Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Side 46
Vikublað 29. nóvember–1. desember 201638 Menning V ið lifum í samfélagi handan sannleika eða samfélagi eft- ir-sannleikans, ef eitthvað er að marka starfsmenn Ox- ford-orðabókarinnar sem völdu enska hugtakið post-truth sem orð ársins 2016. Árlega velja þeir eitt nýyrði eða hugtak sem hefur orðið sérstaklega áberandi í umræðunni undangengið ár og þeir álíta tákn tímanna sem við lifum á. Samkvæmt skilgreiningu orða- bókarinnar er eftir-sannleikur (e. Post-truth) það ástand þegar „hlut- lægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins heldur en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana.“ 2.000 pró- senta aukning í notkun hugtaksins í ár frá því síðasta er ekki endilega til marks um að sannleikurinn skipti minna máli en áður, en gefur til kynna að æ fleiri gruni að sannleik- urinn sé í einhvers konar krísu. Afstæðishyggja eða skeytingarleysi Þótt hugtakið hafi líklega fyrst verið notað í þessari merkingu fyrir um 25 árum hefur notkun þess margfaldast í ár og er skyndi- lega orðið hluti af hugmyndaheimi og orðaforða stórs hluta almenn- ings. Það hefur sérstaklega verið notað í tengslum við stjórnmál samtímans – sem hafa verið nefnd „post-truth“ politics eða „post- factual“ politics – og þá sérstaklega í tengslum við tvennar kosningar á árinu: atkvæðagreiðslu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) og svo forsetakosningar í Bandaríkj- unum þar sem kaupsýslumaðurinn og raunveruleikasjónvarpsstjarnan Donald Trump var kjörinn forseti. Í umfjöllun Oxford-orðabókar- innar um orðið segir að nýyrði með forskeytinu „post-“, sem er yfirleitt þýtt sem eftir-, hafi verið smíðuð í síauknum mæli á undanförnum árum. Eins og forskeytið er notað í dag táknar það ekki endilega tíma eftir að tilteknu tímabili lýkur heldur þegar tiltekið hugtakið er hætt að vera ríkjandi eða veigamikið. Þegar fólk talar um „post-truth“ er það ekki endilega að játa afstæðishyggju, þar sem sannleikur er ekki álitinn vera til eða þar sem ómögulegt sé að nálgast hann, heldur ástand þegar sannleik- urinn er mælikvarði sem skiptir litlu máli í mótun almenningsálitsins – þar sem önnur atriði en hvort stað- hæfingar séu sannar skipta mestu máli. Þeir sem beita hugtakinu „post- truth“ telja að sannleikurinn eigi undir högg að sækja, og virðist hug- takið í flestum tilfellum eiga að vísa til að minnsta kosti annarrar tveggja tilhneiginga sem samfélagsrýnar telja sig greina í samtíma okkar: – Aukið magn ósannra staðhæf- inga sem flæða um samfélagið (sér- staklega fyrir tilstilli internetsins) og móta almenningsálitið. – Aukið skeytingarleysi stjórn- málamanna varðandi sanngildi staðhæfinga (jafnvel ef lögð eru fram sönnunargögn sem stangast á við þær) og andvaraleysi almennings um ósannindin. Það má öllum vera ljóst að hvor- ugt er nýtt, en mögulega hefur hvort tveggja færst í aukana að undan- förnu, enda hafa þeir hliðverðir upp- lýsinga sem hafa verið ráðandi síð- ustu öldina neyðst til að þróast með tækninýjungum en eru að mörgu leyti að missa áhrif sín og vald til að skilgreina hvað telst satt og frá- sagnarvert. Fjölmiðlar á vettvangi afþreyingar Í flestum nýlegum greiningum á þessari meintu krísu sannleikans er ástæðanna leitað í breytingum á fjöl- miðlamarkaði sem hafa átt sér stað á síðustu áratugum. Kenningin er að þær hafi aukið magn ósannra stað- hæfinga sem flæða um samfélagið og móta almenningsálitið. Taktur fréttamennskunnar hefur breyst með tilkomu internetsins og veffjölmiðlunar. Í