Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Síða 31
Vikublað 15.–17. nóvember 2016 Menning 23 U m 42 árum eftir að Hið ís­ lenska bókmenntafélag réðst í útgáfu heillegrar Íslands­ sögu fyrir almenning kemur loks út síðasta bindið í ritröðinni. Verkefnið hófst á 1000 ára afmæli byggðar árið 1974, en þá var ákveðið að gefa út sögu Íslands við almenn­ ings hæfi frá upphafi byggðar og til vorra daga. Ellefta og síðasta bindið í Sögu Íslands fjallar um árin 1918– 2008 og kemur í búðir í vikunni. Bindið hefst árið sem Ísland varð sjálfstætt ríki og lýkur í árs­ byrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt samfélag. Samkvæmt tilkynningu frá Bókmenntafélaginu er dregin upp mynd af „mannlífi og menn­ ingu í samfélagi sem var eitt hið fá­ tækasta í Vestur­Evrópu en var um miðbik 20. aldar komið í hóp þeirra efnuðustu og hélt þeirri stöðu fram á 21. öld þótt ýmiss konar áföll riðu yfir þjóðina. Þá er greint frá sögu ís­ lensks réttarfars á 20. öld og jafn­ framt dregnir upp meginþræðir ís­ lensks menningarlífs og sjónum einkum beint að undirstöðum list­ sköpunar. Þetta eru miklir umbrota­ tímar í sögu þjóðarinnar sem veita jafnframt mikilvæga innsýn í helstu átakamál og viðfangsefni samtím­ ans.“ Höfundar efnis eru Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal og ritstjórar eru þeir Pétur Hrafn og Sigurður, en hann hefur stýrt útgáfunni frá upphafi. n kristjan@dv.is S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Optrel Vegaview 2.5 DIN er heimsmeistarinn Optrel fótósellu- hjálmar fyrir rafsuðu una norsku. Fjölmörg laga Cohens fjalla einmitt um ástina og var hann annálaður kvennamaður. Í leit að guðdóminum I've heard there was a secret chord // That David played and it pleased the Lord // But you don't really care for music, do you? Lagið Halelujah er ef­ laust eitt allra þekktasta lag Cohens en það kom út á plötunni Various Positions árið 1984. Sagan segir að Cohen hafi unnið í laginu í um fimm ár, skrifað meira en 80 erindi, áður en hon­ um tókst að festa það niður og taka upp. Lag­ ið vakti enga sérstaka athygli fyrr en 13 árum seinna, í millitíðinni hafði John Cale úr Velvet Under­ ground gert ábreiðu af því með öðrum er­ indum af lager Cohens, ungur maður að nafni Jeff Buckley hafði svo heyrt útgáfu Cales og tekið sjálfur upp og gefið út á frumraun sinni Grace – en lagið sló endanlega í gegn eftir að Buckley drukknaði aðeins 29 ára gamall árið 1997. Eins og í svo mörgum text­ um Cohens eru trúar­ legu þemu og leit eftir guðdóminum áberandi. Cohen stundaði alla tíð gyðingatrúna sem hann ólst upp við en samhliða því stundaði hann zen­búddisma og hvarf raunar um nokkurra ára skeið úr sviðsljósinu og gekk í búddískt munkaklaustur á tíunda áratugnum. Myrk sýn á heiminn They sentenced me to twenty years of boredom // For trying to change the system from within // I'm com- ing now, I'm coming to reward them // First we take Manhattan, then we take Berlin Leonard Cohen heimsótti Ísland árið 1988 og spilaði á tónleikum í Laugardalshöll sem voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Lagið First we take Manhattan er eitt þekktasta lag plötunnar I'm Your Man sem hann hafði þá nýlega sent frá sér og var það á meðal þeirra 29 laga sem hann flutti í Höllinni. Lag­ ið er myrkur eitís dansslagari inn­ blásinn af þýska skæraliðahópn­ um Rote Arme Faction (Baader­ Meinhof) en Cohen sagði að honum þætti af­ staða og afdráttar­ leysi hryðjuverka­ manna almennt vera heillandi, þótt hann styddi ekki aðgerðir þeirra. Sáttur við dauðann I wish there was a treaty we could sign // It's over now, the water and the wine // We were broken then but now we're borderline // And I wish there was a treaty // I wish there was a treaty between your love and mine. Þetta eru síð­ ustu orðin á síð­ ustu plötu Leonards Cohen, You want it darker, sem kom út þann 21. október, rúmum tveimur vikum fyrir dauða skáldsins. Dauðinn svífur yfir vötnum í þessum magnaða svanasöng skáldsins. Í viðtali við The New Yorker í október hafði Cohen lýst því yfir að hann teldi sig eiga stutt eftir: „Ég er tilbúinn til að deyja. Ég vona bara að það verði ekki of óþægilegt – það er svo sem ekki mikið meira sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Cohen. Hann sagðist enn fremur helst vilja ná að hnýta sem flesta lausa enda á sköp­ unarverki sínu, sortera og klára ókláruð ljóð og lög – en ef það tækist ekki gerði það lítið til. Sonur Cohens sagði föður sinn hafa unnið að þessu allt fram á dauðadag. n Tók 42 ár að klára Sögu Íslands Ellefta og síðasta bindið í ritröðinni Saga Íslands kemur út Sigurður Líndal Hefur ritstýrt ellefu bindum af Sögu Íslands á 42 árum. Segir engar heimildamyndir jafnast á við South Park Adam Curtis segir heimildamyndaformið í krísu H inn vinsæli en umdeildi breski heimildamyndagerðarmaður Adam Curtis segir að hefð­ bundnum heimildamyndum hafi hreinlega mistekist að útskýra hinn ofurflókna samtíma okkar fyrir áhorfendum, skáldskapur sem notast við heimildir sé mun gagnlegri til að varpa ljósi á raunveruleikann. Þetta segir hann í viðtali við breska dagblað­ ið The Guardian um stöðu heimilda­ myndarinnar. Curtis nefnir til dæmis kvikmyndir á borð við The Big Short og American Honey, og þáttaraðirnar This is Eng­ land og South Park sem dæmi um verk sem varpi nýju ljósi á veruleikann – en síðastnefndu þættina segir hann vera tæra snilld. „Öll þessi verk snúast um að sýna fólki raunveruleikann, en þau gera það á óvæntan og hugvitsamlegan hátt. Þau bjóða þér að horfa á heiminn á nýjan hátt, á meðan hefðbundnar heim­ ildamyndir virðast sitja fastar,“ segir Curtis sem nýlega sendi frá sér heim­ ildamyndina HyperNormalisation á BBC. n kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.