Fréttablaðið - 30.05.2017, Blaðsíða 14
Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóða-
hagfræðingur er hann nefndur, sem
virðist vera fastráðinn penni og sér-
fræðingur blaðsins á sviði viðskipta-
og efnahagsmála. Ekki er vitað af
hverju ritstjórn leitaði út fyrir land-
steinana með þetta verkefni, en ýmis-
legt bendir til að þar hafi ritstjórn
leitað langt yfir skammt.
Greinin ber yfirskriftina „Seðla-
bankinn gerir mistök“. Mistökin eiga
að vera þau, að Seðlabanki lækkaði
stýrivexti smávægilega í vikunni þar
á undan, en eins og flestir Íslendingar
vita og skilja, eru okurvextir hér og
sterkt gengi krónunnar, sem þeir
valda, að þjarma svo heiftarlega að
helztu atvinnuvegum landsins, að í
stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt
vaxtaálag á almenningi ótalið.
Fjöldauppsagnir á Akranesi eru
aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvör-
un, um það, sem mun fylgja, ef gengi
krónunnar er ekki leiðrétt snarlega
og stórlega, en til þess er helzta tækið
einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þess-
ari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir
skref, eftir viðbrögðum markaðarins
og þörfum, en í lok dagsins virðast
stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi.
Áherzla skal lögð á það hér, að
þetta er ekki aðeins spurning um
hag og afkomu fyrirtækjanna, eins
og sumir virðast telja, heldur ekki
síður – eða miklu fremur – spurning
um atvinnuöryggi þeirra þúsunda
Íslendinga, sem hjá þessum helztu
fyrirtækjum landsins starfa. Daninn
hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir
þetta vaxtahækkun!
Hann vitnar hér í kenningu hol-
lenzks hagfræðings, sem uppi var á
síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann
setti fram þá kenningu um miðja
síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki
beitt nema einu hagstjórnartæki til að
ná fram hverju og einu hagstjórnar-
markmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að
beita stýrivöxtum bæði til að stýra
gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif
á verðbólgu.
70 ára kenning
Daninn kallar þetta Tinbergen-regl-
una, eins og að þessi gamla kenning
sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú
70 árum síðar. Hann vill beita stýri-
vöxtum – vaxtahækkun – til að halda
verðbólgu í skefjum, sem reyndar
hefur verið lítil og er í góðum skefjum
og á enn inni verulega verðlækkun
hjá verzluninni.
Ég hef vikið að því í fyrri greinum,
að hagfræðin yrði að vera lifandi
fræðigrein, sem stöðugt verður að
endurskoða, endurnýja og aðlaga
– endurskoða samhengi, samspil,
orsakir og afleiðingar hinna ýmsu
efnahagslegu þátta vegna hraðra og
víðtækra breytinga á flestum sviðum
efnahags- og stjórnmála, reyndar á
sviði siðfræði og hugmyndafræði líka.
Er vafasamt, að kenning frá miðri
síðustu öld falli vel að þróun og stöðu
efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað
með þá staðreynd, að vaxtakostnaður
– hækkandi vextir – eru líka verð-
bólguhvetjandi, eins og olíuverðs-
hækkanir og annar útgjaldaauki.
Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð.
Hvað sem þessu líður, er vanda-
málið nú allt of háir vextir og allt of
sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi
þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verð-
bólga.
Hvernig dettur einhverjum í hug,
að helztu atvinnuvegir okkar geti
þolað 20 prósenta tekjuskerðingu
2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur
10 prósent það sem af er þessu ári?
Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn
og hagfræðingar séu sammála um, að
fyrsta mál og fremsta skylda stjórn-
valda hljóti einmitt og alltaf að vera
atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi
fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna
stefnir því einmitt í stórfellda hættu.
Hvað segir Daninn hagspaki við því?
Hvernig heldur hann að ástandið
yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn
frekar og krónan færi í 90 til 100
krónur í evru og þúsundir manna
myndu missa vinnu sína?
Flestir nútímaseðlabankar og hag-
fræðingar eru sammála um, að um
tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg
við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér
höfum verið þar og erum þar. Verð-
bólgan er hér enginn vandi, hvorki nú
né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því
af og frá að beita helzta hagstjórnar-
tækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér
kemur auðvitað líka til aðhald í ríkis-
fjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.
Lars, það er engin teljandi
verðbólga í gangi en þúsundir
starfa í hættu
Nokkuð var rætt um stöðu íslenska grunnskólakerfisins þegar niðurstaða síðustu
PISA-könnunar lá fyrir. Umræðan
var þó ótrúlega lítil miðað við mikil-
vægi málsins. Þrúgandi þögn hefur
verið í nokkurn tíma. Staða þessara
mála er sú að við vitum að grunn-
skólastarf á Íslandi er á rangri braut
og stenst ekki snúning skólastarfi
þeirra landa sem við viljum bera
okkur saman við.
