Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 18

Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 18
Nokkrar vikur eru í fyrsta leik kvennalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu sem haldið verður í Hollandi. Fanndís segir leikmenn vera gríðarlega spennta. „Ég hef ákveðna stefnu og ákveðna drauma. En fyrst og fremst ætla ég bara að taka þátt í þessu móti af fullum krafti,“ segir Fanndís Friðriksdóttir. Framhald af forsíðu ➛ Íslenska kvennalandsliðið í fót-bolta undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir Evrópumótið sem hefst í Hollandi 16. júlí. Degi síðar leika þær sinn fyrsta leik gegn Frakklandi og við Sviss og Austur- ríki þar á eftir. Einn leikmanna íslenska liðsins er Fanndís Frið- riksdóttir, leikmaður Breiðabliks, sem á að baki 80 landsleiki þar sem hún hefur skorað tíu mörk. Hún segir andann í hópnum mjög góðan fyrir átökin fram undan. „Andinn í hópnum okkar er alltaf góður og það ríkir jafnan mikil gleði þegar við komum saman. Spennan núna er auðvitað meiri en venjulega enda allar gríðarlega spenntar fyrir þessu verkefni og tilbúnar til að leggja mikið á sig til að ná góðum árangri.“ Hún segir áhugamálin snúast að mestu leyti um fótbolta en hún stundar einnig nám í ferðamála- fræði við Háskóla Íslands. „Utan fótboltans elska ég útiveru, að fara í göngutúr úti í náttúrunni og labba á fjöll en þá fylgja oft með kærasti minn Alexander Freyr Sindrason og hundurinn okkar Tevez. Einnig finnst mér rosalega gaman að elda góðan mat með skemmtilegu fólki.“ Hvað færðu þér í morgunmat? Ég fær mér iðulega hafragraut í morgunmat með eplum og rúsínum. Hver er uppáhaldsæfingin þín? Reitabolti er það skemmtilegasta sem hægt er að gera á æfingu. En svo er líka ótrúlega gaman í skot æfingum þar sem maður þarf Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Starri Freyr Jónsson starri@365.is Hvað finnst þér gott í millimál? Epli er eiginlega mitt uppáhalds að grípa í. Ef ég hef meiri tíma þá finnst mér gott að útbúa einhvers konar þeyting. Hvernig finnst þér gott að slaka á milli æfinga og leikja? Mér finnst rosalega gott að fá mér smá göngu- túr með voffanum mínum og koma svo heim og leggjast upp í sófa og horfa á einhverja góða mynd. Hvað færðu þér þegar þú ætlar að gera vel við þig? Þá verður oftast pitsa fyrir valinu. Hvernig er dæmigerð helgi hjá þér? Yfirleitt er æfing um morgun- inn og svo fáum við oft mat eftir æfingu hjá Breiðablik. Það er gott að „tjilla“ þar í smá stund með stelpunum og svo er bara að koma sér heim og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera. Mikilvægast finnst mér að fá eitthvað gott að borða um helgar. Lumar þú á einhverjum góðum heilsuráðum? Ég tel mikilvægast að hlusta á líkamann. Hver eru persónuleg markmið þín fyrir EM? Ég hef ákveðna stefnu og ákveðna drauma. En fyrst og fremst ætla ég bara að taka þátt í þessu móti af fullum krafti og njóta þess að vera þar. Þá tel ég að allt sé mögulegt. og verður að taka boltann á lofti. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Ég er mjög dugleg að elda og finnst gott að hafa kvöld- matinn fjölbreyttan. Uppáhaldið er lax, nautakjöt og góð taco-veisla. Utan fótboltans elska ég útiveru, að fara í göngutúr úti í náttúrunni og labba á fjöll en þá fylgja oft með kærasti minn Alexander Freyr Sindrason og hundurinn okkar Tevez. Einnig finnst mér rosa- lega gaman að elda góðan mat með skemmtilegu fólki. Símaveski, heyrnartól, snúrur og allt fyrir símann. Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð FÓLK KYNNINGARBLAÐ 2 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 . m a Í 2 0 1 7 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -6 6 D 8 1 C F 7 -6 5 9 C 1 C F 7 -6 4 6 0 1 C F 7 -6 3 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.