Fréttablaðið - 30.05.2017, Page 32
Trukkaumferð á Íslandi er í raun ekki mikil en hún verður áberandi og þétt
tvisvar á sólarhring; snemma á
morgnana og seint á kvöldin þegar
bílarnir halda af stað frá sínum
höfuðstöðvum,“ segir Jón og bætir
við að lögreglan sé tiltölulega fljót
að fara yfir sviðið þegar kemur að
eftirliti með vöruflutningabílum.
„Þetta eru mikið til sömu trukk-
arnir sem keyra á milli lands-
hluta og þarf af leiðandi erum við
fljótir að sigta út bíla sem við erum
nýbúnir að stoppa. Verkefnin eru
þó ærin þegar kemur að eftir-
litinu.“
Þann 1. janúar í fyrra var
umferðareftirlitið flutt frá Sam-
göngustofu til þriggja lögreglu-
embætta: lögreglustjórans á
Vesturlandi, lögreglustjórans á
Norðurlandi eystra og lögreglu-
stjórans á Suðurlandi.
„Í umferðareftirlitinu fram-
kvæmum við vegaskoðanir á
flutningabílum, sem þó eru ekki
jafn nákvæmar og þegar farið er
með bílana í skoðun. Skoðað er
ástand bifreiðar, hvort dekk séu
í lagi og hvort búnaður virki rétt.
Ef eitthvað reynist í ólestri eru
menn boðaðir í skoðun á næstu
skoðunarstöð eða sendir rakleiðis
á verkstæði til viðgerða.“
Athuga ekki með mansal í
íslenskum flutningabílum
Lögreglan skoðar einnig farm
vöruflutningabíla sem þeir stoppa
handahófskennt á vegunum.
„Þegar farmur er skoðaður er
athugað hvort hann sé rétt frá-
genginn og hvort hann falli undir
ADR-farm, eða hættulegan farm.
Strangar reglur gilda um flutning
ýmissa efna sem ekki má flytja
saman og þurfa ökumenn þess
háttar farms ákveðin ökuréttindi
umfram meirapróf. Langleiðina
sýnist mér þó að menn fari að
lögum og vegna landamæra okkar
höfum við ekki ástæður til að
athuga með mansal eða flutninga
á fólki í vöruflutningabifreiðum,“
upplýsir Jón.
Akstur- og hvíldartími atvinnu-
bílstjóra er lögbundinn og er
skoðaður hverju sinni sem lögregla
tekur bíl út í eftirliti á vegum.
„Við tökum allt fyrir þegar við
stöðvum vöruflutningabíl á vegum
úti: vigtum bílinn, athugum frá-
gang á farmi og afritum upplýs-
ingar úr rafrænum ökuritum sem
gefa upp aksturstíma, hvíldartíma,
hvenær farið var af stað, hvenær
akstri lauk og hvenær pásur voru
teknar. Ökuritarnir kjafta frá öllu
enda oft kallaðir kjaftakerlingar,“
segir Jón kankvís.
Rafrænir ökuritar eru núorðið
í flestum vöruflutningabílum en
ökuritar eru einnig í eldri bílum.
„Gömlu ökuritarnir eru skífa
með nál sem skrifar niður sömu
upplýsingar á pappír. Þeir ökuritar
gilda enn og segja það sama en
þeim fer fækkandi.“
Brot vegna ökurita
Jón kom nýlega heim frá Nor-
egi þar sem hann segir aðstöðu
Norðmanna til fyrirmyndar til að
taka út heilu trukkalestirnar til
skoðunar.
„Á síðasta ári stoppuðum við
alls 1.125 vöruflutningabíla til að
kanna þyngd og stærð. Athugun á
hleðslu, farmi og merkingu á farmi
fór fram á tæplega 600 bílum. Þá
voru 2.400 vöruflutningabílar
stöðvaðir handahófskennt af lög-
reglu í fyrra vegna aksturs- og
hvíldartíma.“
Þetta þýði þó ekki að ökumenn
hafi gerst brotlegir og segir Jón að
fremur lágt hlutfall lendi í kæru.
