Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 19
Vikublað 15.–17. nóvember 2016 Kynningarblað - Skreytum heimilið 3 Njóta samveru og sköpunar- krafts hver annarrar Nostra við gjafavörur í Vestmannaeyjum N ostra er falleg gjafavöru- verslun sem stofnuð var í fyrra. Verslunin er staðsett í gömlu og rótgrónu versl- unarrými í Vestmanna- eyjum og er í eigu Lindar Hrafns- dóttur, grafísks miðlara, Önnu Guðnýjar Laxdals kjólasveins og Sig- ríðar Ingu Kristmannsdóttur, kjóla- og klæðskerameistara. Þar eru til sölu margar fallegar vörur sem þær stöllur hanna og búa til á staðnum. „Hér er einnig verkstæði sem við vinnum saman í og svo tökum við líka að okkur ýmis sérverkefni,“ seg- ir Lind. Lind og Sigga Inga eru fædd- ar og uppaldar í Vestmannaeyjum, en Anna Guðný flutti til Eyja átta ára gömul. Því má segja að þær séu allar Vestmanneyingar í húð og hár. Nostra við allt í Nostru Verslunina stofnuðu stöllurnar til að koma vörum sínum á framfæri, „en einnig til að samnýta vinnuað- stöðu, njóta samveru og sköpunar- krafts hver annarrar,“ segir Lind og bætir við að nafnið á búðinni sé komið frá sögninni að nostra, að nostra við hlutina. „Það fannst okkur passa mjög vel þar sem við hönnum og framleiðum hlutina með alúð og vandvirkni og nostrum því við sér- hvern hlut.“ Anna Guðný hefur unnið mikið með útsaum. Til dæmis hefur hún gert dásamleg sængurverasett fyrir börn, og púða með mynstrum úr Íslensku sjónabókinni auk orker- aðra og heklaðra hálsmena, ásamt sérverk efnum. Lind hefur verið að gera skilti, kerti, púða með texta og vegglímmiða. Einnig er hún í umbroti, að setja upp auglýsingar, blöð, og ýmsu fleira prenttengdu. Sigga Inga saumar svo fylgi- hluti og fatnað meðal annars úr íslenskri ull ásamt því að sinna sérverkefn- um. Selja nær eingöngu eigin hönnun Aðspurð, hvort þær selji eingöngu eigin hönnun í versluninni, svarar Lind: „Ja, mestmegnis seljum við bara okkar vörur, en við höfum líka selt handverk eftir foreldra okk- ar.“ Stöllurnar hafa þá verið að selja bjórbera, útprjónaða vettlinga, kertastjaka, rugguhesta, kirkju og jólatré eftir foreldra sína. „Það nýjasta hjá okkur núna eru barna- kragar, húfur ullar- kragar og vettlingar sem henta bæði döm- um og herrum. Einnig eru komin ný vegg- spjöld og dúkkuvögg- ur. Svo ætlum við að gefa út dagatal sem er enn í vinnslu ásamt öðrum vörum,“ segir Lind. Sigga Inga, Lind og Anna Guðný eru greini- lega hæfileikarík- ir hönnuðir og af- kastamiklir því þær eru sífellt að bæta við vöruúrvalið í versluninni. Fyrir þá sem eiga ekki kost á að versla við Nostru í Vestmannaeyjum er verslunin einnig með [netverslun] (www.nostraverzlun.is, sem opnaði í sumar, þar sem seldar eru vörurnar úr búðinni. „Við sendum um allt land og jafnvel til útlanda,“ bætir Lind við. Nostra er staðsett að Vestmanna- braut 33 í Vestmannaeyjum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgja og skoða Nostru á Instagram þá gengur versl- unin undir kassamerkinu #nostra- verzlun. Einnig eru Lind, Anna og Sigga Inga duglegar að setja inn nýjustu vörurnar á facebooksíðu verslunarinnar. n Rugguhestur Sem nostrað hefur verið við. Nostra Það er margt fallegt að finna í Nostru. Púði Lind hannaði þennan fallega púða fyrir Hafrúnu Dóru. Veggspjald Ullarponsjó Úr hönnunarlínu Siggu Ingu. Útsaumaðir púðar Eftir Önnu Guðnýju. Stjörnumerkjaplattar Eftir Lind Stjörnumerkjaplattar Fallegar gjafaöskjur fylgja plöttunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.