Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2016, Qupperneq 47
Vikublað 29. nóvember–1. desember 2016 Menning 39 þess efnis sem þjónar pólitískum markmiðum þeirra. Þetta er kannski ekki alls ólíkt áróðursritum eða flokkspólitískum dagblöðum áður fyrr, en eitt vandamálið í dag er að upplýsingar um hver standi að baki þeim eru litlar eða jafnvel engar – það er óljóst hver ber ábyrgð á áróðr­ inum: óháðir hópar, hagsmunaaðilar eða áróðursvélar á vegum valdamik­ illa ríkisstjórna. Inn í þetta umhverfi koma svo hinar alræmdu „gervifréttir“, efni sem er spunnið upp frá rótum en látið líta út fyrir að vera byggt á stað­ reyndum. Fyrir óreynt auga er oftar en ekki erfitt að greina muninn á slíkum vefsíðum og raunverulegum fréttasíðum. Netnotendur eru lokk­ aðir inn á síðurnar með upplognum en nógu sennilegum „fréttum“, og auglýsingar seldar. Jafnvel þótt óþekktir rekstrar­ aðilar slíkra lygafréttasíðna séu ekki endilega pólitískt þenkjandi þá er hvati til að dýfa sér ofan í póli­ tísk deilumál með uppspunann. Hneykslunarvænum fréttum sem staðfesta heimsmynd eða skoðun notenda er deilt og dreift betur en öðrum fréttum, sér í lagi leiðrétting­ um á röngum fréttum. Til dæmis má nefna að gervifrétt um stuðning Frans páfa við Donald Trump í for­ setakosningunum var dreift 30 sinn­ um oftar en leiðréttingunni sem birt­ ist skömmu síðar. Sanngildi frétta skiptir ekki alltaf máli fyrir dreifingu og lestur. Það er ljóst að mikið magn rangra upplýsinga dreifist um heiminn og mótar hugmyndir fólks, og það eru ekki bara pólitískir heldur einnig fjárhagslegir hvatar internethag­ kerfisins sem ýta undir það. Hvort misvísandi upplýsingar sem berast til almennings séu meiri en áður er þó erfitt að segja. Það má raunar halda því fram að aðgengi að réttum upplýsingum sé meira í dag en nokkurn tímann áður. Fleiri fylgj­ ast með orðum stjórnmálamanna og sannreyna, símamyndavélar og óhindrað aðgengi almennings að gjallarhorni samfélagsmiðlanna gerir valdhöfum erfiðara um vik að ljúga blákalt án þess að nokkur taki eftir því eða bendi á það. En slíkar ábendingar geta þó hæglega drukknað í offlæði upplýsinga sem dynur á netnotendum. Kannski er það fyrst og fremst hið óendanlega magn upplýsinga sem er miðlað og er aðgengilegt með hinni nýju tækni sem gerir fólki erfitt fyr­ ir. Án einhvers konar hliðvarða sem leggja mat á upplýsingar og hleypa í gegn takmörkuðu magni efnis sem samræmist ákveðnum hugmyndum um hvað teljist réttar upplýsingar er það á ábyrgð hvers og eins að meta sanngildi, áreiðanleika fréttasíðu og trúverðugleika upplýsinga. Það er hins vegar oft hægara sagt en gert, krefst bæði aðgátar og góðs fjölmiðlalæsis. Og jafnvel þá getur verið erfitt að vera fullviss um gæði upplýsinganna, enda hafa virt­ ir fjölmiðlar iðulega verið staðnir að því að birta rangar fréttir. Þegar maður veit ekki hverju skal trúa getur hreinlega verið þægilegra að mynda sér skoðun, standa fast á henni og nýta sér hverjar þær stað­ hæfingar sem treysta hana í sessi. Sannleikur í bullinu Þótt það sé eflaust ekki megin­ ástæðan gæti vel verið að þetta offlæði upplýsinga hafi auðveldað uppgang stjórnmálamanna sem eru óvenjulega skeytingarlausir um sanngildi staðhæfinga sinna (jafnvel ef lögð eru fram sönnunargögn sem stangast á við þær) svo lengi sem þær þjóna markmiðum þeirra. Á síðustu áratugum hafa valdhaf­ ar vissulega ítrekað verið staðnir að því að fara á svig við sannleikann, beita smjörklípum og „sannlíki“ – en þannig hefur Jóhann Hauksson blaðamaður þýtt enska hugtakið „truthiness“ sem vísar til orða sem eru dulbúin sem, eða líta út fyrir að vera, sannleikur. Jafnvel þótt það sé oft erfitt að benda á staðhæfingar sem stangast beint á við veruleikann eru orðin oftar en ekki innihaldslaus með yfirbragð fágaðrar merkingar og nógu óskýr