Fréttablaðið - 30.05.2017, Síða 20
Til að gera einfalt
mál ekki flókið
mæli ég með að fólk noti
niðurteljarann í sím-
anum sínum og láti hann
hringja á hálftíma fresti,
standi þá upp og hreyfi
sig aðeins.
Andleg vandamál á
borð við streitu,
þunglyndi og kvíða hafa
líka áhrif á stoðkerfið
með aukinni spennu.
Þess vegna er mikilvægt
að hugsa almennt um
heilbrigði. Mataræðið
skiptir líka miklu máli.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Haraldur hefur alla tíð haft mikinn áhuga á líkamanum og heilsu almennt. Hann
lærði einkaþjálfun og starfaði við
það um tíma eða þar til hann flutti
til London og hóf nám í osteópati
við The British School of Osteo-
pady fyrir um tveimur áratugum.
„Þetta er fjögurra til fimm ára
háskólanám sem er sérhæft í með-
höndlun á stoðkerfi líkamans.
Okkar svið er því að laga vandamál
tengd stoðkerfinu. Ég segi oft til
einföldunar að osteópati er eins
og sjúkranuddari, hnykkjari og
bæklunargreinandi í einu,“ segir
Haraldur sem er með eigin stofu í
Reykjavík.
Fyrir stuttu hóf hann einnig störf
hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflug-
velli. „Ég var í slökkviliðinu áður
en ég fór í námið. Eftir að hafa
unnið sem osteópati í 15 ár langaði
mig líka að vinna á fjölmennari
vinnustað og tek því reglulegar
vaktir hjá slökkviliðinu,“ segir
Haraldur kankvís.
Stoðkerfisvandmál algeng
Þegar Haraldur er spurður hver
sé helsta ástæðan fyrir því að fólk
leiti til hans segir hann það fyrst og
fremst vegna stoðkerfisvandamála.
„Margir þjást af bakmeiðslum,
hálsmeiðslum, verkjum í herðum
eða höfði og vöðvabólgu en þetta
heyrir allt undir stoðkerfið. Osteó-
patar er sú stétt sem er með mörg
verkfæri í sinni verkfærakistu og
beitir þeim öllum á sama tíma.
Hugmyndin á bak við fagið er mjög
heildræn. Það er pælt í hvernig allt
virkar í einu. Þegar ég meðhöndla
axlarmein vinn ég líka með allt
svæðið í kring til að vinna með
öxlinni.“
Margir skjólstæðinga hans eru
í kyrrsetuvinnu, með tilheyrandi
stirðleika og oft verkjum í baki,
herðum og höfði. Haraldur segir
langtímasetu eða kyrrstöðu ekki
góða fyrir líkamann. „Mikilvægt
er að brjóta upp setur með litlum
pásum. Margir vilja gleyma sér við
tölvuna og sitja langtímum saman
við tölvuskjáinn. Til að gera einfalt
mál ekki flókið mæli ég með að
fólk noti niðurteljarann í símanum
sínum og láti hann hringja á hálf-
tíma fresti, standi þá upp og hreyfi
sig aðeins. Það er t.d. gott að fara
að næsta vaski og fylla glas af vatni
að einum þriðja, því þá hefur fólk
eitthvað að gera. Svo er hægt að
setjast aftur og drekka vatnið, og
endurtaka leikinn á hálftíma fresti.
Það þarf alls ekki að drekka allt
vatnið en þetta getur verið ástæða
fyrir fólk til að standa upp í smá
stund,“ upplýsir Haraldur.
Kyrrstaða eykur stoðverki
Fjölmargir þjást af verkjum í stoðkerfinu. Haraldur Magnússon osteópati
segir mikilvægt að brjóta daginn upp með litlum pásum til að hreyfa sig
og huga að almennu heilbrigði. Streita getur haft áhrif á stoðkerfið.
Hugmyndin á bak við osteópatíu er mjög heildræn. Það er pælt í hvernig allt
virkar í einu, að sögn Haralds. MYND/ANTON BRINK
Sæta bragðið áunnið
Hann segir fólk geta gert ýmis-
legt sjálft til að halda líkamanum í
góðu lagi. „Stoðkerfið er bara hluti
af öllum líkamanum þannig að
almennt heilbrigði er grunnurinn
að góðri heilsu, bæði andlegri og
líkamlegri. Varðandi stoðkerfið
mæli ég með að hreyfa sig hóflega,
ekki of lítið og ekki of mikið. And-
leg vandamál á borð við streitu,
þunglyndi og kvíða hafa líka áhrif
á stoðkerfið með aukinni spennu.
Þess vegna er mikilvægt að hugsa
almennt um heilbrigði. Mataræðið
skiptir líka miklu máli,“ segir
Haraldur, sem er lítt hrifinn af
sykurneyslu.
„Rannsóknir á bragðskyni fólks
hafa sýnt fram á að þeir sem eru
vanir sætu bragði sækja í sætt.
Margir sem hætta í sykri leitast
eftir að fá samt sætt bragð af mat,
t.d. með því að nota sætuefni. Mér
finnst það röng nálgun. Þess vegna
finnst mér betra að fólk venji sig
smám saman af sæta bragðinu
og venji bragðlaukana á eitthvað
annað,“ segir Haraldur.
Ekki eitt ráð fyrir alla
Þegar hann er spurður hvernig
sé best að breyta mataræðinu til
betri vegar segir hann að ekkert
eitt ráð virki fyrir alla. „Persónu-
lega aðhyllist ég að taka þetta skref
fyrir skref, gefa sér langan tíma og
vonandi verður þá betra mataræði
að lífsstíl. Sumir vilja umturna öllu
í einu og það hentar einhverjum.
Ég held að sú leið virki síður í það
heila og betra sé að ákveða að taka
t.d. einn mánuð í að koma reglu á
vatnsdrykkju, næsta mánuð í að
koma reglu á sykurneyslu og skoða
um leið hvaða veikleika viðkom-
andi hefur í sambandi við sykur.
Færðu þér alltaf eitthvað sætt á
ákveðnum stað? Hvað er hægt að
gera í staðinn?“
Haraldur segir
lágkolvetnamatar æði henta
mörgum. „Margir hafa þá ímynd
af slíku mataræði að viðkomandi
borði bara beikon, smjör og rjóma
í hvert mál. Hins vegar snýst slíkt
mataræði um að minnka neyslu á
einföldu, hásterkjukolvetni, eða
„slæmum kolvetnum“ og borða
heldur dökkt grænmeti, ber, góð
prótein og góða fitu en láta „slæmu
Þriggja mánaða sumarkort á 79.900 kr.
Æfðu og nærðu líkama og sál í þægilegu og notalegu umhverfi. Aðstoð í sal og herðanudd í pottunum.
Gjafabréfin okkar á nudd- og snyrtistofu eru tilvalin í útskriftarpakkann.
Nánari upplýsingar í síma 444 5090.
Lifðu og njóttu
EINSTÖK
HEILSURÆKT
Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík – hiltonreykjavikspa.is – facebook.com/HiltonReykjavikSpa
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 4 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 . M a í 2 0 1 7
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-6
1
E
8
1
C
F
7
-6
0
A
C
1
C
F
7
-5
F
7
0
1
C
F
7
-5
E
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K