Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 33

Fréttablaðið - 30.05.2017, Side 33
VW Multivan er rúmgóður fjölskyldubíll sem nýtist bæði í borgarumferð og á vegum úti. Í honum eru sæti fyrir sjö manns og hægt er að leggja niður öftustu sætaröð og nýta hana sem svefnrými. Hugað er að hverju smáatriði í þessum glæsilega fjölnotabíl og er notagildi hans einstakt. „Volkswagen Caddy hefur verið einn vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi um langt skeið. Hann sameinar vel hina þekktu eiginleika Volkswagen sem ná til áreiðanleika, öryggis og framúrskarandi hönnunar,“ segir Ingigerður Einarsdóttir. MYNDIr/ANTON BrINK Hjá HEKLU er fjölbreytt úrval bifreiða, allt frá litlum vistvænum smábílum sem eru tilvaldir í ýmiss konar erindrekstur, upp í stóra sendibíla og lúxusbíla. Fyrirtækjasvið HEKLU er sér-hæft í heildarlausnum í bíla-málum fyrirtækja af öllum toga og vöruframboðið er afar breitt. „Við hjá HEKLU bjóðum upp á fjölbreytt úrval bifreiða, allt frá litlum vistvænum smábílum sem eru tilvaldir í ýmiss konar erindrekstur, upp í stóra sendibíla og lúxusbíla. HEKLA býður auk þess upp á gott úrval vörumerkja svo auðvelt er að mæta þörfum fyrirtækja sem vilja traustar og áreiðanlegar bifreiðar,“ segir Ingi- gerður Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs. Markaðurinn fyrir atvinnubíla hefur farið stækkandi undanfarið, að sögn Ingigerðar. „Viðskipta- vinir HEKLU eru ört stækkandi hópur sem gerir mjög mismun- andi kröfur til bílanna og því er mikilvægt að vera með víðtækar lausnir og mikla vörubreidd. Við bjóðum upp á mjög breiða línu af sendibílum, atvinnubílum, fólksflutningabílum og fólksbílum bæði fyrir fyrirtæki og lögaðila. Við erum með fjölbreytt vöruúr- val og getum því boðið upp á sér- sniðnar lausnir fyrir viðskiptavini okkar og uppfyllt ólíkar kröfur. Það getur verið skynsamlegt að hafa mismunandi samsetningu atvinnubíla í bílaflotanum, bæði hvað varðar orkugjafa og stærðir, og þar kemur HEKLA sterk inn,“ upplýsir Ingigerður. Volkswagen vinsælir atvinnubílar Volkswagen atvinnubílar upp- fylla ströngustu kröfur um gæði, þægindi og endingu. „Volkswagen Caddy hefur verið einn vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi um langt skeið. Hann sameinar vel hina þekktu eiginleika Volkswagen sem ná til áreiðanleika, öryggis og framúrskarandi hönnunar. Volkswagen Caddy er hægt að fá fjórhjóladrifinn sem hentar mjög vel við íslenskar aðstæður. Hann fæst líka í tveimur lengdum, hefð- bundinni og lengri gerð, auk þess sem velja má á milli hagkvæmra dísil-, bensín- og metanvéla,“ segir Ingigerður. Sjö manna fólksbíllinn getur tekið sjö fullorðna í sæti en er auk þess með 530 lítra farangursrými. Bíllinn er með rennihurðum sem gerir aðgengi að öftustu sætunum mjög gott og þægilegt er að ganga um hann. „Þú situr mjög vel í honum og sætin eru hærri eftir því sem þau eru aftar. Því er mjög gott útsýni bæði fram í bílinn og til hliðanna,“ bendir Ingigerður á. Nýtt „rúgbrauð“ Volkswagen T6 atvinnubílar samanstanda af Transporter, Cara- velle og Multivan sem byggja allir á arfleifð hins þekkta Volkswagen „rúgbrauðs“. „Í ár er 70 ára afmæli hins fræga rúgbrauðs og bjóðum við upp á sérstaka afmælispakka í tilefni þess. Allir atvinnubílar T6 línunnar bjóðast með fjórhjóla- drifi sem getur gert gæfumuninn hér á veturna. VW Transporter er fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum og vængjahurð að aftan með glugga. VW Caravelle hefur í áraraðir fylgt fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum fólks- Sérsniðnar lausnir á atvinnubílamarkaði Nýtt fyrirtækjasvið HEKLU leggur sérstaka áherslu á sölu og þjónustu til fyrirtækja. Í boði eru sérsniðnar lausnir og fjölbreytt vöruúrval. Volkswagen Caddy hefur verið einn vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi um langt skeið. Hann sameinar vel hina þekktu eiginleika Volkswagen sem ná til áreiðanleika, öryggis og framúrskarandi hönn- unar. Ingigerður Einarsdóttir flutningabíl að halda. Hann er níu manna og býður upp á mikið rými fyrir farþega og farangur, enda hannaður með þægindi og fólks- flutninga í huga. Caravelle fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur,“ segir Ingigerður. Miklir notkunarmöguleikar Þá er VW Multivan einnig einstak- lega rúmgóður fjölskyldubíll sem nýtist hvort sem er í borgarum- ferð eða á vegum úti. „Í honum eru sæti fyrir sjö manns og hægt er að leggja niður öftustu sæta- röð og nýta hana sem svefnrými. Hugað er að hverju smáatriði í þessum glæsilega fjölnotabíl og er notagildi hans einstakt. Hann fæst nú fjórhjóladrifinn og er því fullkominn ferðafélagi í íslenskum aðstæðum,“ segir Ingigerður og bætir við að haustið verði ein- staklega spennandi en þá verður VW Crafter frumsýndur. „Ég fór á dögunum til útlanda og reynsluók nýjum Crafter og hlakka mikið til að fá hann til landsins. Við munum frumsýna nýjan Crafter sendibíl í haust en hann hefur breyst töluvert; í útliti, virkni og tækni. Nýr Crafter var valinn sendibíll ársins 2017 á Alþjóð- legu atvinnubifreiðasýningunni í Hannover og var það einróma álit dómnefndar að hann væri einstak- lega hagnýtur. Svo í lokin langar mig að minna á pallbílinn VW Amarok en við frumsýndum hann nýlega við mikla lukku,“ segir Ingigerður og bætir við að Amarok bjóði upp á mikla notkunarmögu- leika fyrir fólk með fjölbreyttan lífsstíl, hann sé skemmtilegur í akstri, flottur í útliti og til í fjöl- breyttum útfærslum. „Hjá okkur ættu allir að finna bíl við hæfi,“ segir Ingigerður að lokum. KYNNINGArBLAÐ 13 Þ r I ÐJ U DAG U r 3 0 . m a Í 2 0 1 7 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 7 -8 9 6 8 1 C F 7 -8 8 2 C 1 C F 7 -8 6 F 0 1 C F 7 -8 5 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.