Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 15.–17. nóvember 20164 Fréttir Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku. Hagar að kaupa Lyfju af ríkinu fyrir um sjö milljarða n Smásölurisinn átti hæsta boð í hlut ríkisins n Ákveðið að ganga til viðræðna við Haga H agar áttu hæsta skuldbind­ andi kauptilboð í allt hluta­ fé Lyfju, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, og ákvað fyrirtækjaráðgjöf Virðingar í lok síðustu viku að ganga í kjölfarið til viðræðna við smásölurisann. Gangi viðskiptin eftir, sem veltur meðal annars á samþykki Samkeppnis­ eftirlitsins, þá gerir tilboð Haga ráð fyrir því að kaupverðið fyrir þessa stærstu lyfjakeðju landsins verði í kringum um sjö milljarða króna, samkvæmt heimildum DV. Lyfja var á meðal þeirra fjöl­ mörgu eigna sem voru framseldar til íslenskra stjórnvalda um síðast­ liðin áramót sem hluti af stöðug­ leikaframlagi kröfuhafa föllnu bank­ anna en hlutafé Lyfju var áður í eigu slitabús Glitnis. Skömmu eftir að stjórn Lindarhvols, umsýslufélags sem var falið að halda utan um tug­ milljarða stöðugleikaeignir íslenska ríkisins, samdi við Virðingu um að vera ráðgjafi við söluferlið var Lyfja auglýst til sölu í byrjun september fyrr á þessu ári. Mikill áhugi reyndist á félaginu sem endurspeglaðist í því að vel á annan tug fjárfesta skil­ uðu inn óskuldbindandi tilboðum í Lyfju áður en frestur til þess rann út 5. október. Eignarhlutur ríkisins í Lyfju er verðmætasta einstaka eign­ in í formi hlutafjár í félögum og fjár­ festingarsjóðum sem er í umsýslu Lindarhvols. Í tilkynningu frá Högum til Kaup­ hallar Íslands mánudaginn 7. nóv­ ember í síðustu viku kom fram að fé­ lagið hefði sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lyfju. Til­ teknir fjárfestar höfðu verið teknir áfram í annan hluta söluferlisins og rann frestur til að skila inn slíku til­ boði út þann dag. Þá sagði í tilkynn­ ingu Haga að eftir að skuldbindandi tilboð bærust í Lyfju þá myndi selj­ andi ákveða hvort halda ætti áfram með söluferlið, með einum eða öðr­ um aðilum. Niðurstaðan reyndist sem fyrr segir sú að ganga til kaup­ viðræðna við Haga þar sem félagið hafi verið með hæsta tilboðið í Lyfju. Tíu sinnum EBITDA Skuldbindandi kauptilboð Haga var gert með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og að sam­ þykki Samkeppniseftirlitsins fengist fyrir viðskiptunum. Hagar, sem reka meðal annars verslanir undir merkj­ um Bónuss og Hagkaupa, eru með markaðsráðandi stöðu á dagvöru­ markaði. Í því ljósi er talið fullvíst að Samkeppniseftirlitið muni gefa sér góðan tíma, líklega fjóra til sex mánuði, áður en hægt verð­ ur að taka afstöðu til viðskiptanna. Í fyrrnefndri tilkynningu Haga til Kauphallarinnar var tekið fram að verði af viðskiptunum mætti gera ráð fyrir að gengið yrði frá þeim um mitt næsta ár. Lyfja er stærsta keðja apóteka og heilsuverslana á Íslandi en sam­ tals rekur félagið 39 apótek, útibú og verslanir, um land allt undir merkj­ um Lyfju, Apóteksins og Heilsu­ hússins. Hagnaður samstæðunnar nam 254 milljónum króna á síðasta ári en velta fyrirtækisins var tæp­ lega níu milljarðar króna. EBITDA­ hagnaður Lyfju á árinu 2015 – af­ koma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – nam 595 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum DV áætla stjórnendur Lyfju hins vegar að EBITDA félagsins fyrir núver­ andi rekstrarár hækki um hundrað milljónir króna og verði því samtals um 700 milljónir. Skuldbindandi til­ boð Haga í Lyfju, að sögn þeirra sem þekkja vel til, gerir ráð fyrir því að hlutafé lyfjakeðjunnar sé keypt mið­ að við um tífalda EBITDA­afkomu félagsins sem þýðir að smásöluris­ inn muni borga um sjö milljarða króna fyrir Lyfju. Það er umtalsvert hærra verð en Lyfja var metin á í bók­ um Glitnis þegar hlutafé félagsins var framselt til ríkisins. Samkvæmt heimildum DV var hluturinn í Lyfju aðeins bókfærður á um tvo milljarða króna og því mun fyrirhuguð sala á þessari tilteknu eign skila ríkinu um fimm milljörðum króna meira í stöð­ ugleikaframlag en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeir Steinar Þór Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi Seðlabanka Íslands, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), hafa verið fulltrúar stjórnvalda í stjórn Lyfju eftir að félagið komst í hendur ríkisins fyrr á þessu ári. Sterk staða Haga Fjárhagsstaða Haga er afar sterk og hefur góð afkoma á undanförnum árum meðal annars verið nýtt til að greiða hratt niður skuldir félagsins. Í lok síðasta rekstrarárs, sem lauk í febrúar á þessu ári, námu vaxta­ berandi skuldir smásölurisans að­ eins rúmlega 700 milljónum króna og höfðu þá lækkað um nærri átta milljarða króna á aðeins fjórum árum. Félagið er því afar vel í stakk búið til að ráðast í fjárfestingar en eiginfjárhlutfall þess er um 55%. Við lok viðskipta í Kauphöllinni í gær nam markaðsvirði Haga tæp­ lega 62 milljörðum króna. Eigendur Haga eru að langstærstum hluta ís­ lenskir lífeyrissjóðir, með samanlagt meira en 50% hlut í félaginu, en enga einkafjárfesta er að finna á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins. n Lyfja Stærsta lyfjakeðja landsins. MynD SIgTryggur ArI Hörður Ægisson hordur@dv.is Fjórar konur fluttar frá Akureyri Mirjam og Tómas geta hist á Hólmsheiði F jórar konur verða í dag, þriðju­ dag, fluttar með langferðabíl til Reykjavíkur sem rúmar fjórtán manns. Með í för eru verðir sem gæta þeirra. Konurnar fjórar hafa dvalið í fangelsinu á Akureyri en færa sig nú um set og afplána eftir­ stöðvar dóma sinna í nýju fangelsi á Hólmsheiði sem loks er búið að taka í notkun. Til stóð að opna það í sum­ ar en það hefur tafist úr hófi fram. Um borð í rútunni er hin hollenska Mirjam Foeke Van Twuijer sem er gift Tómasi Inga Þórarinssyni. Hann hefur dvalið á Vernd og verða hjónin nú loks nær hvort öðru. DV fjallaði um Mirjam og Tómas fyrr í vetur og greindi frá því að Útlendingastofnun hefði ákveðið að vísa henni úr landi og má hún eftir afplánun ekki koma til Íslands næstu 30 árin. Það tekur hana sárt að vera bannað að heimsækja heimaland mannsins síns í framtíðinni. n geta hist Tómas og Mirjam giftu sig á Akureyri. Hann hefur dvalið á Vernd sem er opið úrræði fyrir fanga. Nú er hún loks á leið suður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.