Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 15.–17. nóvember 20164 Skreytum heimilið - Kynningarblað Sígræn jólatré með tíu ára ábyrgð Skátabúðin selur hágæða gervijólatré S kátarnir byrjuðu að selja Sí­ græna jólatréð – gervijóla­ tré – fyrir 23 árum. Þessi tré endast gríðarlega vel, svo vel að þau eru að erfast á milli ættliða. Þetta er innflutt vara, hágæða tré sem hafa reynst mjög vel. Allur ágóði af jólatréssölunni fer beint í æskulýðsstarf skátanna.“ Þetta segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skátabúð­ arinnar, en gervijólatré frá skátun­ um eru klárlega mjög góður kostur í þeim tilvikum þegar lifandi jóla­ tré henta ekki. Torfi telur að notk­ un gervitrjáa fari vaxandi: „Margir verða sífellt þreyttari á öllu barrinu, þrifunum og veseninu sem fylgir lifandi trjám. Og sumir hafa of­ næmi fyrir gróðrinum,“ segir Torfi en telur þó að lifandi jólatré hafi sannarlega mikla kosti og mik­ inn þokka til að bera. Sígræna jólatréð sé hins vegar góður valkostur til hliðar við þau: „Það er gott að eiga tréð alltaf niðri í geymslu og þurfa ekki að huga að jólatréskaupum fyrir hver jól. Svo er líka gott að geta byrjað að skreyta fyrr fyrir jólin, margir eru farnir að skreyta um miðjan des­ ember og jafn­ vel fyrr.“ Sígræna jólatréð frá skátunum endist gríðarlega vel og er selt með tíu ára ábyrgð. Hægt er að skipta um einstaka greinar í því, eða eins og Torfi segir sposkur: „Já, það er hægt að fá varahluti.“ Þó að Sígræna jólatréð sé innflutt er það framleitt í samræmi við fyrirmæli frá Skátabúðinni og hannað með þeim hætti að það líkist sem mest nor­ mannsþini, sem Ís­ lendingar þekkja vel. Efnið sem not­ að er í tréð er þykk­ ara en á flestum öðrum trjám og það er jafnframt ekki eins eldfimt og önnur gervi­ tré. Í trénu er þykkara plast en gengur og gerist með gervitré, sem veldur því að greinarnar leggjast síður niður, við geymslu milli jóla, og tréð virkar eðlilegra þegar komið er við það. Sígræna jólatréð kostar frá 5.900 krónum en mikill fjöldi stærða er í boði og er verðið breytilegt eftir stærðum. Minnstu trén eru 60 sentimetrar á hæð og þau stærstu heilir fimm metr­ ar. Stærstu trén prýða anddyri í húsnæði ýmissa stórfyrirtækja. Sígræna jóla­ tréð er til sölu í Skátabúðinni, Hraunbæ 123. Frá og með miðjum nóvem­ ber verður hægt að skoða trén uppsett í búðinni. Jafnframt er hægt að kaupa trén í vefversl­ uninni gervijolatre.is. Trén eru þá heimsend hvert á land sem er. n Falleg jólatré Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.gervijolatre.is Fáðu þér sígræna gæðajólatréð - sem endist ár eftir ár! Skátarnir hafa nú um árabil selt Sígræna jólatréð og prýða þau nú þúsundir ánægðra heimila. Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.