Fréttablaðið - 30.05.2017, Page 40
Óskar Sigurmundason (t.v.) og Ívar Þór Sigþórsson eru starfsmenn atvinnubíladeildar Kraftvéla. MYND/STEFÁN
Iveco DAILY sendibíllinn var valinn sendibíll ársins 2015.
Kraftvélar í Kópavogi eru umboðsaðilar fyrir hina sterk-byggðu sendi- og vörubíla frá
Iveco, vörumerki sem byggt hefur
upp stöðu sína jafnt og þétt og er í
dag meðal stærri framleiðanda fyrir
flutningastarfsemi að sögn Ívars Þórs
Sigþórssonar, sölustjóra atvinnubif-
reiða hjá Kraftvélum. „Iveco hefur
verið leiðandi á sviði nýsköpunar og
má nefna að fyrirtækið var fyrst til
að kynna turbo í allar dísilvélar sínar
og fyrst til þess að innleiða Common
Rail vélar auk þess að vera leiðandi í
endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir
sendi- og vörubíla.“
Kraftvélar bjóða upp á gott úrval
sendi- og vörubifreiða frá Iveco og
þar nefnir Ívar fyrst til sögunnar
Iveco Daily línuna sem inniheldur
sendi-, pall- og flokkabíla. „DAILY var
valinn sendibíll ársins 2015 enda til í
nánast óteljandi útfærslum. Hægt er
að fá DAILY með allt að 3,0 lítra 210
hestafla dísilvél og þeir eru fyrstu
atvinnubílarnir í sínum stærðar-
flokki með 8 gíra HI-Matic sjálf-
skiptingu. Fyrir vikið eru þeir afar
hagkvæmir í eyðslu og rekstri. Iveco
DAILY er eini bíllinn í sínum flokki
sem er byggður á sjálfstæðri grind
og því er hann einstaklega sterkur
og burðarþolinn. Hægt er að fá hann
með heildarþyngd frá 3.500-7.200.“
Einstaklega liprir
DAILY er meðal annars í boði sem
4x4 pallbíll og vinnuflokkabíll á
mjög hagkvæmu verði. „Þeir koma á
37" dekkjum með mikla veghæð og
í samstarfi við Arctic Trucks bjóða
Kraftvélar upp á 40" breytingapakka
sem gerir bílinn enn fjölhæfari.“
DAILY 4x4 eru mjög öflugir, koma
með háu og lágu drifi og skriðgír,
100% driflæsingum að framan og
aftan og læstum millikassa og eru
því tilbúnir í átök. „Bílarnir eru
einstaklega liprir miðað við stærð.
Verktakar og orkufyrirtæki eru nú
þegar komin með þessa bíla í sína
þjónustu og eru mjög ánægð með
útkomuna.“
Þar sem Iveco DAILY bílarnir eru
byggðir á sjálfstæðri grind er fyrir
vikið margvíslegur aukabúnaður í
boði að sögn Ívars, t.d. sturtupallur,
fastur pallur, kranar, snjótennur,
saltkassar, vinnu- og jafnvel ferða-
hús. „Þar má nefna að 2-7 manna
útfærsla á DAILY 4x4 með pallhýsi
fyrir aftan ökumannshús er álíka
dýr og hefðbundinn húsbíll. Hann
er því raunhæfur valkostur fyrir þá
sem vilja stunda ferðamennsku og
fjölbreyttan lífsstíl. DAILY 4x4 er
raunhæfur valkostur fyrir fyrirtæki
í ferðaþjónustu og bílaleigur, enda
hafa þessi fyrirtæki sýnt bílunum
talsverðan áhuga.“
Mikil eftirvænting
Góðu fréttirnar eru að Iveco Daily
koma einnig í metan- og rafmagnsút-
gáfu að sögn Ívars og er nú þegar
hafinn undirbúningur að innflutn-
ingi og sölu á þeim. „Þeir hjá Iveco
eru engir nýgræðingar í þessum
efnum en fyrsti metanbíll þeirra
kom á götuna um aldamótin. Metan-
vélin er byggð á dísilvél sem gefur því
eiginleika dísilvéla auk þess sem hún
er mun hljóðlátari en hefðbundin
dísilvél. Þess vegna er DAILY í met-
anútfærslu einstaklega hentugur í
Gott úrval sendi- og
vörubifreiða frá Iveco
Iveco er sterkt vörumerki sem hefur byggt upp stöðu sína jafnt og þétt
undanfarin ár hér á landi. Kraftvélar í Kópavogi bjóða upp á gott úrval
sendi- og vörubifreiða frá Iveco sem nýtist íslensku atvinnulífi vel.
Iveco DAILY eru
fyrstu atvinnu-
bílarnir í sínum stærðar-
flokki með 8 gíra HI-
Matic sjálfskiptingu.
Ívar Þór Sigþórsson
þéttbýlisnotkun. Metanútfærslurnar
gefa því fyrirtækjum sem vilja skuld-
binda sig í átt að sjálfbærni alveg nýja
möguleika.“
Von er á fyrsta Iveco DAILY 100%
rafmagnssendibílnum hingað til
lands, segir Ívar. „Hann hefur sama
innanrými og er með sambærilega
burðargetu og hefðbundinn Daily
bíll. Hann er 100% rafmagnsbíll
og býr yfir hraðhleðslumöguleika.
Fyrsti bíllinn er nú þegar seldur
til Orkuveitu Reykjavíkur og ríkir
mikil eftirvænting eftir afhendingu
á honum enda um fyrsta rafmagns-
bílinn í þessum flokki að ræða á
landinu.“
Vinsælir bílar
Iveco Stralis dráttarbílar eru einir
vinsælustu dráttarbílar í Evrópu og
eru frá 19 tonnum. „Ný kynslóð af
Stralis er með nýjum dísilvélum sem
eru rúmlega 11% sparneytnari en
fyrri kynslóð samkvæmt TUV. Stóru
fréttirnar eru að einnig er hægt að
fá þessa öflugu bíla í metanútfærslu
með allt að 1.500 km drægni. Með
auknum landflutningum væri auð-
veldlega hægt að draga úr mengun
andrúmsloft með Stralis í metanút-
færslu enda teljum við að það sé
ekki spurning hvort heldur hvenær
verði byrjað að metanvæða vöru-
flutningsbíla.“
Allar nánari upplýsingar eru á
www.kraftvelar.is.
Iveco D AILY 4x4 með sturtupalli er einstaklega lipur miðað við stærð.
Verktakar og orkufyrirtæki nota Iveco DAILY pallbíl með góðum árangri.
20 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m A í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
3
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
F
7
-8
9
6
8
1
C
F
7
-8
8
2
C
1
C
F
7
-8
6
F
0
1
C
F
7
-8
5
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K