stað fastra frétta- tíma, morgun- og síðdegisblaða, er hægt að birta fréttir allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar. Til að viðhalda stöðugri umferð á fréttasíð- um hafa fjölmiðlar talið nauðsynlegt að birta nýjar fréttir reglulega allan sólarhringinn. Takturinn er ekki aðeins hraðari heldur einnig við- bragðstími fjölmiðla. Fréttirnar eru sagðar um leið og þær gerast. Þessi breyting hefur hins vegar möguleg óæskileg hliðaráhrif. Áhersla á að vera fyrstur með fréttirnar getur dregið úr vandvirkni og nákvæmni þannig að misvísandi upplýsingar eða rangfærslur marka oft fyrstu frá- sagnir af málum – og lifa oft áfram löngu eftir að leiðrétting birtist. Áhersla á stöðuga fréttafram- leiðslu getur svo breikkað mat frétta- fólks á því sem getur talist fréttnæmt. Hættan er þá að ómerkilegt efni sé framleitt ef það er hægt að gefa því yfirbragð hins nýja og fréttnæma. Mikilvægar fréttir sem eru skrifað- ar geta þá drukknað í miklu magni „fréttalíkis“. Hinar nákvæmu tölulegu mæl- ingar sem vefmiðlar stunda á um- ferð um síður sínar geta svo haft þau áhrif að þeir fari að lúta lögmálum afþreyingar. Aukið framboð ókeypis frétta á netinu hefur gert það að verkum að færri lesendur borga fyrir fjölmiðla en sú tekjulind sem eftir stendur, auglýsingasalan, veltur á umferðinni um síðuna og því mikil- vægt að hafa hana sem mesta. Hættan er hins vegar að mat á efni fari að velta á möguleikum þess til vinsælda hjá fjöldanum frekar en mati á mikilvægi upplýsinganna. Krafan vill verða að fréttafólk fram- leiði sem mest efni sem fær sem flesta smelli, en þá er djúpköfun ofan í einstök mál oftar en ekki látin sitja á hakanum, enda er hún dýr, seinleg og ekki endilega vænleg til vinsælda hjá fjöldanum. Samfélagsmiðlar hafa svo stökk- breytt þessari þróun. Til að veiða inn lesendur af samskiptamiðlum þurfa fjölmiðlar að fanga athygli og áhuga einstaklinga sem renna nið- ur óþrjótandi fréttaveitur sínar. Ný tegund „frétta“ hefur þá sprottið upp sem hefur það eina markmið að lokka netnotendur til að smella á efnið. Þessir arftakar söluvænlegra forsíðna götublaðanna hafa verið nefndir „click-baits“ eða smellu- dólgar og eru framleiddir af nýstár- legum jafnt sem netútgáfum hefð- bundinna virðulegra fjölmiðla. Flokksmiðlar og gervifréttir Innblásnar af starfsemi smelludólgs- legra fréttamiðla hafa svo birst frétta- vefsíður með skýr pólitísk markmið – báðum megin hins pólitíska litrófs. Slíkar síður eru allt frá metnaðar- fullum fjölmiðlum sem hafa tiltekin pólitísk gildi að leiðarljósi til hlut- drægra miðla sem ýja að og dylgja, skeyta litlu um sanngjarna umfjöll- un, ólíkar skoðanir eða sannreynslu Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn Sannleikur í krísu Post-truth valið orð ársins af Oxford Dictionary, en hvað þýðir þetta orð og af hverju er það tímanna tákn? „Það er ljóst að mikið magn rangra upplýsinga dreifist um heiminn og mótar hug- myndir fólks, og það eru ekki bara pólitískir heldur einnig fjárhagslegir hvat- ar internethagkerfisins sem ýta undir það. Post-Truth – samkvæmt skilgreiningu Oxford-orðabókarinnar „Þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins heldur en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana.“ Í felum frá sannleikanum Þegar maður veit ekki hverju skal trúa getur hreinlega verið þægilegra að mynda sér skoðun, standa fast á henni og notfæra sér hverjar þær staðhæfingar sem treysta hana í sessi. mynd EvEnt (1975) EFtir Sigurð guðmundSSon. Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.