Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Qupperneq 42
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201634 Lífsstíll Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn okkar og fáðu betri kjör s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Systur gefa hugmynd að fallegum aðventukransi n Gamaldags skreyting með rómantísku ívafi n Katla og María ákváðu að láta gott af sér leiða og gefa hönnunina Á dögunum létu systurnar Katla og María Krista Hreiðarsdætur, sem eru eigendur verslunarinnar Systur & Makar, mynd af fal- legum aðventukransi í Facebook- hópinn Skreytum hús. Aðrir notend- ur voru fljótir að taka við og „lækin“ og ummælin hrönnuðust inn. Það er hægt að útfæra aðferðina á margan hátt. Til dæmis með því að líma ysta lagið á fallegri servíettu á kerti eða prenta út fallegar myndir. Til dæmis hefur verið vinsælt að líma mynd af barnabörnunum og gefa ömmu og afa í jólagjöf. Það sem skiptir mestu máli, þegar kertaskreytingar eru gerðar úr papp- ír er að hann sé örlítið þykkari en hefðbundinn prentpappír. Áferðin er sömuleiðis önnur. Kertapappír- inn fæst í bóka- og föndurbúðum og er til í nokkrum litatónum. Ákváðu að gefa hönnunina Systurnar, sem eru báðar hönnuðir, ákváðu að gefa öllum þeim sem vildu pdf-skjöl með áletrun og myndum til að líma á kerti. Það gerðu þær til að flestir ættu þess kost að útbúa sinn eigin aðventukrans, en fyrsti í að- ventu var síðastliðinn sunnudag. „Ég hef selt aðventukertin síðustu árin en nú langaði mig að bjóða við- skiptavinum okkar þau frítt svona í anda jólanna,“ segir María Krista sem hannaði kertin. Kveikjan að hönnuninni var að Maríu langaði í gamaldags skreytingu með rómantísku ívafi. Þá ákvað hún að bæta nöfnunum á kertunum við með það fyrir augum að fræða fólk um söguna á bak við aðventukrans- inn, ekki síst börnin sem bíða spennt eftir því að hátíðin gangi í garð. Einfalt og sniðugt „Það fást allar græjur í verkefnið í föndurbúðum. Kertalímið er fljót- andi og því gott að bera það á t.d. með lítilli svampmálningarrúllu. Ég skreytti mín kerti í ár aukalega með örlitlu af hvítu glimmer og það kom mjög vel út.“ María hefur gert sinn aðventu- krans með þessum hætti undan- farin þrjú ár. Hún hefur ýmist rað- að kertunum upp á langan bakka, kökustand eða glerdiska og skreyt- ir á mismunandi hátt hverju sinni. „Það þarf þó alltaf að passa vel upp á svona heimatilbúin kerti því það geta orðið slys ef þau fá að loga of lengi í einu. Ég mæli með að settur sé skrautsandur ofan í kertið þegar það er um það bil hálfnað og lauma einu sprittkerti ofan í hólk- inn sem myndast eftir að kertið hef- ur brunnið niður.“ Fyrir áhugasama er hægt að finna skjölin í netútgáfu þessarar greinar á dv.is Taktu þátt í aðventuleik Maríu Kristu og Kötlu þætti mjög gaman að fylgjast með og sjá af- raksturinn af aðventukransa- gerðinni. Því biðja þær fólk um að taka mynd af herlegheitunum og merkja myndina #systurogmakar og #systurogmakaradventa „Við munum velja úr einn hepp- inn þátttakanda og hann fær að launum 20.000 króna gjafabréf í verslun Systra & Maka.“ Skilafrestur rennur út á miðnætti á morgun, 30. nóvember. n Veist þú hvað aðventu- kransinn táknar? Byggir á norðurevrópskri hefð Aðventukransinn byggist á norður­ evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómskertið og minnir á fyrirheit spá­ manna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar. Aðventukransinn, sem talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, barst til Suður­Jótlands og varð algengur í Danmörku eftir 1940. Frá Danmörku barst þessi siður til Íslands. Í fyrstu var aðventukransinn aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á milli 1960 og 1970 fór hann að tíðkast á íslenskum heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti þessarar árstíðar. Heimild: Vísindavefurinn Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.