, en þá var flutt í stærra hús
næði að Langholtsvegi 82, þar sem
það er til húsa núna. Hafsteinn tók
hins vegar við rekstrinum upp úr
1980. Auk bólstrunar flytur Bólstr
arinn inn og selur efni. „Við flytjum
inn áklæði, gluggatjöld og vegg fóður
og stundum tengist sá innflutningur
þeim stóru verkefnum sem við erum
í. Arkitektar koma gjarnan í versl
unina og velja fyrir sína viðskipta
vini. Gluggatjöldin eru sérpöntuð í
gegnum okkur, þau eru svo gríðar
lega fjölbreytt að það er ekki hægt að
halda gluggatjaldalager. Afgreiðslu
tíminn er hins vegar mjög stuttur,“
segir Hafsteinn en hann leggur
áherslu á að flytja eingöngu inn mjög
vandaðar vörur:
„Við erum með umboð fyrir
mjög flott fyrirtæki í Evrópu, t.d.
Romo Fabrics sem er orðið stærsta
og flottasta fyrirtækið í svona fín
um og dýrum textíl í heiminum. Þá
má líka nefna Warwick Fabrics sem
framleiðir geysilega fínt efni. Þetta
fer oft saman, þ.e. húsgögn, áklæði,
gluggatjöld og veggfóður eru gjarn
an valin saman. Hótel þurfa síð
an yfirleitt að láta veggfóðra hjá sér
því þau fá ekki stjörnur án veggfóð
urs.“ Þrátt fyrir umfangsmikil verk
efni fyrir fyrirtæki er rúmlega helm
ingur viðskipta Bólstrarans enn við
einstaklinga og heimili og er þetta
svipuð samsetning starfseminnar
og verið hefur frá upphafi hjá þessu
gróna fyrirtæki.
„Grunnurinn er einstaklingar og
við höfum alltaf lagt mikla áherslu
á þá. Sixtíshúsgögn hafa líka verið
mjög vinsæl síðan um aldamótin,“
segir Hafsteinn en vinsælt er að
láta bólstra húsgögn hönnuð á ár
unum frá 1955–1970, sem eru í há
tísku í dag.
Það er gaman og gagnlegt fyr
ir þá sem vilja fegra heimili sín
að koma í verslun Bólstrarans að
Langholtsvegi 82 en hún er opin frá
kl. 9 til 18 mánudaga til föstudaga.
Síminn er 5684545 og netfang er
bolstrarinn@islandia.is. Nánari
upplýsingar eru síðan á heimasíð
unni bolstrarinn.is. n