Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 15.–17. nóvember 201614 Fréttir Erlent
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
Þarna er öruggast
að búa
n Legatum-stofnunin tekur
saman lista yfir velmegun og lífskjör
n Ísland er fjórða öruggasta landið
Í
sland er í fjórða sæti á lista yfir það
þau ríki sem öruggast er að búa í.
Þetta er samkvæmt niðurstöðum
Legatum, alþjóðlegra ráðgjafar- og
fjárfestingarsamtaka, sem undan-
farin ár hafa gefið út svokallaðan lífs-
kjara- og velmegunarlista.
Fjölmörg atriði eru lögð til grund-
vallar útreikningum Legatum sem
skipt er í níu flokka; má í því sam-
hengi nefna pólitískan stöðugleika,
menntun, heilbrigðiskerfi, velferð og
öryggi og persónulegt frelsi. Þegar öll
þessi atriði hafa verið tekin saman
er niðurstaðan sú að velmegun og
lífskjör eru best á Nýja-Sjálandi, svo
Noregi, Finnlandi, Sviss og Kanada.
Ísland er í 14. sæti í heildina.
Vefritið Business Insider tók
á dögunum saman niðurstöður
Legatum í einum af undirflokkunum,
velferð og öryggi, sem gefur nokkuð
raunsæja mynd af því hvaða ríki eru
þau öruggustu í heimi. Í þessum
flokki er tekið tillit til þátta eins og
glæpatíðni (þjófnaða, morða, of-
beldisglæpa o.s.frv.), matvælaör-
yggis, hryðjuverkaárása og hættu á
þeim, banaslysa í umferðinni, hversu
öruggt fólk telur sig vera á götum úti
og fjölda flóttamanna í eigin landi
svo dæmi séu tekin. n
Velferð og öryggi
Í þessum flokki, sem
úttektin byggir á, er tekið
tillit til eftirfarandi þátta:
n Aðgengi að fullnægjandi mat
n Aðgengi að fullnægjandi húsaskjóli
n Dauðsföll vegna stríðsátaka
n Dauðsföll af völdum borgarastyrj
alda og þjóðernisátaka
n Morð Pólitískur stöðugleiki
n Þjófnaðir
n Flóttamenn í eigin landi
n Hversu öruggir þegnar telja sig vera
á götum úti þegar kvölda tekur
n Fjöldi fórnarlamba vegna hryðju
verka undanfarin fimm ár
n Banaslys í umferðinni
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
3 Japan Japanir voru í 22. sæti í þessum flokki á sama tíma í fyrra sem þýðir að þetta ógnarstóra iðnríki stekkur upp um 19 sæti á milli ára. Aðeins Singapúr skorar hærra en
Japan af ríkjum Asíu en í heildina eru Japanir í 22. sæti á lista Legatum. Hæst skorar Japan í
flokknum heilsa þar sem 2. sætið er niðurstaðan á eftir Lúxemborg.
1 Singapúr Borgríkið Singapúr skorar hæst allra ríkja heims í þessum tiltekna undirflokki og er því öruggasta ríki heims samkvæmt skilgreiningu Legatum. Í heildina er Singapúr í 19. sæti yfir mestu velmegunarríkin. Það sem dregur ríkið niður er hversu lágt
það skorar í öðrum undirflokkum. Munar þar mestu um að ríkið er í 97. sæti þegar kemur að persónulegu frelsi, en í þeim flokki er til dæmis
tekið tillit til þátta eins og umburðarlyndis gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum.
2 Lúxemborg Lúxemborg skorar
hæst allra ríkja Evrópu í þess
um flokki en til samanburðar
var smáríkið í 10. sæti á sama
tíma í fyrra. Í heildina er
Lúxemborg í 12. sæti á lista
Legatum og er langt yfir
meðallagi í öllum flokkum.
Að mati Legatum er heil
brigðiskerfið í Lúxemborg
það besta í heimi.
4 Ísland Ísland er í fjórða
sæti í þessum tiltekna
undirflokki og er þetta
þriðja árið í röð sem Ísland
skipar það sæti. Sem fyrr
segir er Ísland í 14. sæti í
það heila. Það sem dreg
ur okkur niður, að mati
Legatum, er menntakerfið
(28. sæti) og heilbrigðis
kerfið (24. sæti). Það
breytir þó ekki þeirri stað
reynd að Ísland er örugg
asta ríki Norðurlandanna
að minnsta kosti.