Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 15.–17. nóvember 201612 Fréttir
Þ
að ætti ekki að láta syrgj
andi foreldra, sem eru nú
þegar að ganga í gegnum
það erfiðasta á lífsleiðinni,
hlusta á fallegan hjartslátt,
heyra grát í nýfæddu barni og sjá
hamingjusama nýbakaða eða verð
andi foreldra. Það ætti að vera al
gjörlega sér aðstaða fyrir fólk sem
missir, alveg sama hvenær á með
göngunni,“ segir Eva Rún Hafsteins
dóttir en hún gekk í gegnum
fósturlát í ágúst síðastliðnum. Hún
telur viðhorf heilbrigðisstarfsfólks
til ástands hennar hafa einkennst af
ákveðinni léttúð og segir mikilvægt
að tekið sé tillit til þess að foreldrar
sem missa barn sitt á meðgöngu
ganga oft og tíðum í gegnum sama
sorgarferli og foreldrar sem missa
barn eftir að það er komið í heim
inn. Þá segir hún sárt að ganga í
gegnum aðgerðina og þurfa í kjöl
farið að deila sjúkrahúsrými með
nýbökuðum foreldrum.
Eva er búsett á Akranesi ásamt
unnusta sínum og syni en það kom
í ljós í júlí síðastliðnum að von væri
á nýjum fjölskyldumeðlimi. Gleðin
var mikil að sögn Evu sem kveðst
aldrei hafa leitt hugann að því að
hún gæti hugsanlega misst fóstrið á
fyrsta þriðjungi meðgöngunnar.
„Okkur var lengi búið að langa
í annað barn þannig að við vorum
óskaplega spennt og ég fór alveg á
fullt í alls konar plön og pælingar.
Það er stundum eins og maður sé
staddur í einhverjum draumaheimi
þegar maður á von á barni, þú svífur
um á bleiku skýi,“ segir hún og bæt
ir við að þó svo hún hafi ekki verið
komin langt á leið þá hafi þau ekki
hikað við að leyfa sér að velta fyrir
sér framtíðinni með væntanlegum
nýjum erfingja.
Áfallið var því mikið þegar í ljós
kom að enginn hjartsláttur var hjá
fóstrinu, en það var á elleftu viku
meðgöngunnar. Evu var tjáð, oftar
en einu sinni, að 10 til 35 prósent
allra kvenna gangi í gegnum fóstur
missi einhvern tímann á ævinni.
„Þar sem ég var ekki gengin
meira en ellefu vikur þá var eins og
þetta væri bara ekkert mál í augum
lækna og hjúkrunarfólks. Ég var
bara hluti af þessari prósentu og átti
bara að fara heim og reyna aftur.“
Hún birti frásögn sína á Face
book nú á dögunum og kveðst aldrei
hafa getað órað fyrir viðbrögðun
um; tugir stúlkna og kvenna hafa
skrifað athugasemd undir færsluna
eða sent Evu skilaboð þar sem þær
hafa sömu sögu að segja.
Margar þeirra lýsa sömu upp
lifun af viðhorfi og framkomu heil
brigðisstarfsfólks og finnst það ekki
líta sömu augum fósturmissi og
barnsmissi. Eva segir augljóst að
umræðan um fósturlát sé dulin hér
á landi, en engu síður sé ljóst að
það sé algengara en marga grunar.
Það sjáist á viðbrögðunum við
færslunni.
Eva segir að til að mynda hafi
ein kona tjáð henni að hún hefði
gengið í gegnum sömu upplifun
fyrir 27 árum. „Þessi reynsla situr
ennþá í henni. Það er frekar ömur
legt að hugsa til þess að nær ekkert
„Ef þú Ert
að missa þá
Ertu bara
að missa“
n Eva Rún gekk í gegnum sársaukafullt fósturlát í sumar
n Segir viðhorf heilbrigðisstarfsfólks kuldalegt og tillitslaust
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is „Ég var bara
hluti af
þessari prósentu
og átti bara að
fara heim og
reyna aftur
Sónarmynd
Eva geymir
enn sónar-
myndina sem
staðfesti að
fósturlát hefði
átt sér stað.
Mæðgin Eva Rún ásamt syni sínum á góðri stundu.