til að ómögulegt sé að benda á að þau séu röng. Svo virðist sem æ stærri hluti almennings á Vesturlöndum upplifi að orð stjórnmálamanna séu aðeins leið að öðru markmiði, og þar með birtast stjórnmálamenn þeim sem undirförul elíta sem notar gljáfægt yfirborð, velæfða ræðumennsku, retórík og innihaldslítil orð til að dulbúa eigin hagsmuni. Kannanir í aðdraganda bandarísku forseta­ kosninganna sýndu til að mynda að þriðjungur Bandaríkjamanna treysti ekki orðum frambjóðendanna þegar þeir töluðu. Þegar þau opn­ uðu munninn gerði einn af hverjum þremur ráð fyrir að orðin væru lygi. Við sjáum dæmi um þessa staðal­ mynd af stjórnmálamönnum í vin­ sælustu leiknu sjónvarpsþáttunum sem gerast í stjórnmálalífinu, House of Cards í Bandaríkjunum, The Thick of it í Bretlandi og Borgar stjórinn á Ís­ landi þar sem stjórnmálamennirnir eru ýmist framapotarar, strengja­ brúður, siðleysingjar eða allt í senn. Jafnvel þótt stjórnmálamaður segi sannleikann virðist það vera lygi í augum margra – allir eru Frank Under wood undir yfirborðinu. Ófáguð yfirlýsingagleði og fram­ hleypni Donalds Trump og Nigels Farage er algjör andstæða við þetta. Þeir eru óútreiknanlegir og virðast segja það fyrsta sem kemur upp í kollinn á þeim – óháð allri „pólitískri rétthugsun.“ Jafnvel þótt það sem þeir segja sé augljóslega rangt túlka margir framkomuna sem einlæga og sannari en nokkurs hefðbundins stjórnmálamanns. Munurinn er hins vegar sá að þó að hefðbundnir stjórnmálamenn hafi jafnvel reynt að hagræða eða komast framhjá sannleikanum hafa þeir talið sig til­ neydda til að breyta málflutningi sínum ef hann hefur reynst ósann­ ur. Þeir hafa þurft að vinna í kringum staðreyndirnar. Kenningin er hins vegar að lýð­ skrumsstjórnmál samtímans séu oftar en ekki skeytingarlaus um sjálf­ ar staðreyndirnar. Jafnvel þótt fjöl­ miðlar eða sérfræðingar bendi á ósannindi í málflutningnum halda stjórnmálamennirnir óhræddir áfram að hamra á sömu punktunum, þetta sást til að mynda í Brexit­kosn­ ingunum þegar hamrað var á að hægt væri að setja 350 milljónir punda, sem færu í Evrópusambandið viku­ lega, í heilbrigðiskerfið, þó að sýnt hafði verið fram á að talan væri al­ gjörlega röng og tilfærsla slíkra fjár­ muna mun flóknari en látið var. Á sama tíma er fjölmiðillinn eða sérfræðingurinn sem dregur fram ósannindin iðulega gagnrýndur persónulega og oftar en ekki ýjað að samsæri sem tengir saman stjórn­ málaelítuna, fjölmiðla og mennta­ menn. Sú staðreynd að stjórnmálamenn sem eru svo skeytingarlausir varð­ andi sanngildi staðhæfinga hafi ver­ ið að ná árangri er talið til merkis um dvínandi áhrif hugmyndarinnar um sannsögli sem dyggð stjórnmála­ manna meðal almennings – nú séu aðrir mælikvarðar á gildi stjórnmála­ manns mikilvægari. n Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Hannyrðab udin.isNý hei masíða Ótrúlegtúrval! Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is „ Jafnvel þótt það sem þeir segja sé augljóslega rangt túlka margir framkomuna sem einlæga og sannari en nokkurs hefðbundins stjórnmálamanns. Fjöldi deilinga n Gervifréttin n Leiðrétting á gervifrétt Útbreidd lygi Í júlí 2016 birti vefsíðan WTOE 5 News færslu þess efnis að Frans páfi hefði tekið afstöðu með Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum. 961 þúsund manns hafa deilt, líkað við, eða skrifað ummæli við fréttina á hinum ýmsu samskiptamiðlum, en fréttin er uppspuni og vefsíðan gervifréttasíða. 35þús. 961þús. Sigurvegararnir Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Nigel Farage, einn helsti talsmaður útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, hafa báðir verið sakaðir um meira skeytingar- leysi gagnvart sanngildi staðhæfinga en sést hefur í stjórnmálum á Vesturlöndum undan- farna áratugi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.