Fréttablaðið - 30.05.2017, Síða 35

Fréttablaðið - 30.05.2017, Síða 35
Mercedes- Benz Arocs SLT (Schwer Last Transport) er öflugasti dráttarbíllinn sem framleiddur er af Mercedes- Benz. Mercedes-Benz atvinnubílarnir eru fjölbreyttir og uppfylla ólíkustu þarfir við ýmsar aðstæður. Það er gaman að geta boðið upp á trukkasýningu og sérlega gaman að sýna hinn magnaða dráttarbíl Mercedes-Benz Arocs SLT sem var að öðrum ólöstuðum stjarnan á sýningunni. Fjöldi gesta lagði leið sína á sýninguna.Margar gerðir öflugra Mercedes-Benz vörubíla voru til sýnis. Stjarna sýningarinnar var hinn stóri og stæðilegi Mercedes-Benz Arocs SLT (Schwer Last Transport) sem er öflugasti dráttarbíll sem fram- leiddur er af Mercedes-Benz. Auk þessa magnaða bíls voru margar gerðir öflugra Mercedes-Benz vörubíla til sýnis og má þar nefna fjögurra öxla Arocs vörubíla, Actros flutninga- og dráttarbíla, Antos og Arocs krókheysisbíla og Atego sendibíla. Þá var nýr Meiller malarvagn á staðnum og auk þess nýr fjögurra öxla vörubíll með Meiller palli. Boðið var upp á reynsluakstur á vörubílnum og nýttu nokkrir sér það. ,,Sýningin heppnaðist mjög vel og það var gaman að fá svona góða mætingu gesta. Mercedes- Benz atvinnubílarnir eru fjöl- breyttir og uppfylla ólíkustu þarfir við ýmsar aðstæður, allt frá minnstu sendibílum upp í stærstu vöru- og hópferðabíla. Það er gaman að geta boðið upp á trukkasýningu og sérlega gaman að sýna hinn magnaða dráttarbíl Mercedes-Benz Arocs SLT sem var að öðrum ólöstuðum stjarnan á sýningunni. Bíllinn er framleiddur fyrir þungaflutninga og sá sem var á sýningunni er öflugasta útgáfan sem er með uppgefna 250 tonna dráttargetu. Hann var sérstaklega fluttur inn fyrir sýninguna en eng- inn slíkur er skráður hér á landi. Mercedes-Benz er stærsti fram- leiðandi atvinnubíla í heiminum og njóta þeir vinsælda hér eins og víða um heim,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson hjá Mercedes-Benz atvinnubílum. Vel heppnuð trukkasýning Fjöldi gesta lagði leið sína á sýningu á Mercedes-Benz trukkum sem haldin var í höfuðstöðvum Mercedes-Benz atvinnubíla að Fosshálsi 1, í lok apríl. KYNNINGARBLAÐ 15 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 . M a í 2 0 1 7 3 0 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F 7 -7 5 A 8 1 C F 7 -7 4 6 C 1 C F 7 -7 3 3 0 1 C F 7 -7 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.