Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Page 39
Tvær fjörugar barnabækur sem eru samstarfsverkefni rithöfundanna Hugins Þórs Grétarssonar og Maariu Paivinen frá Finnlandi. Rödd hafsins er nýjasta bók Ingibjargar Kr. Ferdinandsdóttur. Bókin hjálpar börnum og fullorðnum að kyrra hugann en fyrri bókin, Garður hugans, var gríðarvinsæl. Sögusvið og persónur Sköglu koma úr kvæðum og handritum fornskálda um norrænu goðin og heim þeirra. Dvergurinn Nýráður og fósturdóttir hans, Skögul, halda til fundar við konunginn í Næríki. Launráð verða til þess að þeim er stíað í sundur. Í leit að hvort öðru mæta þau blóðþyrstum nöðrum, alvitrum jötni og útlægu goði ... Hahahaha! Híhíhí ... Stútfull bók af frábærum bröndurum. Gamlir og góðir í bland við splunkunýja. Þetta er bók fyrir þá sem vilja veltast um af hlátri yfir jólahátíðirnar ... og kannski eitthvað fram á nýtt ár! (vonandi með einhverjum hléum samt). Það heyrist hvinur og allt verður svart. Ungur Íslendingur finnst látinn í Osló og rannsóknarlögreglukonunni Júlíu gengur illa að finna morðingjann. Þegar höfuðlaust lík í skógarrjóðri bætist við prísar hún sig sæla að hafa geðlækninn Alexander sér til aðstoðar. Einfari er æsispennandi sakamálasaga. Þegar morð er framið í sveitasælunni vaknar Sveinn upp við vondan draum því fljótlega verður ljóst að hann liggur undir grun. Lögreglan sinnir starfi sínu ekki sem skyldi og Sveinn verður að afla sönnunargagna sjálfur til þess að finna morðingjann og komast hjá því að lenda á bak við lás og slá. BÓKAHILLUNA Nýjar bækur í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.