Fréttablaðið - 30.05.2017, Page 10
Dómsmál Þess er beðið að dómur
falli í Hæstarétti sem gæti haft
veruleg hamlandi áhrif á starf-
semi Airbnb hér á landi. Fjölskip-
aður dómur kemur til með að taka
afstöðu til þess hvort þeim sem
leigja út íbúðir á Airbnb í fjölbýlis-
húsum beri að fá samþykki hús-
félags fyrir útleigunni. Málflutn-
ingur fer fram á miðvikudag.
Í apríl á síðasta ári dæmdi héraðs-
dómur á þá leið að hjónum, sem
leigðu þrjár íbúðir út í fjölbýlis-
húsum í Skuggahverfi við Vatnsstíg,
bæri að fá samþykki íbúa í öllum
íbúðum húsanna fyrir leigunni.
Íbúðirnar eru ríflega sjötíu talsins.
„Þetta er mjög fordæmisgefandi
mál þar sem er í raun tekist á um
allan pakkann. Það er tekist á um
hvort um sé að ræða atvinnustarf-
semi í skilningi laganna,“ segir Val-
týr Sigurðsson lögmaður sem fer
með mál hjónanna. Valtýr segir að
fari svo að dæmt verði húsfélaginu í
vil komi málið til með að hafa áhrif
á heimild allra Airbnb-gestgjafa í
fjölbýlishúsum. – snæ
Arftaki flugráðs ekki
starfað í eitt og hálft ár
Fagráð um flugmál hefur ekki fundað í yfir nítján mánuði. Skipan nýs ráðs tefst
af því að tilnefningar á konum vantar. Flugmenn harma að ráðið liggi í dróma
og segja skjóta skökku við að ekki sé til opinber stefna stjórnvalda í flugmálum.
Ef Hæstiréttur
staðfestir málið þá
hefur dómurinn verulegar
raskanir í för með sér.
Valtýr Sigurðsson,
lögmaður
Flugmenn sakna faglegrar umræðu um Reykjavíkurflugvöll og vonast eftir að blásið verði lífi í fagráð um flugmál.
FRéttablaðið/Vilhelm
stjórnsýsla Svokallað fagráð um
flugmál sem leysti af hólmi flugráð
hefur ekki haldið fund í meira en
nítján mánuði. Ráðinu er ætlað að
vera samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra til ráðuneytis um flug- og
loftferðamál.
Fyrst var skipað í fagráð um flug-
mál í febrúar 2014. Þeir sjö sem tóku
sæti í fagráðinu voru þá skipaðir
til tveggja ára eða til febrúar 2016.
Skipunartími þeirra rann því út
fyrir 15 mánuðum. Ekki hefur verið
skipað í ráðið að nýju en Jóhannes
Tómasson, upplýsingafulltrúi
innan ríkisráðuneytisins, segir það
nú í undirbúningi.
„Eftir síðustu ríkisstjórnarskipti
hófst undirbúningur við skipun í
ráðið og hafa tilnefningar borist
en formlegri skipun er ekki lokið,
meðal annars þar sem kanna þarf
hjá sumum tilnefningaraðilum hvort
unnt er að tilnefna konur þar sem
það var ekki gert,“ útskýrir Jóhannes.
Jafnframt bendir Jóhannes á að á
síðasta fundi fagráðsins hafi verið
rætt um að endurskoða hlutverk
þess og að tengja það á einhvern
hátt við gerð samgönguáætlunar.
Ráðuneytið hefur á þessum tíma átt
margs konar samráðsfundi með full-
trúum flugrekenda, rekstraraðilum
flugvalla, grasrótinni í flugheim-
inum og Félagi íslenskra atvinnu-
flugmanna.
„Því hefur það ekki komið að sök
þótt fagráðið hafi ekki verið virkt
þennan tíma. Mikilvægt er þó að
koma þessum samráðsvettvangi á
að nýju,“ segir upplýsingafulltrúinn.
Fréttablaðið hefur fengið afrit
fundargerða þeirra sex funda sem
fagráð um flugmál hélt frá fyrsta
fundi 20. mars 2014 til síðasta fund-
ar 15. október 2015. Eini meðlimur
ráðsins sem fékk greitt fyrir setu
sína þar var formaður þess, Eyrún
Ingibjörg Sigþórsdóttir. Mánaðar-
legar þóknanir til hennar fram til
14. febrúar 2016 námu samtals 711
þúsund krónum.
„Ráðið virðist hafa farið vel af
stað en lognast út af og það ber að
harma,“ segir Ingvar Tryggvason,
formaður öryggisnefndar Félags
íslenskra atvinnuflugmanna. Eitt
og annað veki athygli í fundargerð-
unum. Til dæmis komi þar fram
gagnrýni á niðurskurð á fé til fram-
kvæmda á innanlandsvöllum en þar
sé ekki að finna umfjöllun um stöðu
Reykjavíkurflugvallar og lokun flug-
brautar 06/24 – sem stundum er
kölluð neyðarbrautin.
