Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Síða 16
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201616 Fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Kanna opnun neyðar- brautar í KeflavíK n Kostar að lágmarki 280 milljónir n nýrrar ríkisstjórnar að ákveða framhaldið t il skoðunar er hvort nauðsynlegt sé að opna svokallaða neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli í stað þeirrar sem lokað var á Reykjavíkurflugvelli í byrjun júlí síð- astliðins. Kostnaður við opnun slíkr- ar brautar væri að lágmarki 280 millj- ónir en gæti orðið mun hærri. Hluti af samkomulagi Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá- verandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undir- rituðu í október 2013 samþykkt þess efnis að ljúka skyldi vinnu við deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar og að því loknu skyldi tilkynna um lokun flugbrautar 06/24, svokallaðrar neyðarbrautar. Á fundi innanríkis- ráðherra og borgarstjóra 11. júlí 2014 var lokun brautarinnar meðal annars til umræðu. Í fundargerð fundar- ins segir: „Samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar liggur fyrir að NA-SV- braut verði lokað. Innanríkisráðherra staðfesti að það samkomulag hvað það varðar standi. Verið er að ljúka áhættumati til að meta hvort opna þurfi samsvarandi braut í Keflavík. Tímaáætlun áhættumatsins er um 6 vikur eða til 22. ágúst.“ Lokun neyðarbrautarinnar dróst þó eftir þetta, svo mjög Reykjavíkur- borg höfðaði mál á hendur ríkinu til að fá fá henni lokað. Héraðsdómur féllst á það með borginni og stað- festi Hæstiréttur þann dóm í júní á þessu ári. Brautinni var síðan lokað í byrjun júlí. Lokun brautarinnar á Reykja- víkurflugvelli gagnrýnd Lokun brautarinnar vakti mikla úlfúð, einkum á landsbyggðinni. Þá hafa flugmenn Mýflugs, sem sinnir sjúkraflugi, gagnrýnt hana harðlega. Í frétt DV 23. nóvember síðastliðinn var greint frá því að Þorkell Ásgeir Jó- hannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, hafi í pistli á Facebook lýst því að hann hafi fyrir skemmstu þurft að lenda sjúkraflugvél við getumörk sjúkra- flugvélarinnar „í hámarks hliðar- vindi og á blautri braut að auki. Mun öruggara hefði verið að lenda á braut 24 (neyðarbrautinni) en hún er lok- uð. Á um það bil 3ja til 4ra klukku- stunda bili í gærkvöldi var ófært á öllu suðvesturhorni landsins, þar sem hliðarvindur var langt út fyrir mörk á öllum flugbrautum í Reykja- vík og Keflavík, nema á neyðarbraut- inni, sem er lokuð.“ Lokað vegna lítillar notkunar Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflug- vallar, lét vinna minnisblað um kostnað við opnun neyðarbraut- ar á Keflavíkurflugvelli og er minn- isblaðið dagsett 29. september síðastliðinn. Slík braut, nefnd flug- braut 07/25 er til staðar á vellinum en var lokað árið 1994 af banda- ríska hernum. Ástæða lokunarinnar var fyrst og fremst afar lítil notkun, var hún nýtt í innan við einu pró- senti tilvika lendinga og flugtaka. Yrði neyðarbraut opnuð á ný á Keflavíkurflugvelli yrði það á grunni þeirrar flugbrautar. Í minnisblaðinu kemur fram að ástand brautarinnar í dag sé slíkt að ekki sé hægt að opna hana fyrir notkun. Til þess þyrfti að fara í fram- kvæmdir og eru í minnisblaðinu drepið á þrenns konar útfærslu til þess. Sú kostnaðarminnsta felur í sér að sett verði upp brautarljós og brautin lögð með flotbiki. Áætlaður kostnaður við það nemur 280 millj- ónum króna. Hinar tillögurnar fela annars vegar í sér að brautin verði malbikuð og hins vegar að hún verði lengd og malbikuð. Kostnaður við þær framkvæmdir nemur á bilinu 1 til 1,4 milljarðar króna. Brautin gæti aðeins þjónustað litlar flugvélar en myndi ekki geta borið millilandaflug. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er afar sjaldgæft að flugvélar þurfi frá að hverfa vegna veðurskilyrða á Keflavíkurflugvelli. „Ekki er vitað til dæmis um vél sem hefur þurft frá að hverfa en hefði getað lent á braut 07/25 hefði hún verið til staðar,“ seg- ir í svari frá Isavia við fyrir spurn DV. Ákvörðun um framhald málsins liggur hjá innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan hefur ekkert verið ákveðið og ljóst að það bíður nýrrar ríkisstjórnar að ákveða framhaldið, hvort eitthvað verður gert og þá hvað. Ekki hefur verið gert ráð fyrir fjármunum í ver- kefnið eins og mál standa núna. n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Umdeild lokun Neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað í júlí síðastliðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.