Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 2

Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 2
Það er verið að vinna í skjala- gerðinni. Davíð Þór Björg- vinsson, settur saksóknari í Geirfinnsmálinu því enda hefði umfjöllun Eiríks verið almenn umfjöllun málfræð- ings sem varðaði ekki málið sem nú liggur fyrir dómi. Hæstiréttur komst að öndverðri niðurstöðu þar sem Eiríkur tekur í athuga- semdum afstöðu til vinnureglna þeirra sem mannanafnanefnd hefur sett sér. Þá segir í niðurstöðukafla athugasemda hans að „frumvarps- drögin [séu] veruleg réttarbót [sem afnemi] þá mismunum sem felst í gildandi lögum“. „Mér er enginn sérstakur akkur að vera meðdómandi. Dómarinn vildi fá úr þessu skorið þegar ég bauðst í upphafi til þess að víkja sæti,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort honum þyki vegið að heiðri sínum með vanhæfninni hlær hann og segir málið algerlega meinlaust. „Það verður ekkert sérstakt mál að finna meðdómanda sem hefur ekki tjáð sig um lögin.“ johannoli@frettabladid.is Veður Strekkings eða allhvöss austan- og norðaustanátt með rigningu, en hvassviðri eða stormur við S-ströndina fram eftir degi. sjá síðu 36 Svífur yfir Úlfarsfelli Raggi Bjarna mætti með miklum stæl á Úlfarsfell í gærkvöld. Þar frumflutti hann nýtt lag með Stuðmönnum sem hann syngur. Tónleikarnir voru hluti af skemmtigöngu sem um tvö þúsund manns sóttu á vegum Ferðafélags Íslands. Tilefni göngunnar var að heiðra þá göngugarpa og félaga í Ferðafélaginu sem gengið hafa á Úlfarsfellið mörg hundruð og jafnvel þúsund sinnum. Fréttablaðið/Eyþór DÓMsMáL Prófessor í íslensku hefur verið rutt úr dómi þar sem hann hafði verið kvaddur til sem sérfróð- ur meðdómandi. Dómsmálið snýst um kröfu foreldra stúlkubarns um að barnið fái að bera það nafn sem þau gáfu henni. Mannanafnanefnd hafði hafnað beiðni þeirra. „Mér finnst þetta mál allt nokkuð skondið. Það var haft samband við mig í vor um að taka sæti í málinu núna. Ég hef áður verið meðdóm- andi í svona máli en að vísu skrifað þó nokkuð um þetta eftir það,“ segir Eiríkur, sem hefur starfað við íslenskukennslu í Háskóla Íslands frá ársbyrjun 1981. Vísar Eiríkur þar meðal annars til dóms sem kveðinn var upp í desember 2013. Þar komst hann, ásamt héraðsdómaranum Ingiríði Lúðvíksdóttur og málfræðingnum Hönnu Óladóttur, að þeirri niður- stöðu að drengur mætti bera eigin- nafnið Reykdal. Síðan Eiríkur sat í þeim dómi hafa verið lögð fram drög að frum- varpi um breytingar á mannanafna- lögum. Var það gert fyrir sléttu ári. Með þeim lögum var stefnt að því að fella úr lögum þær takmarkanir sem nú eru á mannanöfnum á borð við fjölda nafna sem má bera, vernd ættarnafna og takmarkanir á heim- ild til að bera erlend nöfn. „Það var óskað eftir athuga- semdum við frumvarpsdrögin. Ég sendi inn ítarlega athugasemd sem síðar var birt nánast óbreytt á vef- riti Hugvísindasviðs,“ segir Eiríkur. Ríkislögmaður segir að vegna þessa sé hægt að draga hæfi pró- fessorsins í efa og ætti hann því að víkja sæti. Héraðsdómari hafnaði Prófessor er vanhæfur mannanafnadómari Hæstiréttur segir Eiríkur Rögnvaldsson vanhæfan til að dæma í sérstöku dóms- máli sem varðar heimild barns til að bera nafn það sem foreldrar þess kusu. Ástæðan eru athugasemdir hans við breytingadrög á mannanafnalögum. Hæstiréttur sneri niðurstöðu Héraðsdóms reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Mér finnst þetta mál allt nokkuð skondið. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði ta k t u d ag i n n f r á ! Vinalega verslunarmiðstöðin í miðbæ Hafnarfjarðar! Lifandi laugardagur Sirkus Íslands með andlitsmálun o.fl. Götumarkaður Frábær tilboð Sjá nánar á fjordur.is og á facebook DÓMsMáL Guðmundar- og Geir- finnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. „Það er verið að vinna í skjalagerðinni og svo- leiðis,“ segir hann við Fréttablaðið. Eftir að Davíð Þór hefur sent gögn málsins til Hæstaréttar verður birt fyrirkall og endurupptökubeið- endur eru boðaðir í Hæstarétt. Þar á eftir verður fundinn tími fyrir málið á dagskrá Hæstaréttar, en Davíð Þór býst ekki við því að málflutningur fari fram fyrr en í vetur. Davíð Þór verður væntanlega skipaður dómari við Landsrétt sem tekur til starfa við næstu áramót. Hann segir ekkert liggja fyrir um það hvaða áhrif sú skipan hefur á stöðu hans sem setts saksóknara. „Það verður bara að taka þann slag þegar það liggur endanlega fyrir,“ segir Davíð Þór en segist sjálfur ekki vera ómissandi frekar en nokkur annar. Endurupptökunefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að mál fimm af sex sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnmálinu skyldi taka upp aftur. – jhh Geirfinnsmál í Hæstarétt á allra næstu dögum DÓMsMáL Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem stefnt hefur verið í einkaréttarmáli og sakaður er um nauðgun sem átti sér stað á Ísafirði og Fréttablaðið hefur fjallað um. Stefna gegn honum hefur verið birt opinberlega. Tveimur mönnum hefur verið stefnt til fullra bóta vegna málsins. Þeir eru báðir af erlendum uppruna en annar þeirra er enn búsettur hér á landi og hefur útvegað sér lögfræð- ing vegna málsins. Hinn maðurinn er, eins og áður segir, ófundinn. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur lögmaður konunnar reynt ítrekað að hafa uppi á mann- inum erlendis. Að endingu var stefnan birt opin- berlega en það þýðir að maðurinn gæti verið dæmdur til bótagreiðslu, þrátt fyrir að taka ekki til varna. – snæ Ófundinn í nauðgunarmáli 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T u D A G u R2 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -4 C F 8 1 C F C -4 B B C 1 C F C -4 A 8 0 1 C F C -4 9 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.