Ingvar segir að taka megi undir
ýmislegt í fundargerðunum. Til
dæmis að fagráðið sé eini vett-
vangurinn sem fagaðilar komi að og
mikilvægt sé að ráðið fái aðkomu að
öllu því sem snertir flugið. Nefnt sé
að varaflugvellir séu að verða ónot-
hæfir til að koma í stað Keflavíkur-
flugvallar þar sem meðal annars
vanti flugvélastæði og að ástandið sé
að verða mjög alvarlegt. Nýta mætti
arð af Isavia til að greiða niður starf-
semi á innanlandsflugvöllum.
„Hins vegar er ekki að sjá að
neinum málum sé fylgt eftir eða að
stjórnvöld leiti til ráðsins með álita-
mál,“ segir Ingvar. Ár eftir ár komi
samgönguáætlun út með mörkuð-
um fjárveitingum til framkvæmda á
innanlandsvöllum. „Það næsta sem
gerist er að fjárlög koma og þá er
komið núll í alla dálkana. Við þetta
ástand verður ekki unað lengur.“
Fundargerðirnar segir Ingvar
framkalla mynd af brestum í flug-
vallakerfi landsins. „Brestum sem
stafa fyrst og fremst af stefnuleysi
stjórnvalda. Flugrekstur stendur í
dag undir rúmum 10 prósentum af
landsframleiðslu samkvæmt innan-
ríkisráðuneytinu en það er fimm- til
sexfalt hærra hlutfall en í nágranna-
löndunum. Það skýtur því skökku
við að opinber stefna í flugmálum
sé ekki til á Íslandi.“
Þá segir Ingvar það einlæga von
Félags íslenskra atvinnuflugmanna
að fagráð um flugmál verði endur-
vakið og það starfi eins og til sé
ætlast. Forveri fagráðs um flugmál,
flugráð, sem lagt hafi verið niður
eftir nærri 70 ára starf, hafi á þeim
tíma verið mjög virkt og fundað
alls 1.578 sinnum áður en yfir lauk
í mars 2013.
„Á Íslandi starfar aragrúi fjölhæfs
og vel menntaðs fólks í fluggeir-
anum. Allar upplýsingar, tölfræði
og þekking eru til staðar á meðal
þessa fólks til að stjórnvöld geti
tekið af skarið og markað skýra og
skynsamlega stefnu í flugmálum
þjóðarinnar,“ segir Ingvar Tryggva-
son. gar@frettabladid.is
Ráðið virðist hafa
farið vel af stað en
lognast út af og það
ber að harma.
Ingvar Tryggva-
son, formaður
öryggisnefndar
Félags íslenskra
atvinnuflugmanna
Formlegri skipun er
ekki lokið, meðal
annars þar sem kanna þarf
hjá sumum tilnefningar
aðilum hvort unnt er að
tilnefna konur þar sem það
var ekki gert.
Jóhannes Tómas-
son, upplýsinga-
fulltrúi innanríkis-
ráðuneytisins
CMYK litir
blár: 100-68-7-28
grár: 33-18-13-37
Verkfræðingafélag Íslands
Staða Íslands í
loftslagsmálum
Morgunfundur Verkfræðingafélags Íslands miðvikudaginn
31. maí á Hilton Reykjavík Nordica.
Húsið opnar kl. 8:00 með léttri hressingu.
Dagskráin hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 10.
• Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi.
Gylfi Árnason, verkfræðingur.
• Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
Vanda Úlfrún Liv Hellsing, teymisstjóri í loftmengunar
teymi Umhverfisstofnunar.
• Hvað er í húfi? Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og
loftslags á Veðurstofu Íslands.
Pallborðsumræður: Auk fyrirlesara taka þátt
Ágústa S. Loftsdóttir, verkefnisstjóri eldsneytismála og
vistvænnar orku hjá Orkustofnun og Hörður Arnarson,
forstjóri Landsvirkjunar.
Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Stika.
Allir velkomnir. Vinsamlega skráið þátttöku:
tilkynningar@verktaekni.is eða í síma: 535 9300.
Fundurinn er á vegum Deildar stjórnenda og sjálfstætt
starfandi í VFÍ.
ENDURLÍFGUNARTÆKI
• Leiðbeinir með hjartahnoð
• Tækið talar íslensku
551 0230 inter@inter.is
Kr. 159.900
Tilboðsverð
ÁRA
5 - Endingartími rafhlaðna- Endingartími rafskauta
- Ábyrgð á tæki
HJARTASTUÐTÆKI
Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa
LLA-308
PRO álstigi 3x8 þrep
2,27-5,05 m
17.990
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Tröppur og stigar
LFD 90AL70x33x100 cm
9.990
LLA-211
PRO álstigi/trappa
2x11 þrep
16.990
Áltrappa 4 þrep 4.940
5 þrep 6.390
Áltrappa 3 þrep
3.990
Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM
3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-A
7
0
8
1
C
F
7
-A
5
C
C
1
C
F
7
-A
4
9
0
1
C
F
7
-A
3
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K