PISA sýnir að við erum með
lélegasta kerfi Norðurlandanna og
undir meðaltali OECD. Aðgerða-
leysi er því ekki valkostur. Þeir
sem bera ábyrgð á menntakerfi
barnanna okkar virðast ekki hafa
skýra sýn. Í það minnsta sjást þessi
ekki merki að einhver stefna sé í
mótun. Flestum sem málið skoða
er þó ljóst að gamla klisjan um pen-
ingaleysi verður ekki notuð nú. Nóg
er af peningum í kerfinu enda erum
við að verja meiri fjármunum til
þess en flest önnur lönd. Það er því
tímabært að viðurkenna að skipu-
lagið er lélegt og áherslurnar aug-
ljóslega rangar. Sérstaklega virðist
þetta vera áberandi á efstu stigum
grunnskólans. Ábyrgðaraðilar,
þ.m.t. ráðherrar, ráðuneytisstjórar
og yfirmenn sveitarstjórna hafa
flestir staðið sig illa og sýnt lítið
frumkvæði. Það verður að breytast
og uppbygging að hefjast.
Áður en lengra er haldið skulum
við rifja upp alvarlega áminningu
Menntastofnunar sem fylgdi nýj-
ustu PISA- úttektinni, en þar sagði
meðal annars:
„Niðurstöður úr PISA 2015 benda
til þess að læsi íslenskra nemenda á
náttúruvísindi hafi hrakað mikið á
síðastliðnum áratug. Læsi á stærð-
fræði hefur einnig hrakað stöðugt
frá því það var fyrst metið árið
2003.“
Síðar segir í sömu úttekt:
„Þetta er mikil breyting á stöðu
íslenskra nemenda til hins verra og
hefur hún aldrei verið verri í öllum
þremur sviðum PISA, áberandi verri
en á hinum Norðurlöndunum. Í
Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur
þróunin í PISA heldur batnað síð-
ustu ár en í Finnlandi hefur staðan
versnað mikið ár frá ári …“
Enginn þarf því að efast um að
verulegra breytinga er þörf.
Þessi staða er reyndar ekki ný.
Hún hefur verið ljós síðustu tvö
kjörtímabil sem hafa einkennst
af aðgerðaleysi og hraðri afturför.
Andvaraleysi ráðherra á þessum
tíma á eftir að reynast þjóðinni
dýrkeypt næstu áratugina. Stærstur
hluti þess kostnaðar mun lenda á
þeim sem minnst mega sín. Nýr
ráðherra virðist því miður hafa gert
fátt, enn sem komið er, til að snúa
þróuninni við. Mikið er í húfi og
enn eitt kjörtímabil aðgerðaleysis
er óásættanleg tilhugsun fyrir alla
sem bera hag íslenskra ungmenna
fyrir brjósti.
Smáskammtalækningar duga ekki
Hvað er til ráða? Ýmislegt má tína
til enda eru tækifærin mörg nánast
hvert sem litið er. Eitt verður þó
ráðamönnum að vera ljóst á þess-
um tímapunkti að grunnskólinn
okkar er svo langt leiddur og kerfið
svo lélegt að smáskammtalækn-
ingar duga ekki. Kerfið eins og það
er uppbyggt er einfaldlega ekki að
skila því sem við gerum kröfu um
og það þarf að endurskipuleggja
frá grunni. Fara verður vandlega
yfir þær breytingar sem gerðar hafa
verið á skólunum á síðustu árum og
spyrja hvort þær séu ástæða þess að
við höfum ekki náð að fylgja öðrum
þjóðum eða hvort stjórnvöld hafi
með stefnu sinni einfaldlega hindr-
að eðlilegar framfarir?
Opinber skólakerfi eru þung-
lamaleg, frumkvæði til breytinga
er lítið en andstaða við breytingar
er mikil. Kerfið, án utanaðkomandi
þrýstings af samkeppni og nýjum
hugmyndum, hreyfist því hægt eða
alls ekki. Aukinn einkarekstur innan
grunnskólans er nauðsynlegur til að
innleiða nýja hugsun og auka hraða
þeirra framfara sem þörf er á. Þær
þjóðir heims, sem eru að ná bestum
tökum á menntakerfi sínu, treysta
á einkarekstur í mun meiri mæli en
við. Einnig sjáum við hjá nágranna-
þjóðum okkar áhrifamikinn einka-
rekstur við hlið og í samkeppni við
opinberan skólarekstur. Sú leið
hefur leitt þar framfarir og hraðar
breytingar, svo hraðar að íslenskt
menntakerfi dregst nú aftur úr.
Óásættanlegt er að láta hræðslu
við einkarekstur hér á landi hindra
eðlilega framþróun í menntakerf-
inu.
Vandi grunnskólans
Ólafur Haukur
Johnson
fyrrverandi
skólastjóri
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
Hvernig dettur einhverjum í
hug, að helztu atvinnuvegir
okkar geti þolað 20% tekju-
skerðingu 2015, 20% 2016
og nú aftur 10%?
gæði... ending… ánægja.
skoðaðu úrvalið á Weber.is
www.regalo.is
Regalo ehf IcelandRegalofagmenn
Veldu með hjartanu
100% vegan hárvörur frá Maria Nila.
PURE VOLUME línan okkar inniheldur
B5 vítamín og er sérstaklega framleidd
fyrir þá sem leita eftir aukinni lyftingu
og styrk. Maria Nila Care línan inni-
heldur Colour Guard Complex, blöndu
af virkum innihaldsefnum sem vinna
saman að því að veita hámarks vörn
fyrir lit hársins og gljá þess. Blandan
tryggir einnig að vörurnar vernda hárið
fyrir hita.
Maria Nila fæst
á öllum betri hárgreiðslustofum
Fríða Rut Heimisdóttir
Hárgreiðslumeistari
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R14 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-8
E
5
8
1
C
F
7
-8
D
1
C
1
C
F
7
-8
B
E
0
1
C
F
7
-8
A
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K