Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Page 8
Vikublað 29. nóvember–1. desember 20168 Fréttir Þ etta er úti um allt land eigin­ lega. Það er ómögulegt að segja hvað kærurnar verða að lokum margar. Flestar stúlkurnar sem hafa lagt fram kæru eru fæddar á bilinu 1999 til 2002,“ segir Sveinbjörn Halldórs­ son, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við DV. Tugir kæra hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum frá því að Adam Pilecki var fyrst handtekinn þann 17. nóvember síðastliðinn. Lög­ reglan lítur málið grafalvar­ legum augum. Adam er grun­ aður um að hafa birt myndir af minnst 88 íslenskum ung­ lingsstúlkum, undir lögaldri, á vefsíðu sinni. Þar var villt um fyrir um notendum sem töldu þjónustu stúlknanna vera til sölu. Þá er Adam grunaður um að hafa áreitt unglinga undir lög­ aldri sem og vörslu barnakláms og blygðunarbrot. Fleiri mál er tengj­ ast Adam eru til rannsóknar hjá lög­ reglunni á Suðurnesjum. „Málið er mjög umfangsmikið og rannsókn er í fullum gangi,“ segir lögreglufulltrúi sem er yfir rann­ sókn málsins. Fór í loftið í október Adam sem er fæddur árið 1973 er pólskur en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár. Í byrj­ un október síðastliðinn auglýsti Adam, sem er búsettur á Ásbrú, á persónulegri Facebook­síðu sinni að von væri á vefsíðu með „íslensk­ um fegurðardísum.“ Síðan fór í loft­ ið skömmu síðar en hefur nú verið lokað. Þar voru myndir af 88 íslenskum stúlkum og gefið í skyn að þær byðu upp á fylgdarþjónustu. Þegar smellt var á myndirnar færðist notandinn hins vegar yfir á svæsnar erlendar klámsíður. Stúlkurnar sem hafa lagt fram kæru eru flestar á aldrinum 14–16 ára gamlar en Pilecki tók myndir af stúlkunum af Facebook­ síðum þeirra. Engar klámfengnar myndir voru birtar af stúlkunum sjálfum en sam­ hengið sem myndirnar voru sett­ ar í varðar við lög. Þá er Pilecki grunaður um að hafa kynferðislega áreitt nokkur fórnarlömb sín. Tilvist síðunnar barst lög­ reglu fyrst til eyrna eftir að árvök­ ull meðlimur Facebook­samfé­ lagsins Beauty Tips vakti athygli á henni. Miklar umræður spunnust um síðuna sem varð að lokum til þess að for­ eldrar og for­ ráðamenn fjöl­ margra stúlkna, sem voru mynd­ birtar á síðunni, mættu ásamt dætrum sínum og lögðu fram kæru. Enn í gæsluvarðhaldi Adam Pilecki var handtekinn þann 17. nóvember síðastliðinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í vikutíma en það var síðan framlengt um aðra viku, til föstudagsins 2. des­ ember. Þess var krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna og hættu á áframhaldandi brotum. Adam er grunaður um ærumeiðingar og blygðunarbrot gagnvart stúlkunum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögregla krefjist áfram­ haldandi gæsluvarðhalds yfir Adam. Sveinbjörn Halldórsson staðfesti í samtali við DV að enn væru stúlkur að stíga fram vegna málsins. „Það er verið að leggja fram kæru í þessum orðum töluðum,“ sagði Sveinbjörn og bætti við að jafn­ framt hefðu kærur verið lagðar fram á Akureyri sem og annars staðar á landinu. Sveinbjörn segir lögregluna hafa tekið málið föstum tökum. „Hann er enn í gæsluvarðhaldi og þrír af fjórum rannsóknarlögreglumönnum hjá okkur á Suðurnesjum eru eingöngu að vinna í málinu. Það endurspeglar alvarleika málsins.“ Enginn annar er grunaður í málinu en Sveinbjörn telur að flestar stúlk­ urnar, sem birtust á vefsíðu Adams, hafi verið valdar af handahófi. Neitar sök í málinu „Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef fengið eru myndirnar af stúlk­ unum ekki grófar.“ Þetta segir Daníel Reynisson, verjandi mannsins. Inntur eftir svörum um hvort Adam sé grunaður um önnur brot segir Daníel. „Nei, ég get ekki sagt það. Það er aðallega þetta.“ Þá segir Daníel að þar sem hann hafi enn ekki fengið aðgang að öll­ um rannsóknargögnum lögreglu í málinu telji hann ekki forsvaran­ legt að hann tjái sig opinberlega um málið að svo stöddu. Eftir að DV óskaði eftir viðtali við Adam vegna málsins bárust þau svör að hann legðist gegn því að fjöl­ miðlar fjalli um málið á þessu stigi. Ef sú ósk yrði ekki virt vildi hann þó koma því á framfæri að hann neiti sök í málinu. Adam kveðst að auki halda úti nokkrum vefsíðum í markaðslegum tilgangi. „Það er líka annað mál á bak við þetta. Það eru fleiri mál í gangi sem tengjast honum. Ég get því miður ekki sagt meira að sinni. Málið er mjög umfangsmikið og rannsókn er í fullum gangi,“ segir Sveinbjörn Halldórsson. n Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd Fleiri stúlkur stíga fram Fleiri mál sem tengjast Adam eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum Kristín Clausen kristin@dv.is Valdar af handahófi Lögregla segir að svo virðist vera sem stúlkurnar hafi verið valdar af handahófi. Adam Pilecki Tugir kæra Fjölmargar kærur liggja nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum. Adam situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.