„Maður heyrir stundum á
atvinnubílstjórum að eigandi
bílanna geri kröfur um langan
akstur en þá er til þess að líta
að brjóti ökumaður reglur um
hvíldartíma fær sá hinn sami háa
sekt og eigandinn líka. Sem dæmi
er sektin 60 þúsund krónur fyrir
ökumann sem fer 30 prósent yfir
hvíldartíma og fær eigandinn þá
sömuleiðis 90 þúsund króna sekt.“
Sá kvittur hefur gengið að eig-
endur vöruflutningabíla taki öku-
rita úr bílum sínum eða hreinlega
sleppi því að hafa þá um borð til
að fela langan vinnudag atvinnu-
bílstjóra.
„Eigendum vöruflutningabíla er
skylt að hafa ökurita um borð og
er refsivert að taka þá úr,“ útskýrir
Jón. „En þeir geta svo sannarlega
skipt um bíla til að aka fleiri en
einum bíl sama daginn en ökurita-
kortið á þá alltaf að fylgja öku-
manninum og á hann að taka það
með sér úr einum bíl yfir í þann
næsta. Á hinn bóginn er eitthvað
um að menn keyri án þess að setja
ökuritakortið í bílinn, sem er brot,
og einnig hafa komið upp mál þar
sem menn eru að keyra á korti ein-
hvers annars.“
Ekki enn lent á meiraprófs-
lausum atvinnubílstjóra
Umferðareftirlit lögreglunnar
sinnir fleiri verkefnum en eftirliti
með vöruflutningabifreiðum á
þjóðvegum landsins og var með
1.600 önnur umferðalagabrot
á síðasta ári, þar af hraðakstur,
ölvunarakstur og vímuefna-
akstur.
„Við biðjum ökumenn undan-
tekningarlaust um ökuskírteini
og höfum ekki enn lent á meira-
prófslausum manni. Menn passa
sig nokk á að hafa það í lagi. Þeir
vita að þeir geta átt von á að verða
stoppaðir og stórir lögreglubílar
í vegaeftirlitinu eru vel sýnilegir;
allt öðruvísi en aðrir lögreglubílar.
Þetta eru stórir sendibílar, merktir
lögreglunni og stundum má sjá þá
úti í kanti á þar til gerðu skoðunar-
plani, til dæmis við Blikdalsá undir
Esju, þar sem við tökum trukkana
í eftirlit,“ segir Jón og er almennt
sáttur við ástandið.
„Íslensk vörubílamenning er í
góðum farvegi en það er vitaskuld
alltaf einhver brotalöm á. Flestir
passa sig og gera vel. Víst er mikið
af bílum á vegunum og alltaf eitt-
hvað um umferðaróhöpp og slys
enda hefur það sitt að segja að allir
flutningar eru komnir á land til
að mæta kröfu nútímans um að fá
vörurnar heim nýjar og ferskar.“
Réttnefndar kjaftakerlingar
Þrír sérútbúnir lögreglubílar sinna vegaeftirliti með vöruflutningabifreiðum á þjóðvegum lands-
ins en mættu vel vera sex að mati Jóns Sigurðar Ólasonar, yfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Alls
voru 2.400 vöruflutningabílar stöðvaðir af lögreglu í fyrra til að kanna akstur og hvíldartíma.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Jón Sigurður Ólason er yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Hann segir eigendum vöruflutningabíla skylt að hafa ökurita
um borð sem sýna akstur og hvíldartíma ökumanna. MYND/JÓN ARNAR SIGURÞÓRSSON
Á hinn bóginn er
eitthvað um að
menn keyri án þess að
setja ökuritakortið í
bílinn, sem er brot, og
einnig hafa komið upp
mál þar sem menn keyra
á korti einhvers annars.
Sími 511 6600 · ratio@ratio.is · www.ratio.is
FLOTAÞJÓNUSTA
Hentugar leigulausnir
á atvinnubílum og tækjum
fyrir fyrirtæki
12 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m A í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
7
-9
8
3
8
1
C
F
7
-9
6
F
C
1
C
F
7
-9
5
C
0
1
C
F
7
-9
4
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K