Fréttablaðið - 30.05.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 30.05.2017, Síða 26
Ævintýraþráin dró Gylfa Hauksson til Noregs þar sem hann starfaði fyrir verktakafyrirtækið Ístak í Ytre Sort- vik og Stavanger um eins árs skeið. „Svo hjálpaði líka til að launin voru nánast tvöföld miðað við það sem var í boði hér á landi fyrir vélamann. Þetta leit bara vel út og maður sá fram á að fá loksins mannsæmandi laun fyrir vinnu. Einnig var spenn- andi tilhugsun að vinna í öðru landi og kynnast nýjum hlutum. Ekki skemmdu heldur fyrir allar ferðirnar í fríhöfninni.“ Hann hóf fyrst störf í Ytre Sortvik sem almennur vélamaður og verka- maður en fjörðurinn er í Norður- Noregi, um 90 km sunnan við nyrsta odda Evrópu. „Þar reistum við vegskála vegna hættu á grjóthruni og snjóflóðum. Við sprengdum heilmikið úr berginu, lögðum nýjan veg og reistum skála yfir hluta hans. Einnig grófum við fyrir rafmagns- lögnum og dreni og steyptum lagna- stokka fyrir ídráttarrör.“ Notaður var m.a. öflugur bíl krani til hífingar við steypuvinnuna. „Verkið var unnið þannig að steypt Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ævintýraþráin dró Gylfa Hauksson til Noregs þar sem hann starfaði fyrir verktakafyrirtækið Ístak. Góðir tímar í Noregi Gylfi Hauksson dvaldi um eins árs skeið í Noregi þar sem hann kom að fjölbreyttum verkefnum sem innihéldu stórtækar vinnuvélar. var að neðanverðu tilbúinn stór bogadreginn fleki sem var rennt eftir sérstakri braut en síðan var raðað mótum ofan á. Einnig vorum við með um 25 tonna beltagröfu sem sá um almenna gröfuvinnu og vega- gerð ásamt 16 tonna hjólagröfu.“ Norskir verktakar mættu næst með brjótasamstæðu til að brjóta efni í framkvæmdirnar. Einnig voru norskir verktakar sem sáu um að fræsa upp malbik á gamla veginum á svæðinu. „Við bjuggum á hóteli skammt frá verkstað sem var reyndar ansi frumstætt sveitahótel. Aðalmálið, þegar við keyrðum á milli, var að passa sig að keyra ekki á hreindýrin en það var mjög mikið af þeim á svæðinu.“ Sérstakur vinnustaður Næst lá leiðin til Stavanger þar sem Gylfi réð sig sem vélamann við gang- agerð í Solbakktunnelen. „Flokkur- inn okkar sá um að sprengja lagna- skurðinn og laga yfirborð undir vegagerð. Þar var ég fljótlega gerður að verkstjóra yfir minni vakt sem samanstóð af þremur Íslendingum og einum Slóvaka til að byrja með.“ Hann segir Solbakktunnelen vera ansi mögnuð göng. „Um er að ræða tvöföld átta km löng göng á milli bæjar sem heitir Tau, þar sem við bjuggum, og Stavanger og fara tæplega 300 metra undir sjávarmál. Meirihlutinn af efninu úr göngunum var keyrður út á færibandi frá brjóti sem muldi það niður. Efnið var síðan nýtt til fyllingar í sjó undir vegstæði að göngunum. Einnig var notast við Búkollur til aksturs.“ Gylfi segir þetta hafa verið á marg- an hátt skrítinn vinnustað. „Slóvakar voru í meirihluta starfsmanna en svo voru Svisslendingar frá Marti sem stjórnuðu verkinu. Hlutirnir voru í ansi föstum skorðum og erfitt að fá breytingar í gegn. Svisslendingarnir stóðu ansi fastir á sínu þó að það væru oft á tíðum skiptar skoðanir um þekkingu þeirra. Síðan tóku Íslendingar við yfirstjórninni en þegar upp var staðið bætti það ekk- ert úr skák, síður en svo. Vinnu- andinn var samt mjög góður og oft gaman uppi í skála. Þarna eignaðist ég góða vini sem ég er enn þá í sambandi við og var mjög gaman að kynnast svona samfélagi þar sem menn frá hinum ýmsu löndum voru samankomnir.“ Ferðaðist mikið Vélaflotinn var mjög öflugur og fjöl- breyttur, segir Gylfi, eins og gengur og gerist á svona stórum vinnustað, auk þess sem mjög öflugt verkstæði var á staðnum. „Þarna var mikið borað og sprengt og það var stund- um óþægilegt að vera í göngunum þegar það var verið að sprengja en það vandist nú fljótlega.“ Árið í Noregi var góður tími og honum þótti að mörgu leyti mjög gott að vera þar. „Við Bragi Pálsson, félagi minn, vorum mjög duglegir að keyra um á frídögunum og skoða okkur um. Einnig var bátur á svæðinu sem við notuðum óspart. Þarna er mikil náttúrufegurð og margt fróðlegt að sjá, t.d ýmislegt í tengslum við seinni heimsstyrjöldina. Hið eina var að verðlagið var okkur mjög óhagstætt og því eyddum við litlum tíma í verslunum. En Noregur er á margan hátt spennandi land og aldrei að vita hvað maður gerir í framtíðinni. Kannski á maður eftir að enda þarna aftur, hver veit?“ Verkfæri ehf Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur Sími: +354 544 4210, GSM: +354 892 9399 info@verkfaeriehf.is www.verkfaeriehf.is Á lager l afgreiðslu strax.Mikið úrval á lager l afgreiðslu strax. Mikið úrval á lager l afgreiðslu strax. 6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m a í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F 7 -9 D 2 8 1 C F 7 -9 B E C 1 C F 7 -9 A B 0 1 C F 7 -9 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.